Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 3
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 3 Ókeypis menntun? Spurning dagsins Ráð til varnar ræningjum? Flestir vitibornir menn viður- kenna að ein helsta forsenda fram- þróunar þjóða felst í menntun. Nóbelhagfræðingurinn Joseph Stigl- itz heldur því til dæmis fram að það þýði ekkert að troða frjálsu mark- aðshagkerfi uppá lítt þróað ríki ef þorri þjóðarinnnar er hvorki læs né skrifandi. Hann gagnrýnir IMF und- ir álögum bandrískrar markaðs- hyggju fýrir að missa sjónar á slíku grundvallaratriði. Því má halda fram að íslendingar hefðu aldrei náð að brjótast eins fljótt úr ánauð fátæktar til efna eftir seinna stríð hefði þjóðin ekki verið læs, skrifandi og reikn- andi. Hún hefði einfaldlega ekki haft burði til að nýta sér það ijármagn og nýja tækni sem ameríski herinn og Marshall veittu inní landið. íslend- ingar hafa alltaf verið uppá bókina þrátt fyrir hungur. Hvaða önnur þjóð nærðist svo sem á skinnhand- ritum sér til viðhalds, þegar hart var f ári? Bókneigð reyndist lykillinn að hinu íslenska hagkraftaverki! Islendingar kunna enn að lesa um jólin þrátt fyrir að lestrarefnið hafi þynnst útí örlagasögur smást- irna á þroskabraut í stað sagna af Skarphéðni Njálssyni, Gretti sterka og Víga Glúmi. Þrátt fyrir sæmilegt læsi íslend- inga er víðlesnum lýðum löngu ljóst að Island hefur dregist afturúr á menntabraut. Aðgerða er þörf eigi ísland ekki að hverfa hægt og hljótt af topp tíu lista ríkustu þjóða heims. Ríki Evrópu standa frammi fyrir álíka vanda og ísland: Hnignun Ox- ford, Cambridge, Leuven og annarra aldurhniginna menntasetra bera því vitni. Tony Blair rær nú pólitískan lífróður til að efla mennt í krafti fjár- magns. Svipað er uppi á teningnum í Þýskalandi en Þjóðverjar sitja lengi á skólabekk áður en þeir fara á at- vinnuleysisbætur. Flaggskip íslenskra háskóla, Há- skóli íslands, er löngu strandað og hefur velkst bjarglaust um á brim- hvítu rafi um árabii. Yfirvald mennta í landinu verður að hafa kjark til rót- tækra aðgerða í trássi við kröfur Flogaveikur veldur tjóni Flogaveikur maður steig allt I botn I Reykjavík um sl. helgi og olli stórtjóni.„Skil ekki afhverju flogaveik- ir fá að keyra yfirhöfuð," segir bréfritari. Flogaveikir eiga ekki að keyra Guðmundur Matthíasson, skrifar. Ég er orðinn frekar pirraður á fréttum uni flogaveikt fólk sem veld- ur miklum árekstrum! Fær flog eða krampa sem þýðir að ef hægri löpp- in er á bensíngjöfinni er allt stigið í Lesendur botn og keyrt á allt sem fyrir er. Ég skil bara alls ekki af hverju í ósköp- unum flogaveikir fá að keyra yfirhöf- uð! Það er alveg eins hægt að leyfa ölvunarakstur. Þetta eru tifandi tímasprengjur í umferðinni. Samkvæmt reglum mega þeir keyra ef þeir hafa vottorð frá lækni um að þeir hafa ekki fengið flogakast í eitt ár. Eins og eiturlyfjasjúklingar geta fengið fleiri hundruð töflur af morfíni uppáskrifað frá lækni geta flogaveikir auðveldlega fengið þetta í gegn. Fyrir utan að þeir kannski til- kynna ekki köstin sem þeir fá! Ég hef fylgst með þessum málum síðastliðin fimmtán ár eða frá því ég var vitni að flogaveikum manni sem fékk kast og gaf allt í botn. Keyrði yfir snjóskafl sem dró verulega úr hrað- anum og svo beint á staur. Hann hafði gleymt að taka