Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 22
76 TÍMARIT V.F.I. 1949 endilangan bæinn með allt það sement, sem ekki er notað í bænum sjálfum. Öll þessi umferð með þunga- flutning ætti að bætast við það, sem fyrir er. Hafa þeir menn, sem mest hafa haldið Örfirisey á lofti fyrir sementsverksmiðju, íhugað í raun og veru, hvílík vandræði gætu af þessu hlotizt? Mér er hins vegar kunnugt um, að margir af ráðamönnum þessa bæjar gera sér það fullljóst, að margt getur verið Reykjavíkurbæ hagkvæmara en það, að öllu sé dengt í bæinn. Þessir menn hafa augun opin fyrir því, hve hagkvæmt það einmitt er að fá dreifingarmiðstöð fyrir Reykjavík og þau héruð, sem hingað sækja sement, utan við bæinn, svo að enginn flutningur með þá þungavöru þurfi að fara fram um bæinn sjálfan, nema þar eigi að nota sementið. En fleiri atriði voru einnig tekin til greina, þegar sementsverksmiðjunni var valinn staður. Bjarni Ásgeirsson, þáverandi atvinnumálaráðherra, lét þess t. d. getið í blaðaviðtali sama daginn og verksmiðjunni var ákveðinn staður á Akranesi, að það hafi einkum verið fernt, er réði úrslitum um það, hvar hann hefði ákveðið verksmiðjunni stað. í fyrsta lagi væri Akranes eini staðurinn, þar sem um afgangsraforku yrði að ræða handa verksmiðj- unni í náinni framtíð. I öðru lagi kvaðst hann líta svo á, að það væri þjóðfélagsleg nauðsyn, að hinum meiri háttar atvinnufyrirtækjum væri dreift nokk- uð, en ekki öll reist á einum stað, í Reykjavík. I þriðja lagi væri Akranes sá staður, er í senn lægi öðrum betur við öflun hráefnis og brottflutningi vörunnar fullunninnar. I fjórða lagi væru hafnar- skilyrði á Akranesi álitleg (15). Hér að framan hefur þriðja atriðið verið rætt nokkuð og álit ráðherrans rökstutt. Mönnum hér ætti að vera vel kunnugt um fyrsta og f jórða atriðið. En til enn frekari ábendingar um annað atriðið vildi ég hér að lokum tilfæra ummæli fyrrverandi borgar- stjóra í Reykjavík og þingmanns Reykvíkinga, Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, er hann viðhafði í ræðu í útvarpinu 1. des. s.l. Hann ræddi þar skoð- anir ýmissa manna á því, að völd yfir málefnum þjóðarinnar væru nú um of dregin undir ýmsar stofn- anir í Reykjavík og sagði síðan orðrétt: ,,Hér er þó vissulega úrlausnarefni, sem íhuga þarf til hlítar og án fljótræðis, því að sannarlega breytir ísland um eðli, ef landsbyggðin leggst nið- ur og allir streyma til Reykjavíkur. Eiga allir mikið undir, að svo verði ekki, og engir þó meira en Reyk- víkingar sjálfir“ (16). HEIMILDIR. 1. Bjarni Sæmundsson: Islenzk dýr I. Fiskarnir, bls. 163. Reykjavík 1926. 2. N. Monberg og G. Aude: Rapport over Forundersögelse af Cementprojekt paa Island Sommeren 1936. — Skýrsl- an var send til atvinnumálaráðuneytisins og er dags. i Kaupmannahöfn 27. okt. 1936. 3. E. Elmquist: Report on the Possibilities of Erecting and Working a Portland Cement Works at Patreksfjordur and önundarf jordur in Iceland etc. — Skýrslan var send til atvinnumálaráðuneytisins og er dags. 7. okt. 1948. 4. Atvinnudeild Háskólans. Skýrsla iðnaðardeildar árið 1939, bls. 44. Reykjavík 1941. — Skýrsla iðnaðardeildar árin 1941 og 1942, bls. 18 og 20. Reykjavík 1944. 5. Bréf dags. 11. nóv. 1946 til atvinnumálaráðuneytisins frá F. L. Smidth & Co. A/S, Köbenhavn. 6. Skýrsla dags. 3. ágúst 1949 frá Separation Process Com- pany, Catasauqua, U.S.A. til Kennedy van Saun Mfg. & Eng. Corp., New York. 7. Greinargerð með frumvarpi til laga um sementsverk- smiðju. Alþingistíðindi 1947, þingskjal 73. 8. Jón E. Vestdal, Jóhannes Bjarnason og Haraldur Ás- geirsson: Skýrsla um störf sementsverksmiðjunefndar. Reykjavík 1949. 9. Jón E. Vestdal: Rannsóknarferðir vegna athugana á skeljasandi hæfum til sementsframleiðslu. Skýrsla um störf sementsverksmiðjunefndar, bls. 79—92. Reykjavík 1949. 10. B. Kullenberg: The Piston Core Sampler. Svenska hydro- grafisk-biologiska kommissionens Skrifter. Tredje Serien: Hydrografi. Band 1. Háfte 2. 11. Tómas Tryggvason: Das Skjaldbreid-Gebiet auf Island. Eine petrografische Studie. Bull. of the Geol. Instit. of Upsala, Vol. XXX, bls. 313. 12. Bréf dags. 28. sept. 1949 frá F. L. Smidth & Co. A/S, til stjórnar sementsverksmiðju ríkisins. 13. Bréf dags. 16. marz 1949 frá F. L. Smidth & Co. A/S til sementsverksmiðjunefndar. 14. Bréf dags. 8. ág. 1949 til atvinnumálaráðuneytisins frá stjórnskipaðri nefnd til að gera tillögur um staðsetn- ingu sementsverksmiðju, og voru nefndarmenn Jón E. Vestdal, formaður, Helgi Þorsteinsson, Sigurður Símonar- son og Einar Erlendsson. Álit nefndarinnar var birt m. a. í ýmsum dagblaðanna í Reykjavík 10. ág. 1949. 15. Tíminn, 10. ágúst 1949: Ákveðið, að sementsverksmiðj- an skuli reist á Akranesi. 16. Bjami Benediktsson: Stjórnarskrármálið. Morgunblaðið 3. des. 1949. Steindórsprent h.f.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.