Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Ævareiðir kvikmyndagerðarmenn vilja sjá hvernig Hrafn fór með opinberan fjárstyrk að upphæð 33 milljónir króna við
gerð myndarinnar Opinberun Hannesar. Kostnaðaráætlun myndarinnar var upp á 60 milljónir króna en Hrafn hefur
þegar fengið 43 milljónir hið minnsta í myndina. Fagmenn telja sig ekki sjá merki þess að myndin hafi kostað meira en
10-20 milljónir ogþvíhafílO milljónir frá RÚVog Wmilljónir frá Björgólfi Guðmundssyni náð að dekka raunkostnað-
inn. Hrafn segist ætla að birta bókhaldið sitt og segir:f/Sá hlær best sem síðast hlær."
Á fundi í Félagi kvikmyndagerðarmanna í síðustu viku var skorað á
Hrafn Gunnlaugsson að birta bókhaldið vegna sjónvarpskvikmyndarinnar
Opinberun Hannesar. Á sama fundi kynntu kvikmyndagerðarmennirnir
Ragnar Santos og Ólafur Jóhannesson mat sitt á raunkostnaði við gerð
myndarinnar. Þeir töldu heildarkostnaðinn vera 12-18 milljónir króna
þegar allt væri metið af sanngirni. DV hefur rætt við fjölda fagmanna, auk
flestra þeirra sem komu að gerð myndarinnar, og áætlar að útlagður kostn-
aður við Opinberun Hannesar hafi verið 11-13 milljónir króna. Þá eru
ótaldar greiðslur Hrafns til sjálfs sín fyrir handritsskrif, framleiðslu, leik-
stjórn, lokaklippingu, eftirvinnslu og samningu tónlistar.
Þegar Hrafn Gunnlaugsson réð
til sín leikara og starfsfólk til að taka
upp myndina Opinberun Hannesar
síðsumars 2002 var öllum gert Ijóst
að litlir peningar væru fyrir hendi til
gerðar myndarinnar. Þetta kemur
fram í samtölum DV við fjölda aðila
sem komu að gerð þessarar um-
deildu myndar. Gera átti ódýra
mynd sem ekki átti að kosta meira
en 10 milljónir. Eftir að upptökum
lauk fékk Hrafn 42 milljónir í mynd-
ina, þar af 32 milljónir af opinberu
fé og þar af 22 milljóna króna styrk
úr Kvikmyndasjóði á grundvelli
kostnaðaráætlunar upp á 60 millj-
ónir. Leikarar og starfsmenn féllust
á það á sínum tíma að slá vel af töxt-
um sínum en eru nú afar ósáttir við
sinn hlut. Mikil ólga er einnig með-
al kvikmyndagerðarmanna sem á
fundi í félagi sínu í síðustu viku
hvöttu Hrafn til að opinbera bók-
hald myndarinnar. Það er gert í ljósi
ásakana um að raunkostnaður við
Opinberun Hannesar hafi verið á
bilinu 10-20 milljónir eða vel undir
þriðjungi af kostnaðaráætlun.
Lúpulegir umkvörtunar-
sinnar
Þrátt fyrir ólgu meðal kvik-
myndagerðarmanna - og DV hefur
rætt við hátt í 20 manns sem starfa
við kvikmyndagerð - gætir tregðu
meðal þeirra til að tjá sig opinber-
lega um fjárhagslega þætti Opinber-
unarinnar. I einkasamtölum spara
menn þó ekki stóru orðin og virtir
framleiðendur og leikstjórar eru
ófeimnir við að kalla sjónvarps-
mynd Hrafns skandal og þjófnað á
opinberu fé. Það virðist einkum
vera tvennt sem fælir kvikmynda-
gerðarmenn frá því að hafa hátt um
„skandalinn" og „þjófnaðinn";
annars vegar sú staðreynd að við-
komandi geti með því skaðað
möguleika sína á verkefnum og
vinnu í geira þar sem samkeppnin
er hörð. Hins vegar er á það bent að
kvikmyndagerðarmenn, flestir
hverjir, haft leikið sama leikinn og
Hrafn er sakaður um þ.e. að verja í
veruleikanum minna fé til mynd-
anna en kostnaðaráætlun segði til
um. Fylgir þó yfirleitt sögunni að
haft aðrir leikið sér að tölum hafi
Hrafn farið svo yfirgengilega útyfir
mörk velsæmis að engin annar
komist í hálfkvisti við hann í þeim
efnum.
Opinbert fé í Opinberunina
Vert er að hafa í huga að milljón-
irnar 23, sem Hrafn fékk úr Kvik-
myndasjóði (þar af milljón í undir-
búningsstyrk), eru aðeins hluti af
skattpeningum sem runnu til
myndgerðarinnar. Því hefur ekki
verið hafnað að Ríkissjónvarpið hafi
borgað 10 milljónir króna fyrir sýn-
ingarréttinn að myndinni. Ofaná
þessar 33 milljónir fékk Hrafn
stuðning frá Björgólft Guðmunds-
syni Landsbankaeiganda að upp-
hæð 10 milljónir króna. Samið hafði
verið um sölu á myndinni til danska
og finnska sjónvarpsins en ekki ligg-
ur fyrir hvað greitt var fyrir þann
sýningarrétt en Hrafn segir sjálfur
að þetta „...hafi ekki verið neinar
milljónir". Ekki liggur fyrir hvort
Hrafni tókst að fá fé annars staðar
frá uppí þær 17 milljónir sem uppá
vantar til að myndin teljist fullfjár-
mögnuð. 60 milljónir sagði áætlun-
in en hvar var raunin?
