Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 14
36 TÍMARIT V.F.Í. 1947 öryggistœki o. fl. Ýmislegt hefir verið gert til þess að skapa sem mest rekstraröryggi og gera reksturinn sem auðveldastan. Má fyrst til nefna yfirföllin á borholunum, sem fyrirbyggja, að holurnar verði sprengdar og heita vatnið týnist aftur út í jörðina, þótt lokað sé fyrir útrásina eða safnæðina. Þá má minna á varadæl- urnar, sem fyrr er getið. Rafstöð er fyrirhuguð hjá aðaldælustöðinni á Reykjum, er knúð geti hreyflana, ef bæjarrafmagnið bregst. Ekki hefir þó orðið af byggingu hennar enn, en henni hefir verið ætlaður staður og rennur gerðar þangað fyrir væntanlega rafmagnsstrengi. Aðalæðin frá Reykjum til bæjarins var höfð tvö- föld m. a. af öryggisástæðum. Auk þess eru á þrem stöðum á leiðinni, með nokkurnveginn jöfnu milli- bili, höfð sambönd á milli æðanna og þannig gengið frá, að loka megi fyrir 14 hluta af hvorri æðinni sem er, ef nauðsyn krefur vegna eftirlits eða viðgerða. Er þá hægt að dæla gegnum tvær pípur á % hlutum leiðarinnar en eina pípu á l/\ hluta, og fást þá sem næst 80% af því vatnsmagni gegnum aðalæðina, sem hún flytur fullopin með sama þrýstingi. Þetta gerir það mögulegt að gera við aðalæðina, án þess að Millisamband á aðalæð með hönum og þenslustykkjiim. Inter-connection on main-line with valves and expansion joints. truflun valdi á upphitun bæjarins, nema ef svo illa stendur á, að það þarf að gera, þegar allra kaldast er. Millisambönd þessi með tilheyrandi hönum, eru í smáhúsum og þar eru einnig einstreymishanar, sem draga úr höggum þeim, sem komið geta í pípurnar, ef snögglega er lokað fyrir þær. Tveir slíkir hanar eru einnig við vegg aðaldælustöðvarinnar til þess að hlífa dælunum fyrir höggum. Við geymana á Öskjuhlíðinni er vatnshæðarmælir, sem setja má í samband við hvaða geymi sem er. Er hann þannig útbúinn, að hann gefur merki upp að aðaldælustöðinni, þannig að þar má jafnan sjá, hve hátt er á geymunum. Auk þess er sérstakur sími milli dælustöðvanna, geymanna, skiptistöðvanna og skrif- stofunnar. Sjálfskrifandi vatnsmælar eru í báðum dælustöðv- unum, sem auk þess sýna augnabliksrennsli og hafa teljara, sem sýna, hve mikið hefir runnið frá upphafi. Eins og fyrr er sagt ganga dælurnar í bæjardælu- stöðinni ekki nema þegar vatnsþörfin er mest eða, með öðrum orðum, þegar þörf er fyrir aukinn þrýst- ing i bænum. Þessar dælur eða hreyflar þeir, sem knýja þær, eru sjálfvirkir og stjórnast af þrýstings- mæli, sem er á horni Skólavörðustígs og Bergstaða- strætis. Þegar þrýstingurinn á þessum stað ætlar niður fyr- ir ákveðið lágmark, fer ein dælan sjálfkrafa af stað á lægsta hraða. Við það eykst þrýstingurinn, en sé það ekki nóg vex hraðinn á dælunni sjálfkrafa þar til hæfi- legum þrýstingi er náð. Nægi ekki fullur hraði á einni dælu fer önnur dæla einnig af stað á minnsta hraða, og heldur sú dæla einnig áfram að auka hraðann, þar til hæfilegum þrýstingi er náð. Þegar vatnsnotkunin minnkar aftur og þrýsting- urinn vex draga dælurnar sjálfkrafa af hraðanum og gengur það fyrir sig í öfugri röð við það, sem áður var lýst, unz dælurnar stöðvast alveg. Þrýstingurinn helzt þannig innan vissra takmarka á þessum ákveðna stað í bænum, en staðurinn og þrýstingurinn er þannig valinn, að með þessu móti verður þrýstingurinn í bænum hvergi undir 15 m yfir götu. Auk þessa sjálfvirka útbúnaðar er einnig svo búið um, að nota má handstýringu á dælunum. Tilhögun innanhúss. Eins og fyrr er sagt er hveravatninu veitt beint inn á hitaveitukerfi húsanna rétt við ketil. Á þess- ari tengiæð er komið fyrir ýmsum hönum og tækj- um. Fyrst er hani á pípunni, þar sem hún kemur inn úr kjallaravegg. Er hann einungis í öryggisskyni til þess að loka megi fyrir æðina, ef hún bilar, án þess að grafa þurfi upp utanhúss, en það getur verið tafsamt, t. d. þegar jörð er frosin. Á hinum endanum, í námunda við ketilinn eða upp- tök hitunarkerfisins, er komið fyrir hemil, sem hefir

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.