Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Blaðsíða 16
76 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004
Fókus DV
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 7 7
Unglingurinn er oft til umræðu, og þá ekki síður kostnaðurinn við að vera nútímaunglingur. Sögur heyrast afungu fólki
í menntaskólum sem séu með bílalán, endalausa vísareikninga og ýmis námsmannalán og að við þeim blasi ekkert ann-
að en gjaldþrot. DV fór á stjá og hitti fyrir ungmenni á ýmsum aldri og ræddi við þau um hvað það kostaði að vera til.
Mi/ai wjjj*
Krakkarnir í MR Það er frek-
ar dýrtað bjóða itelpu út. sér-
staklega þegar strákarnír þurfa
aö borga allt.
„Fyrst þarftu náttúrlega að gefa henni rós,
sem er svona 500 kallf svo er maturinn plús
eftirréttur að minnsta kosti2000 kr. á mann
og kaffi á eftir um 600 kr. Þannig að eitt
stefnumót kostar mann kannski rúmlega 5000
kr. sem er mikið fyrir ungan mann í skóla.“
„Ég held að því meiri pening
sem þú átt því meira eyðirðu," seg-
ir Helgi Egilsson, nemandi í
Menntaskólanum í Reykjavík.
„Sjálíúr reyni ég að lifa fyrir daginn
og eyða öllu sem ég er með í vasan-
um á hverjum degi.“ Hildur Þóra
Sigurðardóttir, vinkona Helga, er
ekki alveg á sömu skoðun. „Nei,
maður lifir ekki bara frá degi til
dags, allavega reyni ég að plana
hlutina fram í tímann." Ragnar Jón
Ragnarsson, sem er einnig nem-
andi í MR, tekur undir sjónarmið
Helga. „Ef maður er með pening í
vasanum þá er hann bara farinn,"
segir Ragnar og bætir við að því sé
fínt að eiga ekki debetkort. „Þá
freistast maður síður til að eyða."
Sumarlaunin duga skammt
Helgi, Ragnar og Hildur eru í rit-
stjórn skólablaðs MR. Þau eru öll
sammála um að erfitt sé að lifa af
veturinn á sumarlaununum einum
saman. „Ég neyðist til að vinna
með skólanum því sumarlaunin
duga skammt," segir Ragnar og
Helgi tekur í sama streng. „Ég er
blessunarlega laus við skuldasúp-
una þótt oft sé erfitt að þurfa að
vinna með skólanum." Allt snýst
þetta um kröfurnar sem maður
gerir, eins og Ragnar bendir á.
„Tökum sem dæmi stelpur sem
eiga heilu fataskápana af alls kyns
klæðnaði," segir Ragnar.
„Sjálfur geng ég alltaf í sömu
gallabuxunum og er bara
nokkuð sáttur." Hildur bætir
við að ef stelpa mæt-1
i í sömu fötunum tvo daga í röð í
skólann sé tekið eftir. „Annars held
ég að stelpur eyði alveg jafn miklu
og strákar í klæðnað."
Dýrkeypt frelsi
Hildi finnst nauðsynlegt að taka
bfla fyrir í umræðunni um kostn-
aðinn við það að vera ungur. „Mér
finnst ekki nauðsynlegt að eiga bfl
og er ekki enn komin með bflpróf
þrátt fyrir að vera orðin átján ára.“
Strákarnir taka undir sjónarmið
Hildar en benda á að því fylgi mik-
ið frelsi að eiga bfl. „Það er kannski
ekki nauðsynlegt," segir Ragnar,
„en það er óneitanlega þægilegt."
Ragnar býr í Hafnarfirði, eins og
Helgi, og bendir á að það sé jafnvel
ódýrara að sameinast um bfl með
einhverjum í stað þess að taka
strætó."
„Það er verið að okra á ungling-
um og eldra fólki sem er
langstærsti hópurinn af þeim sem
Helgi Egilsson „Það
Pf... rC. f ; ; ., •
Ragnar Jón Ragnarsson
nýta sér þessa þjónustu," segir
Hildur og varpar fram þeirri hug-
mynd að hafa bara ókeypis í
strætó.
Helgi ákveður að ljúka bílaum-
ræðunni með því að bfll auki
óneitanlega frelsi manns, en rústi
reyndar fjárhaginn í leiðinni.
Rósin fullmikið af hinu góða
Helgi minnist svo á annan
kostnaðarlið sem að hans sögn
kemur frekar niður á strákum en
stelpum. „Við höfum ekkert talað
um stefnumót," segir Helgi. „Það
er frekar dýrt að bjóða stelpu út,
sérstaklega þegar strákarnir þurfa
að borga allt." Hildur segir að þess-
ir hlutir séu að breytast. „Ég hef til
dæmis ekkert á móti því að borga
fyrir mig þegar ég fer á stefnumót."
Ragnar er hins vegar með sitt á
hreinu. „Segjum að þú takir allan
pakkann og bjóðir stelpu út að
borða," segir hann. „Fyrst þarftu
náttúrlega að gefa henni rós, sem
er svona 500 kall, svo er maturinn
plús eftirréttur að minnsta kosti
2000 kr. á mann og kaffi á eftir um
600 kr. Þannig að eitt stefnumót
kostar mann kannski rúmlega 5000
kr. sem er mikið fyrir ungan mann
í skóla." Hildur samþykkir útreikn-
inga Ragnars en bendir á að
kannski sé rósin fullmikið af hinu
góða.