Opinberun Hannesar Iupphafi voru allir ráðnir á þeim forsendum að þetta yrði ódýr mynd
sem ætti ekki að kosta meira en 10 milljónir króna.
Ódýr leið farin
Við mat á raunkostnaði við sjón-
varpsmyndina verður að hafa í huga
að öll nálgunin við gerð hennar var
eins ódýr og kostur er. Myndin var
þannig tekin á afar ódýrar og litlar
stafrænar tökuvélar sem eru á
næsta þrepi fyrir ofan heimilistöku-
vélar. Hrafn notaði við kvikmynda-
tökur svokallaðar 100 og 150 vélar,
önnur var í eigu Hrafns en hin í eigu
aðaltökumannsins. Það var engin
beinn útlagður leigukostnaður við
myndavélarnar en hægt er að leigja
vél af þessu tagi fyrir 6000 krónur á
dag. Opinberun Hannesar var tekin
upp á tæplega tveggja mánaða
tímabili. Sumir tökudagar voru
stuttir og miðar DV við 30 heila
tökudaga þó að fagmenn, sem blað-
ið hefur ráðfært sig við, bendi á að
það hefði mátt ljúka verkinu á
skemmri tíma.
Dogma
Mjög fáir unnu við upptöku
myndarinnar að leikurum frátöld-
um og voru mest ftmm að vinna við
hana í einu á meðan á upptökum
stóð. Fyrir utan Hrafn sjálfan störf-
uðu tveir myndatökumenn við
myndina þeir Arnar Þór Þórisson og
Sigurbjörn Búi Baldvinsson. Sigrún
Sól Ólafsdóttir var aðstoðarleikstjóri
og Steinþór Birgisson sá um hljóð-
upptöku. Svo að segja engin ljós
voru notuð við upptökuna og hefur
því kostnaður við lýsingu verið í al-
gjöru lágmarki. Engin förðunar-
meistari eða búningahönnuður
vann vð myndina enda er engra
slíkra getið í kreditlista. Eitthvað var
þó um það að leikararnir keyptu á
sig föt og fengu endurgreitt. Ekki
voru notuð nein aukatæki svo sem
vagnar eða kranar við gerð myndar-
innar svo þar hefur fé sparast. Eng-
ar myndatökur voru gerðar í mynd-
veri og engin leikmynd var gerð.
Myndataka fór að mestu fram á
einkaheimili, í Seðlabankanum, á
lögreglustöðinni og utandyra. Eftir-
grennslan hefur leitt í ljós að hvergi
þurfti Hrafn að taka upp veskið til
að greiða fyrir afnot aftökustöðum.
Kvikmyndagerðarmaðurinn fékk
aðstoð lögreglu sem lánaði honum
lögreglubíla, mótorhjól og aðstöðu
til myndatöku á lögreglustöð. Ekk-
ert var greitt fyrir aðstöðu og tækja-
lán. Karl Steinar Valsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn segir að embættið
sýni kvikmyndagerðarmönnum lið-
OPINBERUN HANNESAR - ÚTLAGÐUR KOSTNAÐUR
frá til
Handrit HG
Ráðgjöf v/handrit 150000 200000
Framleiðandi HG
Leikstjóri Aðalleikstjóri HG
Aðstoðarleikstjóri Sigrún Sól Ólafsdóttir 700000 800000
Leikarar Aðalleikarar: Viðar Víkingsson 700000 800000
Jóhanna Vigdís Arnardóttir 250000 300000
Helga Braga Jónsdóttir 150000 200000
Þórhallur Sverrisson 80000 100000
Theódór Þórðarson 140000 160000
Sigrfður Helgadóttir 150000 MH180000
Gunnar Jónsson 100000 120000
Aðrir leikarar 21 talsins 200000 HBÍ250000
Magadans Josy Zareen 40000 50000
Magadansmeyjar María Kristln Steinsson r ' °
Rosana Regimove 0
Áhættuleikarar Björgvin Ploder 60000 80000
Einar Rúnarsson 60000 80000
Framleiðsla
Kamerudeild
Aðaltökum Arnar Þór Þórisson ** 400000 600000
Aukatökum Sigurbjörn Búi Baldvinsson 300000 400000
Myndavélar/leiga** HNMH
Leikmynd 0
Greiðsla tökustaðir 200000 300000
Leikmunir 50000 100000
Búningar 50000 ooooo
Förðun 0
Brellur 0
Stúdíóleiga 0
Grip o
Ljós 50000 70000
Hljóðupptaka Steinþór Birgisson 400000 600000
Upptökukostnaður 150000 200000
Bílafloti 100000 150000
Dýr 0
Filma-framköllun 0
Klipping Forklipping Steinþór Birgisson 400000 600000
Forklipping Viðar Vikingsson *
Lokaklipping HG
Tækjaleiga/klipp 180000 200000
Tónlist Höfundur HG
Útsetningar Guðm. Péturss./Gunnar St. 200000 300000
flytjendur 800000 900000
ráðgjöf 50000 100000
Hljóðvinnsla Kjartan Kjartansson/Bíóhljóð 3000000 3000000
Eftirvinnsla 250000 300000
þrívíddargrafík/grafík Ómar Guðjónsson 200000 250000
Tölvugrafík Ari Kristinsson 100000 150000
Kynning 250000 300000
Ýmis kostn. ca 10% 1000000 1200000
Samtals 10910000 13140000
*heildargreiðsla fyrir leik og aðra vinnu
T* myndataka og vélaleiga