Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 21
TÍMARIT V.F.I. 1949 75 finna megi hentugri stað í Reykjavík eða nágrenn- inu en Geldinganes. Þótt slíku hafi oft verið hald- ið fram meira af kappi en forsjá, er sjálfsagt að hyggja nánar að þessum stöðum. Álftaness hefur áður verið getið, og mun óþarft að eyða fleiri orðum að þeim stað. Næst kemur þá til athugunar Kleppsholtið. Það hefur þann kost fram yfir Geldinganesið, að það er nær Reykjavík. Mundi við það sparast nokkur kostn- aður vegna flutnings verkamanna til og frá vinnu. Sá sparnaður er langt frá því að vega upp á móti ofangreindum mismun, svo að óþarft mun að gera þeim stað nánari skil. Skildinganes eða annar staður hérna megin Skerja- fjarðar hefur litla kosti fram yfir Kleppsholtið, þótt þar væri fáanlegur staður fyrir verksmiðjuna. Hafnarfjörður hefur engan kost fram yfir Akra- nes. Þótt aðstæður til verksmiðjubyggingar væru þar allar jafngóðar og á Akranesi, þá eru flutning- ar þaðan miklu óhagstæðari. Kostnaðurinn við flutn- ing á því sementi, sem flytja þarf til Reykjavíkur og aukinn flutningskostnaður þess sements, sem flytja þarf austur fyrir fjall, myndu verða engu minni en flutningskostnaður frá Akranesi sjóleiðis til Reykjavíkur. En frá Hafnarfirði er ekki til að dreifa mjög bættum aðstæðum til dreifingar á áður- nefndum 5 þús. tonnum af sementi, sem notuð eru vestanlands. Er þá komið að þeim staðnum, sem þótt hefur álitlegastur legu sinnar vegna, Örfiriseyjar. Sá stað- ur hefur þann kost fram yfir alla þá staði í ná- grenni Reykjavíkur, er ég hef nú nefnt, að hann er við höfnina, og við það lækkar stofnkostnaður verksmiðjunnar verulega. Að því leyti er hann lík- astur verksmiðjustæðinu á Akranesi. En efins er ég í því, að hægt sé að koma sementsverksmiðju haganlega fyrir í Örfirisey á svæði því, sem þar er óráðstafað, og enn meira efins, að byggingaleyfi fengist fyrir verksmiðjuna þar, þótt eftir því væri sótzt. Samt vil ég í þessu sambandi gera ráð fyrir, að hvorugt yrði verksmiðjubyggingu þar til traf- ala, enn fremur gera ráð fyrir því, að aðstæður all- ar þar yrðu jafnhagkvæmar og á Akranesi, lóðin væri ókeypis, sama ívilnun væri um hafnargjöld á báðum stöðunum, verð á vatni og rafmagni hið sama, opinber gjöld hin sömu o. s. frv. Þá myndi stofnkostnaður verksmiðju í Örfirisey verða lægri en verksmiðju í Geldinganesi og sennilega hinn sami og á Akranesi. Hins vegar er framleiðslukostnaöur sements í verk- smiðju í Örfirisey hærri en í verksmiðju á Akranesi, þótt munurinn sé ekki eins mikill og þegar um verk- smiðju í Geldinganesi er að ræða. Hækkunin stafar af dýrari hráefnum, sem mun nema kr. 1,80 pr. t sements samkvæmt áætlunum sementsverksmiðju- nefndar og því, er áður var sagt um líparítið í Hval- firði. Enn fremur af flutningi verkafólks til og frá vinnu, en það er orðin föst venja að flytja verka- fólk til og frá vinnu á kostnað vinnuveitanda og a.m.k. að nokkru leyti í vinnutíma, þegar vinnustað- ur hefur legu innan Reykjavíkur svipaða því sem Örfirisey hefur, enda hefur þessi og orðið raunin í sambandi við þær framkvæmdir, sem unnið hefur verið að í Örfirisey að undanförnu. Ég vil gera ráð fyrir, að kostnaður vegna þessa flutnings verka- manna verði þriðjungur þess, sem sementsverk- smiðjunefndin áætlaði hann frá Geldinganesi, eða kr. 1,70 pr. t sements. Verður framleiðslukostnaður sements í verksmiðju í Örfirisey því kr. 3,50 pr. t hærri en á Akranesi. Sé sú tala sett inn í þá útreikn- inga, sem áður voru gerðir um Geldinganes, kr. 3,50 í stað kr. 10,50, verður mismunurinn kr. 122.500 á ári, í stað tæpra 650 þús. kr. á ári, þegar um Geld- inganes var að ræða, en einnig hér Akranesi í vil. Munurinn er að vísu ekki mikill, rúmlega kr. 1,50 pr. t af sementi, en gefur þó ákveðna visbendingu. Þegar svo margt annað bætist við, sem allt bendir í sömu átt, ættu ekki að þurfa að vera skiptar skoð- anir um það, hvar sementsverksmiðjan skuli byggð. Ég gat þess áðan, að ég væri efins í því, hvort fást myndi byggingarleyfi fyrir sementsverksmiðju í Örfirisey, þótt eftir því væri sótzt. Þetta álit mitt læt ég í ljós af mörgum ástæðum, en hér vil ég að- eins geta einnar. Fyrirhuguð sementsverksmiðja á að framleiða 75 þús. tonn af sementi á ári. Af því, er að framan hefur verið sagt, má sjá, að um 50 þús. tonn af því sementsmagni verða flutt frá verksmiðjunni á bifreiðum, sé hún staðsett í Reykjavík. Sá flutning- ur fer fram aðallega 4—5 mánuði ársins, eða á um 100 dögum. Sé gert ráð fyrir, að hver bifreið taki 5 t og flutningarnir fari fram 8 klst. á dag, fer bifreið frá verksmiðjunni fimmtu hverja mínútu að meðaltali. Nú er það ævinlega haft á bak við eyrað og við það miðað í öllum áætlunum, að framleiðslu- magn verksmiðjunnar kunni að tvöfaldast áður en mjög langt líður og þá væntanlega einnig það sem- entsmagn, sem flutt verður á bifreiðum frá verk- smiðjunni. Þá myndi bifreið fara frá verksmiðjunni að meðaltali aðra eða þriðju hverja mínútu og bif- reiðar að sjálfsögðu koma til verksmiðjunnar jafn- ört. Enginn skyldi svo láta sér detta í hug, að um- ferðin dreifðist jafnt á allar átta klukkustundir dagsins. Nú eru aðstæður með þeim hætti í Örfirisey, að þeg- ar bifreiðar færu frá sementsverksmiðjunni, myndu þær fyrst þurfa að fara milli tveggja langra verk- smiðjubygginga*), og getur bilið milli þeirra ekki talizt breitt götustæði. Síðan liggur leiðin langan veg með- fram höfninni, og að lokum þarf að fara í gegnum *) Hér er átt við verksmiðjubyggingar Faxa h.f. í Örfirisey.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.