lyfln sín. Eigum Glúmur Baldvinsson er fylgjandi skólagjöldum Kjallari kosningabærra stúdenta um viðvar- andi fjársvelti HÍ. Síðan hvenær tíðkaðist það á íslandi að æskan teymdi uppalendur sfna? Lánlaust kerfi HÍ á að innheimta sómasamleg skólagjöld. Aukið íjármagn gerir skólanum kleift að ráða til sín hæfa kennara, veita betri og nútímalegri uppfræðslu og standast samkeppni. Andstaða við skólagjöld hefur byggst á upphrópunum um mennt- un fyrir alla - ríka sem fátæka. Nú- verandi ástand býður hins vegar upp á miðlungsmenntun fyrir háa sem lága. Önnur afleiðing staðnaðs menntakerfis er sú að ungmenni reika um á námsbraut langt fram eft- ir aldri. Margur siglir í var háskólans fyrir lífsins ólgu sjó - skýtur lífinu á frest á fullum námslánum sem gefa betur en atvinnuleysisbætur eða að- gerðarleysi. Menn geta dútlað uppí háskóla á tilraunaflakki milli deilda á fullum lánum og þarf meira en með- alskussa til að fyrirgera þeim rétti. Til viðbótar skólagjöldum þarf að gera-annað tveggja: Taka upp inn- tökupróf í háskóla eða hækka um- talsvert kröfur til stúdentsprófs. Lán yrðu aðeins veitt þeim sem stæðust kröfur. Slíkt leiddi til fækkunar námsmanna (miðað við frammi- stöðu en ekki efnahag) en á móti kæmi að lán til hvers og eins hækk- uðu og reglur yrðu rýmkaðar. End- urgreiðslur yrðu í hlutfalli við tekjur lánþega að námi loknu. Afleiðingar þessa yrðu: a. Ungmenni áttuðu sig fyrr en ella á gildi menntunar og gerðu fyrr upp hug sinn um fram- hald; b. Jafnrétti til náms yrði áfram tryggt en byggt á aukinni sam- keppni; c. Fé skattborgarayrði nýtt á við að að setja líf okkar í hættu vegna fólks sem getur verið lífshættulegt ef það „gleymir" að taka lyfin sín? Nei, takk! Ég neitaði að trúa því að floga- veikt fólk fengi að keyra, og síðan verð ég virkilega reiður í hvert skipti sem ég heyri í fréttum af svona slys- um og þeim fer fjölgandi. Sennilega þarf dauðaslys til, til að endurskoða þessi mál. Mín skoðun er kristaltær og hún er að flogaveikir eiga alls ekki að keyra bfla! (safjörður Flogið vestur og sóað Ráðdeildarmenn fljúga vestur Ingibjörg Jónsdóttir skrifar: Á sama tíma og mikill niður- skurður stendur fyrir dyrum í heil- brigðiskerfinu er eytt og sóað í öðr- um ranni hjá ríkinu. Afmæli heima- stjórnarinnar er þar skýrt dæmi. Síð- asta laugardag létu þrír ráðherrar Framsóknarflokksins fljúga með sig á vél Flugmálastjórnar vestur á fsa- fjörð af þessu tilefni, og í þeim hópi var heilbrigðisráðherra. Auðvitað hefði verið nærri lagi vegna hins galtóma ríkiskassa að spara sér þessa ferð og verja pening- unum í að lina þrautir og líkna á Landsspítalanum. Það munar um hverja krónu, en mestu skiptir þó að þeir sem völdin hafa hafi forgangs- röðina skýra og stjórni af ráðdeild. skilvirkari máta; d. Óbókhneigðum yrði hlíft við frekara bóknámi og kæmust fyrr á rétta braut e. Islensk- ur háskóli og þar með íslenskt sam- félag yrði öflugra og samkeppnis- hæfara á alþjóðavísu. Óbókhneigðum þyrmt Vitaskuld yrði æmt og skræmt yfir umbyltingu af svona tagi. En á móti má spyrja hvort það þjóni hagsmunum efnaminni, kapps- fullra, námsmanna að fá miðlungs- menntun í stað þess að eiga mögu- leika á því besta sem völ er á? Kúba býður víst enn upp á menntun öll- um til handa. Þar er annar hver hag- fræðingur