Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004
Fréttír W
Enginn sátta-
hugur í ísrael
ísraelsk stjórnvöld hafa
aðhafst lítið til að letja íbúa
landsins til að
byggja á svæð-
um sem til-
heyra Palest-
ínumönnum. Á
Givat Haroeh
fjölgaði húsum um þrjú á
einni helgi þrátt fyrir loforð
um að þau þrjú hús sem
þar stóðu áður yrðu fjar-
lægð hið fyrsta.
Þykja þessar dræmu
undirtektir réttlæta sívax-
andi þrýsting erlendra
þjóða á ísraela enda hafa
þeir ekki sýnt neina tilburði
til að koma til móts við
Palestínumenn.
Framkvæmdir
í Kína
Miklar framkvæmdir
eiga sér stað í höfuðborg
Kína þessa dagana. Bygg-
ingaverkamenn eru önnum
kafnir enda mikil verkefni
framundan vegna ólympíu-
leikanna sem haldnir verða
þar árið 2008. Enn fremur á
að halda fyrstu keppni For-
múlu 1 í landinu í septem-
ber næstkomandi og verður
að byggja kappaksturs-
brautir eftir kúnstarinnar
reglum vegna þess.
Veðjað á
kakkalakka
Búist er við allt að sjö
þúsund manns á árlega
kakkalakkakeppni sem
haldin verður í Brisbane í
Ástralíu á þjóðhátíðardegi
Ástrala þann 26. janúar
næstkomandi.
Margir þeirra koma með
sína eigin kakkalakka til
þátttöku en keppnin þykir
spennandi og er
venja að veðja um
úrslit keppninnar.
Margvíslegar
þrautir verða
lagðar íyrir skor-
dýrin en ekki
fylgdi sögunni
hver verðlaunin verða.
„Hér í Bolungarvík er heilmikið
um að vera og þar ber auðvitað
hæst þorrablótið okkar næsta
laugardag, 24. janúar, “ segir
Magnús Ólafs Hansson í Bol-
Landsíminn
ið er heimsfrægt fyrir margra
hluta sakir, svo sem að á það
mæta konur ekki nema í upp-
hlut eða peysufötum og karlar
aðeins í dökkum fötum. Fyrir
nokkrum árum tókst mér að
vekja stemmningu
fyrir þvi að menn
kæmu iþjóðbúningi
karla og 93% þeirra
komu þannig klæddir
á blótið.Ætli það hafi
ekki verið eitthvað
nærri 80 karlar. Nú, til
sjávarins hér i Vikinni
hafa gæftir verið frek- Magnús Ólafs
ar lélegar aðundan- Hansson í Bol-
förnu, en aflabrögð un9arvík-
ágæt þegar gefið hefur á sjó.
Það er nýtega kominn bátur
sem héðan er gerður út, Páll á
Bakka, en að útgerðinni standa
þeir Pálmi Stefánsson og Eggert
Jónsson á Isafirði. Hér snjóaði
talsvert um daginn en þó ekki
þannig aðkominn sé skíðasnjór.
Með öðrum orðum þá var þetta
hriðarskot minna en mörg sem
komið hafa i timans rás."
Pétur Blöndal var úrskurðaður hæfur til að stýra fundum efnahags- og viðskipta-
nefndar um sparisjóðina. Upplýsinga verður aflað um hæfisreglur þingmanna í ná-
grannalöndum. Lagaprófessor hefur verið falið að gera grein fyrir lagalegri stöðu
þingmanna varðandi hæfi eða vanhæfi.
Pétur Blöndal var ekki vanhæfur til að sitja eða
stýra fundum efnahags- og viðskiptanefndar þeg-
ar málefni sparisjóðanna voru þar til umræðu,
samkvæmt úrskurði Halldórs Blöndal, forseta Al-
þingis, í gær. Pétur er stofnfjáreigandi í SPRON og
hefur hagsmuni af því að kaup KB banka á SPRON
gangi eftir.
Forseti Alþingis segir að engar reglur útiloki
þetta. Þingmenn megi hins vegar ekki greiða at-
kvæði með fjárveitingu til sjálfra sín. Deilan snýst
fyrst og fremst um ólíka túlkun á þeirri lagagrein.
Guðmundur Árni Stefánsson og aðrir Samfylking-
armenn telja hana eiga við Pétur, þar sem spari-
sjóðamálið varði í raun fjárveitingu til hans.
Guðmundur Árni, sem sæti á í forsætisnefnd,
vísar í eldra mál þar sem Vilhjálmur F.gilsson al-
þingismaður hafði talað með einkasölu áfengis
sem framkvæmdastjóri Verslunarráðs.
„Þá úrskurðaði forseti Alþingis, Ólafur G. Ein-
arsson, að ákvörðun um hvort hann stýrði fund-
um nefndarinnar, þegar máiið væri til umfjöllun-
ar, væri í höndum nefndarinnar sjálfrar," segir
Guðmundur Árni. Hann gerir ráð fyrir að þessi
verði tillaga Samfylkingarinnar á næsta fundi
efnahags- og viðskiptanefndar þegar mál spari-
sjóðanna verða rædd.
