Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 18
72 TÍMARIT V.F.Í. 1949 Eins og kunnugt er, er basalt myndað úr ferns konar steintegundum: 1) basísku plagíóklasi, 2) pýroxenum (ágit), 3) ólivíni og 4) magnetísku járngrýti, sennilega magnetíti. Hið síðastnefnda getur segulmagnazt, og inniheldur basaltið oftast nær rúm 10% af því. Stærð krystall- anna er að jafnaði 10—100 /i. Magnetítið sést greini- lega á smásjármyndunum af basalti, er hér með fylgja (8. og 9. mynd). Liggur nærri að ætla, að hægt mundi vera að ná magnetítinu með segli úr basalt- inu, ef það er áður fínmulið, svo að kornastærðin sé sem næst krystallastærð magnetítsins, innan við 100 ij.. Væri það mögulegt, myndi járninnihald hins ósegulmagnaða hluta basaltsins lækka, en kisilsýí'u- hlutfallið þá jafnframt hækka, ef til vill svo mikið, að nægja myndi til sementsframleiðslu, þ.e. upp í 2,2. Haraldur Ásgeirsson gerði árið 1947 tilraunir með slíka segulhreinsun á skeljasandinum úr Önundarfirði, og var markið þeirra hvort tveggja í senn: að hreinsa basaltsandinn frá skeljasandinum og að hækka kísil- sýruhlutfallið. Niðurstöður tilraunanna bentu í þá átt, að hið fyrrnefnda myndi reynast mögulegt, en hið síðarnefnda aðeins að nokkru leyti, þvi að hæst komst kísilsýruhlutfallið upp í 1,84 (7), en það er ekki talið nógu hátt fyrir þau hráefni, sem hér er um að ræða. Nokkru síðar voru gerðar tilraunir í Svíþjóð fyrir tilstilli F. L. Smidth & Co. til að hreinsa sandinn úr Önundarfirði með segul. Niðurstöður þeirra tilrauna þóttu gefa þá raun, að F. L. Smidth & Co. vildu hvorki mæla með því að nota aðferð þessa til að hreinsa basaltið frá skeljasandinum né til þess að sundur- greina basaltið. E. Elmquist, sem einnig tók þetta mál til athugunar, kemst að svipaðri niðurstöðu. Um að- ferðina farast honum orð á þessa leið: „As the cheapest way of carrying out súch separation would undoubtedly be magnetic separation, we have carried out a number of experiments and even tried to design certain machinery which could do such a separa- tion magnetically, but find that whereas it is quite easy to separate the basalt from the sea shell sand in a labora- tory with a magnet, it is a different matter when it has to be done on a large scale, and we regret to inform you that we so far have failed in solving this probiem in a practical way" (3). Elmquist kvaðst mundi halda tilraunum í þessa átt áfram, en það var einnig án árangurs. Mælti hann kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, getur Tómas þess möguleika, að hægt sé að sundurgreina basalt. Hann segir m. a. í bréfinu: „Hinni spurningunni, hvort hægt sé að hreinsa miður æskileg míneröl eins og t. d. segulstein og ólivín úr blágrýtissandinum, er ennþá ósvarað, en ég geri mér góðar vonir um, að hreinsa megi allmikið af segulstein- inum með raísegli úr möluðum sandi.“ með því, að notaður yrði innfluttur kísilsandur sam- an við hin íslenzku hráefni, svo að kísilsýruhlut- fallið hækkaði upp í 2,2. Var það hið sama og F. L. Smidth & Co. hafði gert. Þegar skýrsla Elmquists barst atvinnumálaráðu- neytinu í hendur, urðu menn fyrir sárum vonbrigð- um, einkum hvað þetta atriði snerti, enda hafði því verið -haldið fram í greinargerðinni með frumvarpi til laga um sementsverksmiðju, að sementið ætti að framleiða úr íslenzkum hráefnum eingöngu og þau fengjust auk heldur „öll . . . á sama stað“, þ. e. í Önundarfirði. Þegar sementsverksmiðjunefndin tók til starfa í byrjun árs 1949, lét hún það verða sitt fyrsta verk að athuga nánar möguleika til segulhreinsunar sands úr Önundarfirði, því að þá var ekki kunnugt um skeljasand utan Vestfjarða og eigi heldur vitað um hentugt kísilsýruríkt viðbótarefni í skel og basalt. Hafði hún samband við nokkur amerísk fyrirtæki, sem framleiða segulhreinsunarvélar, og spurðist fyi'ir um álit þeirra á því, hvort hægt myndi vera 1) að skilja basaltsand frá skeljasandi með segul- magni og 2) að sundurgreina fínmulið basalt svo með segul- magni að kísilsýruhlutfallið í nokkrum hluta þess hækkaði til muna. Fengu fyrirtækin sand úr Önundarfirði og basalt úr Patreksfirði til tilrauna þeirra, er þau tóku sér fyrir hendur. Fyrirtæki þessi voru í fyrstu allvongóð um, að hreinsun og sundurgreining mætti takast. En þeg- ar farið var að reyna þetta á efnunum sjálfum, kom brátt annað hljóð í strokkinn. Þá fóru erfiðleikarnir að sýna sig. Magnetítið segulmagnaðist ekki eins mikið og nauðsynlegt var, og samloðun milli agn- anna í möluðum sandinum reyndist mikil. Þótti af þeim ástæðum ógerningur að skilja malaðan sand- inn sundur með þessum hætti, þegar um verulegt magn væri að ræða. Einnig þótti ógerningur að skilja sundur ómalaðan sandinn, þegar hann væri blandað- ur vatni, en ef til vill væri mögulegt að skilja ómal- aðan basaltsandinn frá skeljasandinum, ef sandurinn væri þurrkaður. Að fengnum þessum upplýsingum gerði sements- verksmiðjunefndin ráð fyrir að nota skeljasand í sementið og blanda hann basaltsandi, en nota inn- fluttan kísilsand til að hækka kísilsýruhlutfallið upp í 2,2. Eins og sagt var að framan fannst mjög kísilsýru- ríkt líparít í Hvalfirði skömmu eftir að sements- verksmiðjunefndin lauk störfum. Er nú ráðgert að nota það til framleiðslu sementsins í stað hins inn- flutta kísilsands, enda reynist magn þess nægilegt. Eru þar með fengin öll hráefni, sem í sementið þarf að nota. Þótt eigi sé hægt að taka svo til orða, að þau séu „öll á sama stað“, eru þau þó öll innlend,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.