Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004
Fókus ÐV
Klassík • Hulda Björk Garðars-
dóttir sópran og Ólafur Kjartan Sig-
urðarson baritón flytja brot af því
besta úr smiðju Gershwins ásamt
Kurt Kopecky píanóleikara á hádeg-
istónleikum í Islensku óperunni. Bla
Bla Bla er yfirskrift tónleikanna og
flytja þau sönglög og dúetta úr
söngleikjum og óperum Gershwin-
bræðra, þar á meðal Porgy og Bess,
„Oh, Kay“ og Lady, Be Good. Tón-
leikarnir hefjast kiukkan 12.15.
• Rúnar Óskarsson klannettuleik-
ari, Þórunn Ósk Marinósdóttir
víóluleikari og Ami Heimir Ingólfs-
son píanóleikari flytja verk
eftir Mozart, Schumann og fleiri í
Salnum, Kópavogi klukkan 20.
Kvikmyndir • Kvikmynda-
safn fslands sýnir kvikmyndina Nýtt
lff eftir Þráin Bertelsson í Bæjarbíói,
Strandgötu 6, Hafnarfirði, klukkan
20.
Fundir og fyrirlestrar
•Kristín Astgeirsdóttir sagnfræðing-
ur flytur fyrirlestur í Norræna hús-
inu klukkan 12.05 í fyrirlestraröð
Sagnfræðingafélags Islands, Hvað er
(um)heimur? Fyrirlesturinn nefnist:
„Þar sem völdin eru, þar eru kon-
Þriðjudagsbiljarð
Lífið eftir vinnu
urnar ekki." Áhrif kvennaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna á fslandi.
• Ingvill T. Plesner, doktorsnemi
við Norsku mannréttindaskrifstof-
una, heldur fyrirlestur í Þingvalla-
stræti23, stofu 24, klukkan 16.30.
Fyrirlesturinn nefnist Trúfrelsi, ríki
og kirkja í Evrópu. Þar er velt vöng-
um yfir því hvort hægt sé að tryggja
trúfrelsi í landi þar sem þjóðkirkju-
fyrirkomulagið er við lýði.
• Sigríður Hrönn Sigurðardóttir
kristniboði segir frá hinni merku
konu Madam Guyon, fræðir um
kristna íhugun og leiðir
viðstaddar inn í hana.
Fundurinn er haldinn af KFUK í
húsi KFUM og KFUK við Holtaveg
klukkan 20.
Sýningar* Sýningin Stefnu-
mót við safnara stendur yfir í
Gerðubergi. Þar sýna ellefu safnarar
á öllum aldri brot af gersemum sín-
um.
• Bjami Sigurbjömsson og Svava
Bjömsdóttir hafa opnað samsýn-
ingu á verkum sínum í Listasafninu
áAkureyri.
• Sigriður Guðný Sverrisdóttir er
með málverkasýninguna Gulur,
rauður, grænn og blár í Baksalnum í
Það er góð þriðjudags-
skemmtun að skella sér
á eina af fjölmörgum
biljarðstofum bæjar-
ins. Taktu vini þína
með þér og fyrir
nokkra
hundrað-
Jæja
kalla er
hægt að setja saman
mót. Á flestum stofunum
eru seldar veitingar
þannig að þama er kom-
in uppskrift að prýðis-
góðu þriðjudagskvöldi.
Hádegisverður á
Vegamótum
Margir eru hrifnir af því
að fara út að borða í há-
deginu. Ef fólk á leið um
miðbæinn um hádeg-
isbil er óhætt að mæla
með matnum á Vega-
mótum. Fjölbreyttur
og góður matseðill
semalltafgeymir
leynda gullmola. Ekki
of dýrt heldur og fólk
þarf ekki að standa á
blístri nema það kjósi
svo.
Pallborð í
Hafnarfirði
Hafnarfjarðarleikhúsið
Hermóður og Háðvör og
námskeiðið - Að njóta
leiklistar - á vegum Fé-
lags háskólakvenna,
halda pallborðsumræð-
ur um Icikritið
Meistarinn og
Margaríta eftir
Mikaíl Bulgakov
í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu í
kvöld klukkan 20. Fjall-
að verður um bókina og
hvemig bók verður að
leikriti. Við pallborðið
sitja Hilmar Jónsson
leikstjóri, Hávar Sigur-
jónsson, íeikskáld og
leikhúsfræðingur, og
Ingibjörg Haraldsdóttir
þýðandi.
