Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Page 18
Fókus DV
18 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004
Skemmtanir* Kiukkan2o
hefst dagskrá í Salnum í Kópavogi
þar sem greint er frá niðurstöðum úr
ljóðasamkeppni á
vegum Lista-og
menningarráðs
Kópavogs. I október
síðastliðnum var aug-
lýst eftir ljóðum í
ijóðasamkeppnina
“Ljóðstafur Jóns úr
Vör“. Dagskráin hefst
með því að Sigurrós Þorgrímsdóttir,
formaður
Lista- og menningarráðs, setur sam-
komuna. Hjörtur Pálsson les upp
ijóð. Þá minnist bæjar-
stjóri, Sigurður Geirdal, Jóns úr Vör.
Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón
og Jónas Ingimundarson, píanóleik-
ari, flytja nokkur lög. Formaður
dómnefndar, Matthías Johannessen,
gerir síðan grein fyrir niðurstöðum
nefndarinnar og formaður Lista-og
menningarráðs afhendir verðlaunin.
Dagskránni lýkur svo með veitingum
í boði Lista- og menningarráðs
Kópavogs. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
Fundir og fyrirlestrar
• Stefán Ingi Stefánsson, nýráð-
inn framkvæmdarstjóri UNICEF á
fslandi, heldur fyrirlestur um starf
UNICEF, stofnun og markmið ís-
lensku landsnefndarinnar á Fé-
lagsvísindatorgi í Þingvallastræti
23, stofu 14, í dag klukkan 16.30.
• Kristileg skólasamtök (KSS)
standa fyrir kynningarfundi á
svokölluðu Alfa námskeiði í kvöld
í húsi KFUM og KFUK við Holta-
veg 28 klukkan 20. Námskeiðið
sjálft hefst í næstu viku og fjallar
um grunnatriði kristinar trúar og
leitast við að svara spurningunni
um tilgang lífsins. Allir eru vel-
komnir.
Ruth hjá Sirrý
Lífið eftir vinnu
Sýningar* Gauthier Hubert
og Guðný Rósa Ingimarsdóttir
hafa opnað sýningu í Nýlistasafn-
inu. Hún stendur til 17. febrúar.
• Rósa Sigrún Jónsdóttir hefur
opnað sýningu í Gallerí Hlemmi.
Verkið sem Rósa sýnir heitir „Um
fegurðina" og samanstendur af
um það bil 10.000 samansaumuð-
um eyrnapinnum og vídeói.
• Þýski myndlistarmaðurinn
Ingo Fröhlich er með sýningu sína
Strich + Linie / Lína + strik í Gall-
erí Kling og Bang, Laugavegi 23.
Sýning Ingo stendur til 8. febrúar.
Styttist í útsölu
Útsalan í verslunum
Skífunnar í byrjun árs er
alltaf vinsæll við-
burður enda er þá
meirihlutinn af
vörum boð-
inn til sölu
á talsvert
lægra
verðien
venju-
lega. Útsalan verður að-
eins seinna á ferð í ár en
venjulega og hefst 3.
febrúar næstkomandi.
Stúdentaleikhúsið er þessa dagana að æfa 101 Reykjavík eftir
Hallgrím Helgason og er uppsetningin að hluta til spuni. Formað-
ur Stúdentaleikhússins og einn leikenda er Ástbjörg Rut Jónsdótt-
ir sem utan æfinga leggur stund á nám í táknmálstúlkun.
Astbjörg Rut Jónsdóttlr
I táknmálstúlkun þarf
maöur oft að standa fyr-
ir framan mikið affólki
og segja frá þvísem
hinn heyrnarlausi er
að tjá. Þá þarfmað-
ur að hafa góða
raddbeitingu og
skýran framburð á
islensku, en hið
sama á einnig við um
leikara."
Survivor-maraþon
Það styttist í að áttunda
þáttaröðin af Survivor,
Stjömu-Survivor, hefjist
á SkjáEinum. Af því tÚ-
efni hefiir stöðin ákveðið
að vera með maraþon-
sýningar á gömlu þátta-
röðunum. Sýningarnar
verða firá næsta mánu-
degi, 26.janúar til 1.
febrúar, frá morgni tii
kvölds. Nákvæmar upp-
lýsingar um sýningar-
tfma má finna á
www.sl.is.
„Ég hef mjög lengi haft áhuga á leiklist, og áhuginn á
táknmálstúlkun spratt síðan út frá því,“ segir Ástbjörg
Rut Jónsdóttir, formaður Stúdentaleikhúss Háskólans og
nemi í táknmálstúlkun. „I táknmálstúlkun þarf maður
oft að standa fyrir framan mikið af fólki og segja frá því
sem hinn heyrnarlausi er að tjá. Þá þarf maður að hafa
góða raddbeitingu og skýran framburð á íslensku, en hið
sama á einnig við um leikara."
