Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 Fréttir DV ««8 f§ : mmmm Myndlistarmaöurinn Ólafur Elíasson er sagður hafa leitt vinnu heimsþekktra lista- manna á Eiðum í fyrrasumar og mun gera það aftur næstu tvö sumrin. Eigendur Eiða segja hægt að vinna verkefnið annars staðar og vilja sleppa við fasteignagjöld. Sveitarfélagið segir nei. Neytendasamtökin og Samkeppnisstofnun óska skýringa Villandi auglýsingar Heimsferða Nýr ferðabæklingur ferðaskrifstofunnar Heimsferða, sem barst inn um lúgur lands- manna um helgina, er afar villandi og upplýs- ingar sem þar koma fram eru rangar. Á forsíðu bæklings- ins e'r Króatía auglýst sem heitasti áfanga- staður Evrópu þetta árið og að beint flug Heimsferða kosti að- eins tæpar 25 þúsund krónur. Það beina flug sem hér um ræðir er til Italíu, nánar tiltekið Trieste, og þaðan er boðið upp á rúmferð til dvalarstaðar í Króa- tíu. Hvergi kemur heldur fram að uppgefið verð gildir ein- ungis ef um íjölskyldur er að ræða, hjón og tvö börn. Hafi einstaklingur áhuga hækkar flugfarið í tæplega 30 þúsund krón- ur en allir verða þess utan að greiða sérstaklega íýrir rútu frá flugvellinum á Ítalíu tfl Króatíu og tfl baka að lokinni dvöl. Engar kvartanir höfðu borist Neytendasamtök- unum eða Samkeppnis- stofnun vegna þessa en báðum aðdum fannst rík ástæða til að leita eftir skýringum hjá forsvarsmönnum Heimsferða. Andri Már Ingólfsson forstjóri svaraði ekki skilaboðum blaðamanns DV. Andri Már Ingólfsson. Ólafur Elíasson myndlistarmaður hyggst vera með listasmiðju í gamla héraðsskólanum á Eiðum næstu tvö sumur. Ólafur stýrði einnig alþjóðlegri listasmiðju heimsþekktra manna á Eiðum í fyrrasumar, að því er Árni Páll Árnason, talsmaður Eiða ehf., seg- ir í bréfi til bæjarstjórnar Austur-Héraðs. Árni Páll segir Eiðamenn allt eins geta farið annað með áform sín. Þeir vilji að sveitarfélagið sleppi þeim við fasteignagjöld. Athafnamenn boða brottför „Síðastliðið sumar var haldin myndarleg lista- smiðja að Eiðum þar sem þátt tóku flölmargir heimsþekktir listamenn undir forystu Ólafar Elí- assonar. Afrakstur þessa verkefnis mun fljótíega birtast opinberlega og verður grunnur að frekari kynningu á Eiðaverkefninu," segirÁrni Páll í bréfi sem hann skrifaði til sveitarstjórnarinnar með ósk um að eigendur Eiða fengju felld niður fasteigna- gjöld fyrir árin 2002 til 2004. Eigendurnir eru Sig- urjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður. Að sögn Eiðamanna er hægt að vinna verkefnið hvar sem er á landinu þótt Eiðar séu ákjósanlegir vegna náttúrufegurðar. Rekstrarhalli fasteignar- innar og fasteignagjöld geri það hins vegar „ljóst að fórnarkostnaður af staðsetningu verkefnisins að Eiðum verður 5 tfl 6 mifljónir króna á ári.“ Segjast vilja setja upp sýningar Eins og fram kom í DV í gær hafnaði bæjar- stjórnin ósk Eiðamanna um niðurfeUingu fast- eignagjaldanna. Bæjarstjórnin minnti í staðinn á samning sem gerður var þegar Eiðar voru seldir athafnamönnunum og kveður á um að þeir hrindi af stað umfangsmikilli menningarstarfsemi á hin- um gamla skóla- og ferðamannastað. Eiðamenn segja það frágengið að Ólafur Elías- son verði næstu tvö sumrin með sams konar lista- smiðju og hann hafi leitt sumarið 2003. „Verið er að vinna að því að fá sviðslistaverk að Eiðum í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Von- ast er til að unnt verði að sýna þrjú leikverk og eitt ballettverk að Eiðum á næstu misserum," segir Árni og bætir þvr' meðal annars við að stefnt sé að myndlistarsýningu á Eiðum næsta sumar. gar@dv.is Komust ekki alla leið Frægasta strönd í heim- inum, Copacabana í Brasil- íu, er kjaftfull af sóldýrk- endum um þessar mundir. Hásumar er í löndum á suðuhveli en ennfremur er hin mikla kjötkveðjuhátíð landsmanna framundan og flestir vOja líta sem best út fyrir þann atburð. Um sex milljónir ferðamanna sækja Brasilíu heim á meðan henni stendur. Spænska strandgæslan leitar enn lr"ka sjö innflytj- enda sem drukknuðu við sjóslys skammt frá Fuera- ventura á Kanarreyjum. Fjöldi fólks reynir á komast frá Afríku til Kanaríeyja á ári hverju en fæstir hafa það af enda mikil gæsla á hafmu við eyjarnar allar. Er það nánast daglegur atburður að líkum skoli að landi en sem betur fer langt frá helstu ferðamannastöðun- Sólá kroppinn Rtnmnmit Ólafur Elíasson Eigendur Eiða á Héraði segja að afrakstur alþjóð- legrar iistasmiðju, sem Ólafur Eli- asson hafi leitt á Eiðum i fyrra- sumar, liti brátt dagslns Ijós. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra er það sem stjórn- málamenn eru síður en svo þekktir fyrir, að vera heiðarleg- ur inn að beini. Hann er mikill mannasættir og hvers manns hugljúfi. Ákaflega þægiiegur og vill hvers manns vanda leysa. Hann er afar bóngóður, hægur og rólegur og hefur góð áhrifá þá sem umgang- ast hann. Kostir & Gallar Kostir hans eru jafnframt ókostir því það er ekki alltaf hægt að fara sáttaleiðina og hann veigrar sér við að fara í stríð. Hann trúir að það sé hægt að leysa öll mál með samtölum og því vilja hlutirnir dragast á langinn hjá honum. Um hann má segja að Ijúf- menni fari ekki í stríð. Og svo talar hann allt ofhægt. Uppnám í Eiðadvöl filafs Elíassonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.