Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Blaðsíða 16
7 6 MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 2004 Sport DV Bandaríska golfstúlkan Miehelle Wie þykir vera sú efnilegasta sem komið hefur fram í golf- heiminum í mörg herrans ár. Wie, sem er ný- orðin Qórtán ára gömul og er 183 cm á hæð, þykir hafa sveiflu sem minnir á sveifluna hjá Suður Afríkumanninum Ernie Els en Wie er þegar komin í hóp högglengstu kvenna á PGA- mótaröð kvenna. Bandaríska stúlkan Michelle Wie er aðeins fjórtán ára gömul en hún er þegar orðin eitt helsta umtalsefni þeirra sem hafa áhuga á golfi. Wie, sem býr á Havaí, er dóttir kóreskra innflytjenda og var ekki gömul þegar ljóst var að þar væri ekki venjulegur kylfingur á ferðinni. Hún var aðeins tíu ára gömul þegar hún lék 18 holur á 67 höggum og sama ár varð hún yngsta í sögunni til að komast inn á mót á áhugamannamótaröð kvenna í Bandaríkjunum. Hún vann fyltósmót Havaí f höggleik ári seinna og hún komst inn á PGA-mótaröði kvenna þegar hún var tólf ára og tók þátt í Takefuji Classic mótinu. Heimurinn tók þó ekki virkilega við sér fyrr en hún fékk boð um að spUa á Opna Sony Intemational mótinu á Havaí um síðustu helgi en það mót er hluti af bandarísku PGA-mótaröð karla. Hún var eina konan sem keppti á mótinu og strax áður en það byijaði voru keppinautar hennar famir að lofsyngja hana. Suður Afrfltumaðurinn Emie Els, sem lék æfingahring með henni fyrir mótið, var mjög hrifinn afþvísem hannsá. Aldrei séð slíka sveiflu hjá konu „Þótt hún sé ekki eldri en hún er þá hef ég aldrei séð konu sveifla kylfu eins og hún gerir. Þegar ég var fjórtán ára þá var ég ennþá að spila á fremri teigum en hér er Michelle að spila á PGA-mótaröðinni,“ sagði Els. Sveiflan hjá Wie þykir vera einstök, stundum lfkt við sveiflu áðumefrids Els, og það er hún sem gerir þaö að verkum að menn hafa margir hverjir trú á því að hún getí keppt við karla á nánast jafnréttisgrundvelli. Upphafshögg hennar vom að meðaltali um tuttugu metrum lengri en sænsku stúlkunnar Anniku Sörenstam, sem af flestum er talin vera besti kvenkylfingur heims, á síðasta ári og landar hennar Davis Love III og Fred Couples, sem hafa marga fjöruna sopið í golfheiminum, spömðu ekki stóra orðin þegar þeir vom lýsa sveiflunni hjá hennL „Hún er með einhverja þá fallegustu sveiflu sem ég hef á ævinni séð,“ sagði Davis Love III á meðan Fred Couples játaði að það væri ekkert sem gæti undirbúið menn fyrir það að sjá hana slá bolta. Einu höggi frá niðurskurðinum Það var mikil pressa á Wie þegar hún hóf keppni á Opna Sony Intemational mótinu síðastliðinn fimmtudag. Henni gekk ágætlega fyrri daginn og lék þá á 72 höggum eða tveimur yfir pari vallarins. A Wt • -i '■ ' T 1 " ' öðrum degi sýndi hún hins vegar mátt sinn og megin þegar hún lék á 68 höggum eða tveimur undir pari vallarins. Hún endaði á 140 höggum eða pari og var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. ,Aðeins einu höggi minna og ég hefði komist áfram. Hugsunin um það drepur mig,“ sagði Wie eftir mótið. Ef það er að drepa hina fjórtán ára gömlu Wie hvemig ætli Jim Furyk, sigurvegara Opna bandaríska meistaramótsins í fyrra, líði en hann lék holumar 36 á jafnmörgum höggum og Wie. Skiptar skoðanir um þátttöku Wie Það vom ekki allir jafiisáttir við að Wie skyldi spila á þessu mótí. Ólflct þ\d sem var uppi á teningnum þegar hin sænska Annika Sörenstam spilaði á PGA- mótaröðinni í fyrra þá skipti kynið eklá máli í tílfelli Wie. Margir vom ósáttir við að hún fengi að keppa þar sem hún væri svo ung og að hún heföi ekki unnið fyrir því að keppa á slfku móti. Aðrir segja hins vegar að það sé bull og vitleysa því að íþróttamenn vinni sér rétt til að spila með atvinnumönnum með því að vera góðir, markaðsvænir og áhugaverðir