leigubflsstjóri. Mennta- og heilbrigðiskerfi mynda undirstöðu velferðarkerfis jafnaðarmanna. En ólík lögmál gilda um heilsu og menntun. Allir eldast og óviðráðanlegir þættir ráða slys- um, veikindum, fötlun og örorku. Þess vegna er það samfélagsskylda að viðhalda öflugri heilbrigðisþjón- ustu öllum til handa sama hvað það kostar. Og einmitt þess vegna þarf öflugt menntakerfi. Skilvirkt menntakerfi skilar okkur betri lækn- um og hjúkrunarfræðingum og öfl- ugra samfélagi sem skilar meiru til reksturs á hágæðaheilbrigðisþjón- ustu. Endurbætt menntakerfi þýddi til dæmis að frumkvöðlum og Jiagleiks- mönnum yrði fyrr en ella kleift að brjótast útúr ánauð skólakerfis. Mönnum eins og Vilhjálmi Gates, Jóni Ólafssyni og Gunnari Smára yrði ekki til setunnar boðið að hefj- ast handa við að framkvæma hug- myndir sínar. Skóli er ekki fyrir alla. Hugmyndaauðgi, handlagni, dirfska og kjarkur duga einnig vel til að brjótast áfram. Hinir hámenntuðu er einatt á launaskrá frumkvöðl- anna. Kjarkur ásamt menntun og heilbrigði er undirstaða framfara. Því er það óskandi að hinn nýi ungi menntamálaráðherra hafi dirfsku til að taka umdeildar en óumflýjanlegar ákvarðanir þjóðinni til heilla. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ráðagóðir og útséðir „Ræningjar eru ráðagóðir og útséðir menn, sem starfsfólk þarfað vera vak- andi gagnvart, til dæmis þegar dularfull- ir menn koma í verslanir til að kanna að- stæður áður en þeir láta til skarar skríða. Annars má flokka ræningjana í nokkra flokka; i fyrsta lagi eru þetta krakkar sem hnupla uppá sportið og í annan stað soltnir rónar sem þurfa að borða. Þriðji flokkurinn er ógæfufólk sem er að stela fyrir næsta partýi - og þar fara hættulegir ein- staklingar sem bregðast illa við öll- um afskiptum." Þorvaldur Guðmundsson, öryggisvörður. „Einsog við fréttum úr Hafnarfirði um helgina virðist gefast vel að hafa fullorðinn karlamann við afgreiðslu. Ræningjarnir leggja síður í þá en ungar stúlkur, sem virðast vera farnar að afgreiða í fiestum sjoppum og verslunum." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. „Viðhöfum ráðlagt versl- unum að vera með öryggis- kerfi sem og myndavélar. Mikilvægt er að aðeins skiptimynt sé í afgreiðluköss- um en aðrir fjármunir settir reglulega i tímalæsa peningaskápa. Starfsfólk þarf að vera vel þjálfað og margar verslanir hafa sent það á námskeið um varnir gegn vágestum." Árni Guðmundsson, Securitas. „Helsta ráðið eraðskapa samfélag þar sem glæpir þurfa ekki að vera viðvar- andi. Annað ráð er að vera vel vakandi, einsog af- greiðslumaðurinn í Hafnarfírði. Tísku- bylgjur ráða ferðinni í undirheimum og við skulum vona að næst njóti vinsælda ekkijafn ofbeldisfullir glæir." Katrín Júlíusdóttir, glæpasagnafræðingur. Rán íverslun- um eru gjarn- an framin i skammtíma- hugsun ung- menna. Ekki er horft til þess að eftirtekjan er lítil og hart er tekið á mál- unum. Við þurfum að rækta einstak- lingana og gera þeim Ijóst að þörfer fyrir hvern og einn íþjóðfélaginu, slíkt er eina raunhæfa vörnin gegn svona glæpum." Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Afbrot í verslanir í banka og söluturna gerast tíð, en hvernig má komast að rótum þessa vandamáls. ER KOMIN ÚT Á ÐVÐ OG SÖLUMYNDBANDL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.