Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 Fréttir DV Grunuðum sleppt Mennirnir tveir sem grunaðir eru um rán í Spron við Hátún þarsíðasta föstudag em lausir úr haldi. Lögreglan ákvað að reyna ekki á aðra framlengingu gæsluvarðhalds þar sem rannsókninni hefur ekki miðað mikið áfram. Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsókn á lífssýnum sem fundust í klæðnaði nærri bankanum, en hún fer fram í Noregi og gæti tekið tvær vikur enn. Engar frekari vís- bendingar hafa borist um sekt mannanna frá því í síðustu viku. — Samskip færa úr kvíarnar Samskip hafa tekið yfir rekstur hollenska flutninga- fyrirtækisins Nedshipping Liner Agencies BV. Neds- hipping er sérhæft í gáma- flutningum milli Skandin- avíu, Finnlands og megin- fands Evrópu. Aflir starfs- menn Nedshipping í Hollandi halda áfram störf- um hjá Samskipum og heyra undir skrifstofu fé- lagsins í Rotterdam. Félagið býr yfir áratuga reynslu í flutningum milli Vestur - Evrópu og Skand- inavíu og nam veltan á síð- asta ári tæpum 400 milfjón- um króna. Ásbjörn Gíslason for- stjóri Samskipa erlendis fagnar þessum áfanga og segir félögin hafa átt gott samstarf á flutningaleiðinni á milli Suður- Noregs og meginlands Evrópu frá þvf Samskip hófu að sigla á þeirri leið í ágúst í fyrra. Hann efast ekki um að kaupin eigi eftir að styrkja enn frekar stöðu Samskipa í Skandinavíu. Þroskahjálp leitar svara „Við eigum fund með Magnúsi Péturssyni for- stjóra á Landspítala Ffá- skólasjúkrahúsi í dag og munum óska eftir því að verða upplýst um hvað taki við þegar endurhæginga- deildinni á Kópavogshæli verður lokað í apríl," segir Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Þroskahjálp- ar. Friðrik segir að lokunin bitni á 23 skjólstæðingum þeirra sem búa á Kópa- vogshæli en auk þeirra séu 32 einstaklingar búsettir annars staðar sem noti þessa þjónustu að jafnaði. „Við viljum fá að heyra það svart á hvítu frá Magnúsi hvað þeir hyggjast fyrir og hvað taki við fyrir þessa sjúklinga en það er alveg ljóst að þeir þurfa á þessari endurhæftngu að hafda," segir Friðrik. Fjöldi einstaklinga með fötlun hefur stóraukist á íslenskum vinnumarkaði. DV greindi frá því í gær að IKEA hefði sagt upp seinþroska stúlku án nokkurra út- skýringa. Forstöðumaður Atvinnu með stuðningi hefur tekið málið upp á sína arma. Hanna Lilja fær nýja vinnu í vikunni „Ég kýs alfarið að tjá mig ekki um þetta mái,“ segir Jóhannes R. Jóhannesson, framkvæmda- stjóri IKEA varðandi uppsögn Hönnu Lilju Bjarna- dóttur, 24 ára seinþroska stúlku. Hún var rekin frá IKEA eftir að hafa starfað þar í fjögur ár án þess að fá eina einustu kvörtun. „Þeir sögðu að það væru breytingar og ég þyrfti að hætta," sagði Hanna Lilja í frétt DV í gær. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vildi Jóhannes R. Jóhannesson ekki tjá sig um mál- ið en uppsögn Hönnu Lilju stendur ennþá. Fyrirtækin standa sig vel Árni Már Björnsson, forstöðumaður Atvinnu með stuðningi sem er þjónusta fyrir einstaklinga með fötlun, segir að ekki sé hægt að dæma allan vinnumarkaðinn út ffá dæmi Hönnu Liiju. „Fyrir- tækjum virðist almennt mjög umhugað að fá til sín einstaklinga með fötlun," segir Árni Már og nefnir sérstaklega Hagkaup og Bónus í því samhengi. „Þau fyrirtæki hafa verið tif fyrirmyndar og greini- lega áttað sig á þeim verðmætum sem felast í því að hafa einstaklinga með fötlun innanborðs. „Við höfum þegar skipulagt fundmeð Hönnu og móður hennar á fimmtudaginn og munum fara í það að út- vega henni aðra vinnu." Einstaklingum með fötlun fjölgar á vinnumarkaðnum Um 50 einstaklingar starfa í fjölda fyrirtækja á vegum Atvinnu með stuðningi. „Þát- taka einstaklinga með fötlun á atvinnumarkaðnum hef- ur stóraukist síðan við fórum af stað árið 1999,“ segir Árni Már. „Sum fyrir- tæki hafa líka nýtt sér svokall- aðan vinnu- samning öryrkja sem gengur út á að Trygg- I ingar- stofn- II ir allt að 75% launa einstaklinga með fötlun aftur til fyrirtækisins," útskýrir Árni. „Samningar af þessu tagi eru mjög jákvæðir og virka hvetjandi á fyrirtæki en það er kannski helst að vifjann vanti hjá hinu opinbera til að ráða til sín |pS|s. einstaklinga með fötlun." Vinnan snýst um virðingu Árni bendir einnig á að mikil- vægt sé fyrir einstakling með fötlun að hafa vinnu. „Þetta hefur meira með virðingu og sjálfsmynd að gera en bara fjárhagslegu hliðina," segir B Árni Már. „Það er líka mun ódýrara fyrir hið opinbera að einstaklingar með fötlun séu á hinum almenna vinnu- markaði, til dæmis í formi f skerðingu bóta." Eins og áður hefur komið fram stendur ekki til hjá IKEA að endurráða Hönnu Lilju. „Þetta er auðvitað leiðinlegt mál en ekki hægt að taka það sem dæmi um það sem almennt gerist á vinnumarkaðnum," segir Árni. „Við höfum þegar skipulagt fund með Hönnu og móður hennar á fimmtudaginn og munum fara í það að útvega henni aðra vinnu." simon@dv.is un endur greið- Árni Már Björnsson „Fyrirtækjum virðist almennt mjög umhugað að fá til sin einstaklinga með fötlun." Hefur guð fyrirgefið konunni? Svarthöfða rak í rogastans nú í morgun þegar hann var búinn að nudda stírurnar úr augunum og smeygja sér í klossana og tölta á þeim fram í anddyri og teygja sig í DV. Það sem vakti undrun Svart- höfða var fréttin efst í eindálknum á síðu tvö sent fjallaði um umsækj- endur um prestsembætti í Mosfells- dal. Hvorki fleiri né færri en 21 prest- ur og/eða guðfræðingur sækir um þetta brauð. Þetta þótti Svarthöfða í sjálfu sér furðum 'sæta. 21 umsækjandi um eina stöðu er meira en lítið og Svart- höfði furðaði sig stórum á því hví svona mikil ásókn væri í þetta starf. Svarthöfði hélt nefnilega að þetta væri erfitt og vanþakklátt starf. Prestar þurfa sífellt að vera hringla eitthvað yfir dánu eða deyj- Svarthöfði andi fólki, tala milli öskuvondra hjóna og vinna önnur sorgleg og leiðinleg störf. Svarthöfði mundi að minnsta kosti heimta himinhátt kaup fyrir annað eins og þetta, jafnvel þótt með í kaupunum fylgi vissulega ýmsir ánægjulegri atburðir eins og giftingar, skírnir og þess háttar. En þar sem Svarthöfði hafði þóst telja að prestar væru ekki ofsælir af laun- um sínum, þá þótti honum fram- boðið af sóknarprestum - sem fjöldi umsækjenda gaf til kynna - með mestu ólíkindum. En það sem olli Svarthöfða þó enn meiri heilabrotum var sá fjöldi sem sótti um, eða sautján konur á móti aðeins fjórum körlum. Og Svarthöfða rámaði í að hafa heyrt um daginn að kynjahlutfallið hefði verið eitthvað ámóta þegar auglýst var eftir prestum í Grafarvog. Og Svarthöfði lagðist í þunga þanka um hvað væri eiginlega á seyði í íslensku þjóðkirkjunni. Nú er Svarthöfði síður en svo á móti kven- prestum. Og það er ekki vanþörf á að rétta af hlutfallið eins og það er núna, hugsaði Svarthöfði meira að segja með sér, jafnréttissinnaður sem hann er. En haldi þessi þróun áfram munu ekki líða nema nokkur ár, kannski áratugur, þangað til kon- ur verða komnar í yfirgnæfandi meirihluta meðal presta. Og hver er ástæða fyrir þessu? Eru konur trúaðri en karlmenn? Eru konur í nánari tengslum við guð en karlmenn? Eru konur betur tif þess fallnar að vera prestar en karlmenn? Eru konur kannski einfaldlega betri en karlmenn? Hefur guð loks fyrir- gefið Evu eplaátið í Paradís? Kona Svarthöfða, Svarthöfða, lá enn og svaf sínum fegurðarblundi þar sem Svarthöfði staulaðist inn úr anddyrinu með DV og hugðist bera þetta undir hana. Og Svarthöfði skildi strax hvernig í öllu lá - slík var hin guðlega fegurð konunnar... Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.