Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 17
TÍMARIT V.F.I. 1949 71 Engu skal um það spáð, hvort þarna muni finnast nægilegt- magn af hentugum kísilsýruríkum steini, þótt óneitanlega bendi margt til þess, að svo muni verða. Sjálfur hef ég harla lítið vit á jarðfræði, en Jóhannes Áskelsson, sem betur ætti að vita, telur líkurnar yfirgnæfandi, að nóg magn muni verða fyrir hendi. Þess vegna var í það ráðizt, að kanna svæðið og verður ef til vill tækifæri til þess -síðar að skýra nánar frá þeim athugunum. Verður þá jafn- framt greint frá kemískri samsetningu steinsins eða steinanna, sem um er að ræða. En það, sem nú hefur sagt verið, verður að nægja í bili. 8. mynd. Smásjármynd af basalti úr önundarfirði, stækkun 1:200. Svörtu blettirnir eru magnetít, dökku blettirnir pýroxen, en ljósasti hluti steinsins er plagíóklas (feldspat). — Þunn- sneiðina hefur Tómas Tryggvason lánað góðfúslega, en mynd- ina tók hann og Sigurður Pétursson. 9. mynd. Smásjármynd af basaltsandkorni úr Önundarfirði, stækkun 1:200. Sjá skýringar við 8. mynd. IV. Hagnýting hráefnanna. Ég hef nú í stuttu máli skýrt frá því, hver hrá- efni séu hér á landi tiltækilegust til sementsfram- leiðslu, að því er bezt er vitað. Flestir þeirra, sem fjallað hafa um sementsframleiðslu hér á landi, hafa verið á einu máli um það, hvernig ætti að hagnýta þessi efni. I áætluninni 1936 var gert ráð fyrir að nota skeljasand sem kalkríkt efni í sementið, blanda hann leir, en bæta þessi hráefni síðan upp með kísil- sýruríku steinefni, unz kísilsýruhlutfallið væri komið upp í 2,2. Þá var mælt með hverahrúðri, enda var sú verksmiðja, sem þá var í ráði að byggja, ætluð til framleiðslu á aðeins 25 þús. tonnum sements ár- lega og ráðgert að reisa hana í námunda við Reykja- vík (2). Þegar næst var gerð áætlun um sementsverk- smiðju (1946), var ráðgert að nota skeljasand bland- aðan hæfilegu magni af basaltsandi, en bæta síðan í þá blöndu innfluttum kísilsandi, unz kísilsýruhlutfallið væri komið upp í 2,2 (5). Hinn innflutti kísilsand- ur var tekinn fram yfir hverahrúðrið einungis kostn- aðarins vegna. Þess ber þó einnig að gæta, að magn þess hverahrúðurs, sem er tiltækilegt, er mjög tak- markað og myndi hrökkva skammt, þegar um 75 þús. tonna árlega framleiðslu sements er að ræða. Báðar þessar fyrstu áætlanir voru gerðar hjá F. L. Smidth & Co. í Kaupmannahöfn. Sú áætlun, sem næst er gerð, sker sig úr öllum öðrum áætlunum, sem gerðar hafa verið um sements- verksmiðju hér á landi. Hana gerði Haraldur Ás- geirsson, og er hún prentuð í greinargerðinni, er fylgdi frumvarpi til laga um sementsverksmiðju og lagt var fyrir Alþingi 1947 (7). Þar er gert ráð fyrir að nota í sementið einungis skeljasand og bas- altsand, en skilja basaltið þó áður í sundur. Fyrst er ymprað á slíkri hreinsun mér vitanlega í skýrslu frá Tómasi Tryggvasyni og Haraldi Ás- geirssyni til atvinnumálaráðuneytisins um „yfirlit yfir rannsóknir á sementshráefnum sumarið 1946“ (7), og er þar gert ráð fyrir, að slík sundurgreining basaltsins megi takast með fleytingu. Síðar var sú aðferð reynd til að kljúfa basaltið í sundur, m.a. í rannsóknastofu F. L. Smidth & Co. í Kaupmannahöfn, en án árangurs (13). Hins vegar tókst mæta vel að skilja basaltsand frá skeljasandi með fleytingu, eins og þegar var sagt, en sundur- greiningin aftur á móti ekki. Til er þó annar möguleiki til sundurgreiningar basaltsins. Hann er sá að nota segul til að draga að sér þann hluta basaltsins, sem getur segulmagnazt.*) *) Það mun vera Tómas Trvggvason, sem átti hugmynd- ina að sundurgreiningu basalts með segulmagni, þótt eigi verði það með vissu ráðið af þeim skjölum, sem fyrir hendi eru i atvinnumálaráðuneytinu mál þetta varðandi. En í bréfi dags. 9. nóv. 1946 til Steinþórs Sigurðssonar, er þá var fram-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.