fyrir styrktaraðila móta. Wie keppti eingöngu á mótinu þar sem henrn var boðin þátttaka af styrktaraðilum mótsins en það er mál manna að hún hafi sannað tilverurétt sinn meðal þeirra bestu. Wie var sjálf mjög ánægð með spilamennsku sína á mótinu og sagði að það hefði hjálpað sér roikið að spila æfingahringi með Emie Els fyrir mótið. „Ég var afskaplega stressuð áður en ég byijaði að spila með Emie Els því að ég vildi ekki verða mér til skammar. Mér gekk hins vegar vel með honum og það róaði mig. Þessir hringir gerðu það að verkum að ég var mjög róleg þegar mótið byrjaði á fimmtudaginn. Mér fannst ég spila mjög vel. Púttin duttu ekki hjá mér fyrsta daginn en ef þau hefðu gert það eins og annan daginn þá hefði ég komist í gegnum niðurskurðinn. Seinni daginn náði ég tveimur fuglum á síðustu þremur holunum þannig að ég get verið stolt af sjálfri mér,“ sagði Wie. Getur hún keppt viö karlmenn? Stóra spumingin er hins vegar hvort hún geti keppt við karlmenn regluiega. Hin metnaðargjama Wie hefur þegar lýst því yfir að hún vilji spila helming ársins á kvennamótaröðinni og hinn helminginn með körlum og þjálfari hennar, Gary Gilchrist, er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi möguleika á þvf. „Éghef alist upp og spilað með mörgum af bestu karlkylfingum hehns og hun er betri núna heldur en þeir vom á hennar aldri," sagði Gilchrist. Emie Els, sem er einn af mestu aðdáendum er heldur ekki í vafa um að hún hefur flest allt til að bera til að spila með körlum daginn út og daginn inn. „Hún hefur allt til að bera til að geta spiiað á PGA- mótaröðinni. Ef hún fær tíma til að styrlja sig og bæta leik sinn þá sé ég ekki að það sé hægt að koma í veg fyrir að hún verði á mótaröðinni þegar fram líða stundir. Hún hefur allan grunninn, líkamsstaðan er rétt, hún heldur rétt á kylfunni - það er allt ftillkomið. Hún býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Það er bara tfrnaspursmál hvenær hún nær að nýta alla þessa hæfileika og þá mun golfheimurinn taka eftír því svo um munar," sagði Els. Spilað með jafningjum Wie er í dag alltof góð til aö spila við jafiialdra sína. Það er hreinlega ekki gaman fyrir jafnmikla keppnismanneslqu og hún er að hafa yfirburði á meðal imgjinga. Það er hægt að líkja henni við knattspymuundrið Freddy Adu, sem er jafngamall og Wie. Hann skrifaði undir atvinnumannasamning fyrir skemmsm og það er því rökrétt skref fyrir hana að spiia gegn atvinnumönnum. Hún hefur flest til að bera og lítur frekar út fyrir að vera 25 ára, bæði í útliti og fasi, heldur en 14 ára. Hún er orðin álflca vinsæl og Tiger Woods og Annika Sörenstam innan golfheimsins og mun trekkja að áhorfendur hvar sem hún mtm spila. Það er því erfitt að finan rök gegn því að htin spili á eins mörgum atvinnumótum og hún getur. Gagnrýni á föðurinn Faðir hennar hefur verið gagnrýndur af mörgum fyrir að reka hana of harkalega áfram. Þær raddir heyrast að ekkert ijórtán ára gamalt bam ætti að þurfa að takast á við pressuna sem fyigir því að keppa sem atvinnumaður. Hann segistþó ekki gera það og Wie segist sjálf hafa gaman af því sem hún er að gera. Það kemur varla nokkrum manni við hvað fer ffam innan fjölskyldunnar en spumingin er hvort Wie muni gera uppreisn þegar hún er sextán ára, brenna út þegar hún er átján ára, hætta í golfi þegar hún er 21 árs og búin með skólann eða hreinlega vinna eitt af stóm mótunum fjórum áður en hún verður þrftug - hjá körlunum að sjálfsögðu. oskar@dv.is r „Þótt hún sé ekki etdrí en hún erþá hefég aídrei sé konu sveifía kylfu eins og hún gerir. Þegar ég var fjórtán ára þá varég ennþá að spila á fremri teigum en hér er Michelte aðspilaáPGA- mótaröðinni" É:>' y v - ÉÉlffláÍÉ Jillíi isiliií SiBíísíS;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.