Viðar Hreinsson fékk í gær verðlaun fyrir bók sína um Steph-
an G. Stephansson. Viðar segist hafa verið í einhverju undar-
legu bjartsýniskasti þegar hann byrjaði að skrifa bókina.
Heiður og hjálp í líísbaráttunni
„Ég var í einhverju undarlegu bjartsýniskasti þegar
ég byrjaði að skrifa," segir Viðar Hreinsson sagnfræð-
ingur, sem í gær hlaut viðurkenningu Hagþenkis, félags
höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir tveggja binda
verk sitt um Vestur-íslandsskáldið Stephan G. Steph-
ansson. Verðlaunin nema 750.000 krónum, en þess má
geta að það er sama upphæð og íslensku bókmennta-
verðlaunin veita í hvorum flokki fyrir sig.
„Ég byrjaði á bókunum fyrir sex árum þegar ég var
að kenna íslensku við Manitoba-háskóla í Winnipeg í
Kanada. Þar fékk ég tækifæri til að sökkva mér ofan í
viðfangsefnið."
Kannast Kanadamenn almennt við Stephan?
„Allir sem vita að þeir eru af íslenskum ættum kann-
ast við nafnið, en kannski ekki meira en það. En húsið
hans er friðað, og það stendur á skiltum á öllum hrað-
brautum í nágrenninu: „Stephansen House, Historic
Site."“
Er stefnt að þvíað gefa bókina út erlendis?
„Stephan á erindi til allrar heimsbyggðarinnar.
Hann var ekki vælandi ættjarðarskáld, heldur var hann
að kveðast á við heiminn allan. Það er stefnt að því að
gefa bókina út á ensku og til þess þarf að stytta hana
niður í eitt bindi. Heimurinn er ekki auðsigraður. En til
þess þarf fé."
Mun vinningsupphæðin verða notuð íþað?
„Hún fer nú bara í mig sjálfan. Það er dýrt að vera
sjálfstætt starfandi fræðimaður."
Stephan G. Stephansson fæddist árið 1853 og fluttist
vestur tvítugur að aldri. Hann bjó fyrst í Wisconsin og
Manitoba, en settist loks að í Alberta árið 1889. Á dag-
inn stundaði hann bústörf, eins og flestir samferða-
menn hans, en á næturnar orti hann ljóð, sem komu
loks út í bókinni Andvökur.
Kom þessi hugmynd um að skrifa bók um Stephan
til á andvökunóttu?
„Nei, andvakan kom ekki fyrr en ég byrjaði að
skrifa."
Um hvað orti Stephan?
Það er auðveldara að svara því um hvað hann orti
ekki. Hann var yfirlýstur trúleysingi og átti í útistöðum
við presta og íhaldsmenn. Hann var mikið á móti fyrri
heimsstyrjöldinni og sá hana á einhvern hátt fyrir.
Hann orti einnig mikið af náttúruljóðum, en á hinn
bóginn lítið af ástarljóðum."
Það var kannski ekki mikill tími til ástarlífs þegar
hann var að yrkja allar nætur?
Viðar Hreinsson Vinningsupphæðin fer ísjálfan mig. Það erdýrt að
vera sjálfstætt starfandi fræðimaður.
„Nei, hugsanlega ekki. En hann átti nú samt átta
börn, og þar af komust sex á legg."
Hvað tákna þessi verðlaun?
„Þetta er heiður og hjálp í lífsbaráttunni."
George Gershwin samdi söngleiki fyrir bæði Broadway og Hollywood
Samlokur og hádegistónleikar í Óperunni
„Ja, ég vona allavega að það verði
seldar samlokur," segir Hulda Björk
Garðarsdóttir um Hádegisóperuna,
sem nú er að hefja gang sinn aftur.
„Þetta er hugsað fyrir fólk sem hefur
tíma til að skreppa í hádeginu og er
vel sótt." Sér til halds og trausts hef-
ur Hulda Björk Kurt Kopecky, tón-
listarstjóra Óperunnar, á píanó nú
sem endranær á hádegistónleikun-
um, og einnig mun Ólafur Kjartan
Sigurðarson baritón syngja með
henni í hádeginu í dag. „Við syngj-
um saman og sitt í hvoru lagi í léttri
og góðri stemningu," segir Hulda.