Yfirdrátturinn brúar bilið
Hildur, Ragnar og Helgi eru
sammála um að auðvelt sé að kom-
ast af fyrir lítið. „Það er hins vegar
reynt að búa til þá ímynd að allir
verða að eiga allt," segir Ragnar og
bendir á að það sé skammarlegt
hvernig bankarnir reyni að troða
upp á unglinga yfirdráttarheimild-
um og skammtímalánum. „Það er
verið að telja ungu fólki trú um að
það sé bara í lagi að strauja kortið
fyrir hverju sem er.“
Hildur er sammála Ragnari.
„Það er slæmt þegar bankarnir ýta
undir að krakkar safni skuldum,"
segir hún. „Til dæmis hvetur Bún-
aðarbankinn unglinga til að fá sér
yfirdrátt til að kaupa trommusett
með slagorðinu Yfirdrátturinn brú-
arbilið!"
Helgi vill meina að það séu ekki
bara bankarnir sem mættu hugsa
sinn gang heldur samfélagið í
heild: „Það eru oft slæm skilaboð
sem okkur unga fólkinu eru gefin,"
segir hann.
,Ætli grundvallaratriðin séu ekki fínn sími
og góðar græjur," segir Tommi, einn af nem-
endunum í Hvammshúsi. Tommi er mikill Slip-
knot aðdáandi og segist helst kaupa sér einn
geisladisk á viku. Félagi hans Heiðar Ingi Odd-
geirsson tekur undir það að tónlist og græjur
séu málið. „Ef það væri ekki til tónlist þá væri
maður dauður," segir Heiðar og bendir blaða-
manni á að húsið hans Tomma nötri þegar
hann kveiki á græjunum.
Tölvuleikir of dýrir
Annar nemandi, Pétur Geir Grétarsson, er al-
veg með á hreinu hvað það kostar að vera ung-
lingur í dag. „Ég segi bara við pabba - 10.000 og
ég læt ísskápinn vera!" Pétur er einnig mikill
tölvuáhugamaður. „Ég gæti ekki hugsað mér að
vera án tölvu, “ segir hann og bætir við að fyrir þá
sem spili Counterstrike sé nauðsynlegt að vera
sítengdur við Netið. „Það er samt leiðinlegt að
tölvuleikir em alltof dýrir - kosta alveg upp í
5000 kr. einn leikur." Tommi grípur inn í og seg-
ist sjálfur eiga Playstation og þar kosti leikimir
allt upp í 9000 kr., sem sé fáránlegt verð.
Óþarfi að klæðast eins og Manson
Heiðari fínnst fatatískan vera komin út í al-
gjörar öfgar. „Þeir sem hlusta á rokk halda að
það sé nett að klæðast eins og Marylin Manson.
Ég hlusta á rapp og teknó en ekki klæði ég mig
eftir því," segir Heiðar og bætir við að best sé að
vera bara maður sjálfur. Allir eru strákarnir
„Gallinn hérna á íslandi er
að efmaður gerir eitthvað
skemmtilegt þá hefur maður
gert það 500 sinnum áður."
sammála um að erfitt sé að finna góða skemmt-
un hér á Fróni. „Það er alltof dýrt að fara í bíó,“
segir Pétur. „í fyrsta lagi kostar miðinn 800 kall
og með nammi og öllu kostar þetta kannski
1500 kr. í heildina - fyrir að sjá eina mynd."
Þreyttir á sömu hlutunum
Heiðar segir lika að alltof lítið framboð sé á
afþreyingu og að maður geú orðið þreyttur á að
gera alltaf sömu hlutina. „Gallinn hérna á ís-
landi er að ef maður gerir eitthvað skemmtilegt
þá hefur maður gert það 500 sinnum áður,"
segir Heiðar, sem mælir þó með nýrri skemmt-
un sem kallast Zorb og snýst um það að rúlla
niður brekku, fastur í stórri kúlu.
Strákarnir í Hvammshúsi em í níunda og tí-
unda bekk. Þeir segja að það sé gaman í skólan-
um og nóg að gera. Meðal verkefna sem þeir
hafa tekið sér fyrir hendur er að gera við biluð
hjól sem þeir senda svo með Rauða krossinum
til bágstaddra í öðrum löndum. Svo taka þeir
þátt í þróunarverkefni sem kallast „Hög er sú
hönd". Það gengur út á að nýta timbur sem til
fellurhjá Kópavogsbæ til að smíða og tálga.
"V'c
IBUÐIR TIL S0LU
Á vefsíðu íbúóalánasjóðs, www.ils.is, er að
finna ýmsan fróóleik fyrir kaupendur og seljendur
fasteigna. Þar eru einnig upplýsingar um
fasteignir í eigu íbúóalánasjóðs sem eru til sölu.
Borgartúni 21
105 Reykjavík j Sími: 569 6900 • 800 6969 j Fax: 569 6800 j www.ils.is
Ibúðalánasjóður
———
i