Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 9
I DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 9 gi dýrari bjarga störfum Kynningarbásar lyfjaframleiðanda Um 20 básar eru á Læknadögum á Nordica hótelinu. Þar er læknum boðið að kynna sér nýjustu lyfin og snæða pinnamat, ost og vínber. það bitnar beint á viðkomandi sjúklingum," segir í greinargerð- inni. Þau Sigurður og Rannveig taka dæmi um óskráð alnæmislyf á Is- landi þar sem fram kemur að hér- lendis eru slík lyf allt að 116% dýr- ari en á hinum Norðurlöndunum. Algengur verðmunur á þessum lyfj- um, sem eru m.a. Fortovase, Viramune, Viread og Norvir liggur á bilinu 50-70%. Síðan segir: „Tals- menn lyfjaframleiðenda benda á vísitölu • hámarksverðs lyfja til stuðnings fullyrðingar sinnar um að lyfjaverð hafi lækkað á undan- förnum árum en ekki hækkað. Því er til að svara að við útreikning lyfjaverðnefndar á vísitölunni er reiknað út frá lyljum sem voru á skrá 1996 og endurskoðað 1999. Draga má í efa gildi hennar í dag, auk þess sem hún á ekki við um S- merkt lyf og hefur því litla sem enga skírskotun til lyfjakostnaðar LSH. Samkeppni skortir Hvað varðar aukin útgjöld vegna S-merktra lylja á LSH kemur fram í máli Sigurðar og Rannveigar að samkeppni skorti á markaðinum. Vissulega séu margir lyfjaframleið- endur að bjóða vörur sína hérlendis en í flestum tilfellum er um mis- munandi lyf að ræða og því varla hægt að tala um beina samkeppni. Dreifmgaraðilar séu aðeins þrír og hver um sig dreifir aðeins fyrir ákveðna umboðsaðila en ekki öllum lyfjum eins og lyfjaheildsalar gera víðast erlendis. Verðlagsreglur „Það er Ijóst að þessi hratt vaxandi lyfja- kostnaður getur ekki haldið áfram enda- laust. Auðvelt er að sannfærast um að ef svo fer muni öllum þjóðartekjum verða varið til lyfjakaupa innan fárra áratuga," heildsölunnar, ef um óskráð lyf er að ræða, byggist á prósentureikn- ingi þannig að því dýrara sem lyfið er því meiri álagning. Auk þessa hafa ný og mikilvirk hátæknilyf bæst í hópinn sem eru mjög dýr. „Það eru ekki mörg ár síðan dýrustu lyfin kostuðu fáa tugi þúsunda króna en í dag nemur verðið iðulega milljón- um. LSH leggur metnað sinn í að veita skjól- stæðingum sín- um ávallt sem besta þjónustu en það er ljóst að þessi hratt vaxandi lyfja- kostnaður getur ekki haldið áfram enda- laust. Auðvelt er að sannfærast um að ef svo fer muni öllum þjóðartekjum verða varið til lyfjakaupa inn- an fárra ára- tuga,“ segir í greinargerð- inni. fri@dv.is Ráðherrar telja niðurskurðinn ekki bitna á þjónustu svo neinu nemi, og segja að- eins 1% starfsmanna verði sagt upp. Þetta er bara byrjunin... Störf lögð niður á Landspítala - fyrsta lota niðurskurðar 46 ársverk skrifstofufólks og ófaglærðra 23 ársverk hjúkrunarfræðinga 21 ársverk lækna 15 ársverk sjúkraliða 6 ársverk sálfræðinga 5 ársverk félagsráðgjafa 5 ársverk sjúkraþjálfara 4 ársverk viðskipta- og hagfræðingar 2 ársverk geislafræðings 1 ársverk náttúrufræðings 1 ársverk prests Listinn er ekki tæmandi, enda gert ráð fyrir að fækkað verði um alls 180 ársverk. Áætlanir eru uppi um að fækka störfum vegna kennslu og vísindastarfa um tíu. „Það hefur engin stefnubreyting orðið“, segir Jón Kristjánsson, heil- brigðisráðherra, eftir ríkisstjórnar- fund í gærmorgun, þar sem meðal annars var rætt um niðurskurð á Landspítala. „Ríkisstjórnin telur þessar að- gerðir framkvæmdar af fullri ábyrgð. Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki vinsælt meðal alntennings en ég vona að þetta komi sem minnst niður á þjónustu." Starfsmenn spítalans og laun- þegasamtök höfðu skorað á ríkis- stjórnina að draga ákvarðanir um íjárveitingar til baka. Telja samtök þeirra að fyrst verði að marka stefnu í því hvar sé besta að hagræða, auk þess sem áhrif sameiningar spítal- anna sé ekki að fullu komin fram. Hver samtökin á fætur öðrum hafa lýst áhyggjum sínum af því að þjón- usta við sjúklinga skerðist, og því verði að fresta boðuðum sparnaðar- aðgerðum. Eitt prósent af mannafla fær uppsagnarbréf Það verður ekki gert, engin auka- Ijárveiting verður veitt né aðgerðum frestað. Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, sagði í gær ekki óeðlilegt að stofnanir líti f eigin barm og hagræði hjá sér. Hér sé verið grípa til ódýrari þjónustuúrræða og flytja hluta þjón- ustunnar til. Hann benti á að fjár- veitingar til spít- alans hafi raun aukist um 6 milljarða á síðustu árum, og beinar uppsagnir nái að- eins til 1% af mannafla spítalans. „Ráðherrann talar þarna ein- göngu út frá þeim sem fá uppsagn- arbréf í hendur, en niðurskurðurinn skerðir kjör fimm hundruð manns, sem er um 12% af mannaflanum," segir Einar Oddsson, formaður starfsmannaráðs Landspítalans. Rúmlega 50 manns verður sagt upp, ekki ráðið í stöður um 150 ann- arra sem annaðhvort hætta af sjálfs- dáðum eða santningar þeirra renna út. Auk þess snerta breytingarnar 300 manns í viðbót, sem vinna verð- ur minnkuð við. Búið er að ákveða að mestu leyti hverjum verður sagt upp. Þeim verður boðið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á næstu dögum, en öll uppsagnarbréf verða send út fyrir mánaðamót. Aðeins byrjunin Með þessu á að spara 8 til 900 milljónir króna, en launakostnaður er um 70% af útgjöldum spítalans. Spítalanum er gert að spara 1100 milljónir króna, og ef reiknaðar eru með verðhækkanir á hjúkrunarvör- um og lyfjum hækkar talan í 1400 milljónir. Þetta er því aðeins fyrsta lota niðurskurðar. í næstu lotu verð- ur gripið til aðgerða sem spara 5-600 milljónir króna til viðbótar. Málið verður kynnt nánar á blaðamanna- fundi í dag. brynja@dv.is Þetta er því aðeins fyrsta lota niður- skurðar. í næstu lotu verður gripið til aðgerða sem spara 5-600 millj- ónirkróna til við- bótar. kipað að þegja Landspítalinn hafi sett starfsemi Kópavogshælis inn í sinn rekstur en áður hafi verið eyrnamerkt fé af fjár- lögum ár hvert til þess. „Það er súrt að vita til þess að sú uppbygging sem átt hefur sér stað og við höfum staðið fyrir verði að engu gerð með einu pennastriki, „ segir Ólafur. Hann bendir á að það sé lífs- spursmál fyrir hluta þessa fólks að endurhæfingu verði haldið áfram en heilsu þeirra vegna verði þjónustan að koma til þeirra. Þau eigi ekki tök á að ferðast á milli. Hann ítrekar að enn hafi yfirstjórn spítalans ekki svarað hvað taki við og rökstutt þann sparnað sem á að nást á með þessu. bergljot@dv.is il Starfsfólk órólegt og mikið rætt saman Greinilegs titrings gætti á meðal starfsfólks Land- spitala i gær. Kerfið að kafna „Stjórnunarapparatið og yfir- bygging heilbrigðiskerfisins er að kæfa allt. Skriffinnskan og yfirbygg- ingin stendur því fyrir þrifum," segir Sveinbjörn Brandsson bæklunar- læknir hjá Orkuhúsinu. Sveinbjörn bendir á að f Orku- húsinu þar sem um það bil þrjú þús- und aðgerðir eru gerðar árlega sé utan hjúkrunarfólks aðeins fram- kvæmdastjóri og ritari f hálfu starfi. „Öll ákvarðanataka er að hverfa út af Landsspítalanum og út á Ei- ríksgötu og þar situr fullt af fólki sem ákveður fyrir lijúkrunarfólk og lækna. Það þýðir auðvitað að allt verður þyngra í vöfum, og dýrara í framkvæmd. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég brjóta þennan stjórnun- arstrúktúr og sópa öllum þessum sviðstjórum og öllu þessu valda- bákni niður á gólf. Láta þá stjórna á gólfmu hjá fólkinu." Sveinbjörn er þess fullviss að þannig væri hægt að lækka kostnað svo um munaði og gera þjónustuna skilvirkari. „Þetta er orðin slík enda- leysa að læknar eru farnir að veigra sér við að senda gamalt fólk í rann- sóknir nema þær séu bráðnauðsyn- legar. Það má ekki vera á hinn veg- inn að maður veigri sér við að senda fólk í rannsóknir," segir hann og bendir á að þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar sé þjónustan alltaf að verða *- J vern og verri. Svelnbjörn Brandsson bæklunarlæknir i Orku husinu Suöurlandsbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.