Tónleikarnir eru haldnir undir yfir-
skriftinni Bla Bla Bla, og á efnisskrá
eru lög eftir George Gershwin.
Hvers vegna eru tónleikarnir
nefndir Bla Bla Bla?
„Þetta er nafn á lagi eftir Gersh-
win, og okkur fannst þetta skemmti-
legur titill."
George Gershwin samdi söng-
leiki fyrir bæði Broadway og
Flollywood, en hefur einnig verið
talinn í hópi klassískra tónskálda, og
jafnvel verið kallaður bandarískur
Mozart. Lög hans hafa einnig verið
flutt af djasssöngvurum, svo sem
Ellu Fitzgerald, og rokksöngkonan
Janis Joplin söng lagið Summertime.
Er Óperan að reyna að poppa sig
upp með þessum hætti?
„Ef við viljum tala um einhver
mörk er Porgy og Bess (eitt
þekktasta verk Gershwins) ópera, en
þótt við séum óperusöngvarar reyn-
um við að fara út fyrir þau mörk. Ég
er á því að það sé gott að flytja fleira
en bara háklassísk verk í Óperunni.
Þessi verk eru úr söngleikjum og eru
samin með svið í huga, en þetta
verða fyrst og fremst tónleikar."
Verðið þið í einhverjum búning-
um?
„Við verðum bara smekklega
klædd."
íslenska óperan skrifaði undir
samstarfssamning við Mastercard í
gær, en fyrirtæki hafa í auknum
mæli sóst eftir að styrkja einstök
verkefni frekar en að vera með föst
framlög til Óperunnar. Er þetta talið
auka sýnileika þeirra, jafnframt því
sem þetta hjálpar Óperunni við að
skipuleggja starf sitt fyrirfram. Tón-
leikarnir hefjast klulckan 12.15.
Hádegisóperan Snýraftur eftir hlé.
DV-Mynd GVA
GallerfiFold, Rauðarárstíg 14-16.
Sýningin standur til 1. febrúar
• Sýning Ólafc Elíassonar, Frost
Actívity, stendur eins og kunnugt er
yflr í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
húsinu.
Japanskar
myndir
Þeir sem hafa horft á Tom Cruise
japanast í The Last Samurai eru ef
til vill forvitnir um hvernig alvöru
Japanar gera þetta. Það er því óhætt
að mæla með myndum Akira
Kurosawa, en myndir hans hafa
verið staðfærðar í Villta vestrið (A
Fistful of Dollars), út í geim (Star
Wars), og til Islands á vtkingaöld
(Hrafninn flýgur). Nú er hægt að sjá
myndir hans á Hvíta tjaldinu, en
vorönnin í Kvikmyndasafni íslands
í Hafnarfirði er tileinkuð japönsk-
um myndum. Fyrsta myndin,
Yojimbo eða LífVörðurinn, var sýnd
í síðustu viku, en myndirnar eru
sýndar á þriðjudögum klukkan 20
og á laugardögum klukkan 16. Inn á
milli öskurreiðra Asíubúa að höggva
hver annan með samúræjasverðum
má lfka sjá fjandvinina Þór og
Danna klekkja hvor á öðrum með
öllu íslenskari brögðum, því hinar
klassísku lífs-myndir Þráins Bertels-
sonar verða líka sýndar á vorönn.
Einnig verða sýndar myndir frá öðr-
um löndum utan hins engilsax-
neska heims sem sjaldan rata hér í
bíóhús.
Gott paunk
Bloggari að nafni Raskat segir
frá því besta við Reykjavík: „Ég
mæli með hamborgara á Grillkofan-
um í Grafarholti, morfínsprautu á
karlaklósettinu á Hlemmi, Metal-
mania í Hinu húsinu 5. febrúar,
pönnuköku á Kaffivagninum, fata-
verslun Hjálpræðishersins í Garða-
stræti, mótmælum við Stjórnarráð-
ið, að pissa á Valhöll og síðast en
ekki síst mæli ég með góðu paunki
hvar og hvenær sem er.“ Þá er bara
að hefjast handa. http://www.kan-
inka.net/raskat/