Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 5
TÍMARIT V.F.I. 1949 59 eyri er talinn ónothæfur vegna hafnleysisins sunn- anlands. Er þá ekki annar sandur eftir en sandurinn í Pat- reksfirði, enda er hann tekinn til allrækilegrar at- hugunar. Víðátta sandsins er talin vera um 600 m að breidd og um 1400 m að lengd, þar sem ekki sé möl eða grjót ofan á sandinum. Til að komast að raun um, hvort sandurinn sé hinn sami, þegar neðar dregur, og hann er á yfirborðinu, voru grafnar holur í hann eins djúpar og hægt var. Viðast hvar varð aðeins komizt í tæplega meters dýpi, en í því dýpi féllu holurnar saman. Holur þessar voru 19 talsins, og voru þær mældar inn á uppdrátt af Sandoddanum (sjá 1. mynd, P1—P19). I hverri holu var tekið sýnishorn af sandinum, meðalsýnishorn frá botni til yfirborðsins. Sandinum úr holu P1—P9 var blandað saman og af því tekið meðalsýnishorn, sem rannsak- að var (sýnishorn merkt PG—I í 1. töflu). Eins var farið með sandinn úr holu P12—P15 (merkt PG—-II í 1. töflu). Þannig er PG—I sýnishorn af sandi ofan flóðmáls, en PG—II sýnishorn af sandinum milli flóð- máls og fjöruborðs. Með þeim áhöldum, sem fyrir hendi voru, var ekki hægt að ná sýnishornum af sandinum úr meira dýpi en 1 m. En til að fá hugmynd um, hve djúpt væri niður á fast berg, voru sívalar járnstengur reknar niður í sandinn í holurnar P4, P5 og P6. Á öllum þrem stöðunum var hægt að reka þær um 6 m nið- ur. Var því talið, að fast berg væri í 6 m dýpi, en sennilega væri samsetning sandsins allt í gegn svip- uð því, sem hún reyndist vera í efsta metersþykka laginu. Þótti ekki ástæða að kanna þetta nánar, eins og sakir stóðu, en talið sjálfsagt að gera það, ef frek- ar yrði aðhafzt. Með hliðsjón af víðáttu sandsins og þessari þykkt hans, þótti mega gera ráð fyrir nægilegu sandmagni til árlegrar framleiðslu á 25 þús. tonnum af sementi í 100 ár. Þá var ráðgerð sementsverksmiðja, er framleiddi aðeins 25 þús. tonn á ári. Þetta mun vera nákvæmasta rannsóknin, sem gerð hefur verið á sandinum í Sandodda í Patreksfirði. Sýnishorn af sandi þaðan hafa þó verið rannsökuð bæði fyrr og síðar. Tek ég hér í meðfylgjandi töflu rannsóknir þær af þessum sandi, sem mér eru kunn- ar (1. tafla). Elztar eru þær rannsóknir, er ég gerði á sandinum 1934, síðan eru fyrrgreindar rannsóknir, sem gerðar voru hjá F. L. Smidth & Co. í Kaup- mannahöfn, en að lokum rannsóknir þeirra sýnis- horna, er E. Elmquist tók í Patreksfriði sumarið 1948 (3). Sýnishorn þau af sandinum, er ég rannsakaði, tók Jóhannes Áskelsson, hið fyrsta (I) úr yfirborði sand- tanga, er kemur upp úr sjó um fjöru austanvert við Sauðlauksdalsvatn, annað (II) um 400 m vestar en fyrsta sýnishornið og einnig úr yfirborðinu, þriðja (III) á sama stað og II, en úr 4 m dýpi og fjórða sýnishornið vestanvert við Sauðlauksdalsvatn. Bæði sýnishornin, sem E. Elmquist tók í Patreksfirði (P.l og P.2), eru tekin úr yfirborðinu á Sandodda, en staðurinn er ekki nánar tilgreindur. Skeljasandurinn í Patreksfirði er, eins og annar skeljasandur við strendur landsins, blandaður úr skel og basaltsandi. Niðurstöður þeirra rannsókna, sem getið er í 1. töflu, bera það með sér, að mestur hluti sandsins er skel, eða 61—93%. Allur sandurinn, að 1. TAFLA. Niðurstöður rannsókna á skeljasandi frá Sandodda í Patreksfirði: Sýnishorn merkt I—IV voru rannsökuð af Jóni E. Vestdal 1934, sýnishornin merkt PGI—PGII i rannsóknarstofu F. L. Smidth & Co. í Kaupmannahöfn 1936, en sýnishorn- in merkt P.l og P.2 voru rannsökuð fyrir tilstilli E. Elmquists 1948. I II III IV PGI PGII P. 1 P. 2 % % % % % % 1 % % Kísilsýra, SiO 2,84 3,81 3,54 3,03 6,2 6,7 | 1,56 17,44 Alúminíumoxyd, Al.O, 0,95 1,33 1,30 1,28 2,2 2,7 1 0,24 7,10 Járnoxyd, Fe.O, 0,83 1,18 1,14 1,16 1,9 2,0 0,80 | 5,76 Kalsiumoxyd, CaO 51,21 49,93 50,28 50,73 48,6 48,1 | 53,08 | 38,50 Magnesíumoxyd, MgO 0,42 0,58 0,48 0,50 1,2 1,4 1 1,12 3,13 Glæðitap 40,46 39,64 40,28 40,39 38,7 38,1 42,11 1 27,34 Fosfórsýra, P..O-, — — — — 0,05 0,1 1 — | — Brennisteinssýra, SO — — — — 0,65 0,68 1 1,17 | 0,74 Klóríd, Cl’ 1,04 1,12 0,83 0,97 0,13 0,16 — — Alkalí 0,78 0,69 0,65 0,81 0,9 0,9 — — Kísilsýruhlutfall, SiO./R.O, 1,59 1,52 1,39 1,24 1,51 1,43 1,50 1,35 Alúminíum-járnhlutfall, Al.Oj/Fe.Oj 1,14 1,13 1,14 1,10 1,16 1,35 0,30 1,23 Kalsiumkarbónat, CaCO,, títr 88,4 86,9 88,0 87,3 85,0 83,3 | 93,34 61,09

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.