Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 8
30 TÍMARIT V.F.I. 1947 Heitvatnsgeymar á Öskjuhlíð og hluti af aðalæð. Reyklaus bær í baksýn til hægri. The hot water reservoirs and main pipe-line. View over the smokless town after the erection of the Heating Plant. Öskjuhlíðinni við æðina frá geymunum til bæjarins. Þessi dælustöð getur aukið þrýstinginn í bænum um 10—20 m, þegar þörf gerist, en sé ekki þörf fyrir viðbótarþrýsting, rennur vatnið sjálfkrafa framhjá dælunum. I bæjardælustöðinni eru þrjár vélasamstæður eins og í aðaldælustöðinni á Reykjum, ein fyrir hvora pípu og ein til vara, sem dælt geta inn á hvora píp- una sem vera skal. Hver dæla getur afkastað allt að 250 1/sek., og hreyflarnir eru 75 hestöfl hver. Stöðv- arhúsið er úr járnbentri steinsteypu 31,0 m langt og 6,75 m breitt, þar af er vélasalurinn 20,5 m langur, Bæjardælustöð (bakhlið), bærinn í baksýn. Fremst á myndinni er stokkur með leiðslum frá geymunum. The boosting pumping station (from behind). View over the town. Front: cliannels with lines leading from the tanks. en í suðurhluta hússins er spennistöð, snyrtiklefi, geymslur og salur fyrir mælaprófunarstöð. Bæjarkerfið (sjá uppdrátt á bls. 34—35) hefur það hlutverk að veita hæfilega miklu heitu vatni út í hverja einstaka götu í bænum og tryggja hæfi- legan þrýsting á vatninu. Það greinist eins og fyrr er sagt út frá gatnamótum Hringbrautar og Miklubrautar. Pípuvíddir þess eru frá 1” upp í 18’' og samanlögð lengd þeirra tæpir 40 km. Það nær til alls meginhluta bæjarins, þar sem byggð er sæmilega þétt, eða alls svæðisins innan Hringbrautar og auk þess Norðurmýrar og þess hluta Melanna, sem þéttbyggður er, þ. e. Víðimels og Reynimels. Þrjár aðalæðar liggja gegnum bæinn, en víðar þver- æðar tengja þær saman á nokkrum stöðum, og er það gert til þess að minni truflanir verði á rekstrin- um, þótt gera þurfi við aðalæð. Um 300 vatnslokar eru á götuæðunum, svo að loka megi fyrir einstakar götur eða götukafla, ef þörf krefur. Þá er fjöldi lofthana og tæmingarhana líkt og á aðalæð. Frá götuæðunum liggja heimæðar inn í einstök hús (sjá uppdrátt á bls. 29). Þær eru flestar %” víðar, 1” er þó allvíða, en gildasta heim- æðin er og fæðir hún miðstöðvarkerfi, sem er sameiginlegt fyrir 31 hús. Heimæðarnar eru víða sameiginlegar á kafla fyrir 2 eða fleiri hús, sérstaklega þar sem hús standa langt frá götu eða um bakhús er að ræða. Samanlögð lengd heimæða utanhúss er um 21 km, en þar við bætist svo innan- húslögn inn að katli eða kötlum. Alls voru keyptir 82 km af %” pípum og hafa þær verið notaðar að mestu. Alls voru keyptir 170 km af pípum til hita- veitunnar, og er þá ekki tvítalið það, sem kaupa varð oftar en einu sinni af ófriðarorsökum. I húsunum er hveravatninu veitt beint inn í mið-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.