„Ég sé hvergi möguleika í lögunum á þessari
leið,“ segir Pétur Blöndal. „Ég held að þetta mál sé
allt saman hrein og klár pólitík, ætluð til að
klekkja á mér. Samkvæmt lögum ber þingmanni
að mæta á fundi Alþingis nema nauðsyn banni.
Það var engin nauðsyn sem kom í veg fyrir að ég
mætti á fundinn. Formaður skal stýra fundi ef
hann er mættur, svo þetta er mjög skýrt. Það er
með ólíkindum að aðrir þykist sjá aðra túlkun á
lögunum."
„Þarna er uppi lagalegur og siðferðislegur
ágreiningur. Það sér hver maður hvaða hagsmuni
Pétur Blöndal hef-
ur í málinu," segir
Guðmundur Árni.
„Þetta er
búið. Ég
þess að
málefni
sjóðanna
tekin upp
efnahags
ekki
vænti
þegar
spari-
verða
á ný í
og við-
Guðmundur Árni Stefánsson.
„Þarna er uppi lagalegur og siðferöis-
legur ágreiningur. Þaö sér hver mað-
ur hvaða hagsmuna Pétur Blöndal
hefuri málinu"
skiptanefnd
verði framhald á
þessari um-
ræðu.“
Málið er um-
deilt, og jafnvel
nokkrir liðs-
menn beggja
stjórnarflokka
telja að Pétur
eigi að víkja
sæti þegar
sparisjóðirnir eru ræddir. Birgir Ármannsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á bæði í
efnahags- og viðskiptanefnd og forsætisnefnd, er
þeirrar skoðunar að Pétur eigi ekki að víkja.
Halldór Blöndal hefur farið þess á leit við Pál
Hreinsson lagaprófessor að hann semji greinar-
gerð um almenna lagalega stöðu
þingmanna varðandi hæfi eða
vanhæfi. Þá hefur skrifstofu-
stjóra Alþingis verið falið að
afla upplýsinga um hæfis-
reglur þjóðþinga ná-
grannalanda.
Boðað verður til
fundar í efnahags- og
viðskiptanefnd eins
fljótt og nefndar-
menn geta mætt,
og verður hann að
líkindum haldinn
eftir næstu helgi.
„Þá úrskurðaði forsetiAI-
þingis, Óiafur G. Einarsson,
að ákvörðun um hvort hann
stýrði fundum nefndar-
innar, þegarmálið
væri til umfjöll-
unar, væri í
höndum
nefndar-
innar
sjálfrar.‘
Pétur Blöndal „Égheldað
þetta mál séallt saman hrein
og klár pólitik, ætluð til að
klekkja á mér.“
Aðeins fæst greitt upp í hluta krafna vegna gjaldþrots
Margar kröfur í þrotabú útgáfufélags DV
Frestur rann út í gær til að skila
kröfum í þrotabú útgáfufélags DV.
Þorsteinn Einarsson, skiptastjóri
þrotabúsins, segist ekki hafa yfirsýn
yfir heildarupphæð krafnanna að
svo stöddu.
„Þetta er mjög mikið af kröfum
og heilmikil vinna að fara yfir þetta.
Upphæðin mun ekki liggja fyrir
strax," segir Þorsteinn. Ljóst er að
aðeins fæst greitt upp í hluta krafn-
anna, en Þorsteinn sagðist, enn
sem komið væri, ekki geta sagt til
um að hversu miklu leyti það yrði.
Um fimmtíu manns misstu vinnu
sína við gjaldþrotið og á fjórða
hundrað blaðberar áttu rétt á að
gera kröfu í búið. Eigi þrotabúið
ekki fyrir 65 milljóna króna skuld
opinberra gjalda eru stjórnarmenn
félagsins persónulega ábyrgir.
Blaðið skuldaði um 1100 milljónir
króna þegar það fór í gjaldþrot, en
bókfærðar eignir töldust 790 millj-
ónir, að sögn Jóhannesar Rúnars
Jóhannssonar, tilsjónarmanns
meðan blaðið var í greiðslustöðv-
un. Gunnar Thoroddsen hjá Lands-
bankanum sagði tap DV á síðustu
sex mánuðum hafa verið um millj-
ón króna á dag. Stærstu lánar-
drottnar blaðsins voru Landsbank-
inn, Búnaðarbankinn Kaupþing, ís-
landsbanki og Árvakur, útgáfufélag
Morgunblaðsins. Skuldin við Ár-
vakur var til komin vegna prentun-
ar blaðsins og var yfir 100 milljónir
króna. Morgunblaðið sýndi áhuga á
að kaupa þrotabúið en Landsbank-
inn leysti til sín rekstur og eignir DV
úr þrotabúinu og seldi þær Frétt
ehf. Greitt var fyrir þrotabú DV með
nýju hlutafé í Frétt ehf. og á Lands-
bankinn nú 22% í félaginu.
Höfuðstöðvar DV Greitt var fyrir þrotabú DV með nýju hlutafé í Frétt ehf. og á Landsbankinn
nú 22% i félaginu. Fréttablaðið ogDV eru nú starfrækt í húsinu.