Ástríður var áður í nemendaleikhúsi MH, og tók þá
meðal annars þátt í uppsetningu á Dýrabæ, en hefur
undanfarin ár verið í Stúdentaleikhúsinu og tekið þátt í
uppsetningum á Upprisu holdsins og Sweeney Todd,
meðal annara verka. Næsta verkefni Stúdentaleikhúss-
ins er leikgerð bókarinnar 101 Reykjavík eftir Hallgrím
Helgason.
„Síðasta verkefni okkar, 1984, var hápólítsk ádeila og
stórt og mikið í sniðum. Þó að það hafi heppnast mjög
vel viidum við gera eitthvað hæglátara og léttara í þetta
skiptið." Það gekk þó ekki með öllu eftir áætlun. „Upp-
runalega ætluðum við að búa til spunaverk, en leikstjór-
inn komst svo ekki í verkefnið vegna anna heimafyrir.
Við höfðum þá samband við Hjálmar Hjálmarsson, sem
stakk upp á að taka fyrir bók Hailgríms. Við fengum svo
leyfl frá Hallgrími síðasta föstudag. Æfingar hófust síðan
strax í gær, en yflrleitt líða tveir til þrír mánuðir frá því að
verkið er valið og þangað til æflngar hefjast."
Leikgerð 101 verður þó ólík kvikmyndinni. „Þetta
verður að hluta til spuni og að hluta til upp úr bókinni,
en þó verður ávallt stuðst við efni bókarinnar og mynd-
in höfð til hliðsjónar. En það voru ýmsar senur og ýmsir
karakterar sem komu ekki fyrir í myndinni, þannig að
þetta verður talsvert öðruvísi."
Þessa dagana stendur yfir menningarvika Háskólans,
og Stúdentaleikhúsið verður með uppákomur. „Við aug-
lýsum aldrei fyrirfram dagskrá, heldur dúkkum við upp
hér og þar. Ætlunin er að fólk viti ekki hvort um er að
ræða garnan eða alvöru. 1 fyrra þóttumst við vera grafal-
varlegur kór, en svo sungu allir rammfalskt, og svo buð-
um við upp á rúnstykki með rjóma."
í vor vonast leikhúsið eftir að komast til Svíþjóðar.
„Ætlunin er að hafa samstarfsverkefni með leikhóp í Sví-
þjóð, og við myndum verða sirka viku þar og þeir svo
koma hingað, og svo myndum við setja upp spunaverk
sem væri búið til á þessum tíma. En þetta veltur allt á
hvort við fáum styrk. Ef einhver vill gerast styrkgjafi er
honum frjálst að hafa samband.“
Endimörk hugdirfskunnar
Söguþráðurinn í Last Samurai er
einfaidur. Tom Cruise er fullur og at-
vinnulaus heima í Bandaríkjunum. Tom
Cruise fær tiiboð um að þjálfa heri Jap-
anskeisara gegn uppreisnargjömum
Samúræjum. Tom Cruise er handtekinn
í bardaga af téðum Samúræjum, og eftir
margar senur þar sem hann slæst við þá,
leikur við börnin þeirra og horfir á kon-
ur þeirra, gengur hann til liðs við þá.
Farið er í
ICvikmyndir
gegnum
allar klisjurnar, en myndin virkar þó, og
það vel. Fyrir þessu eru tvær ástæður.
Annars vegar sá að söguþráðurinn, þótt
einfaldur sé, gengur upp. Tom Cmise er
í óþekktu landi, og það eina sem gerir
hann hliðhollan keisaranum er kaupið.
Þegar svo bætist ofan á að honum er í
nöp við amerískan yfirboðara sinn
vegna fjöldamorðs hans á indjánum, og
að hann þarfnast sjálfur lausnar vegna
þátttöku sinnar í téðum morðum, er
auðvelt að skilja hvers vegna hann skipt-
ir um lið. Persónur allar em trúar sjálf-
um sér, og maður velkist aldrei í vafa um
hvers vegna þær gera það sem þær gera,
jafnvel þegar þær gera áras á fallbyssur
með spjótum. Sérstaklega vel heppnuð
er persóna Katsumoto, sem er ekki ein-
ungis harðsvíraður hermaður eins og
Japanir eru yfirleitt í slíkum myndum,
heldur vflar ekki fyrir sér að bregða á leik
í veislum og virkar þannig á mann sem
manneskja.
En það sem gerir bíóið að upplifun
er mögnuð sviðsmyndin. Um miðbik
hennar, þegar okkar menn kljást við
árás ninja-hermanna virðist myndin
ætla að verða meiri Kill Bill en
Kurosawa, en lokaáitlaup Samrúræja
gegn nútímaher keisarans hlýtur að vera
með því magnaðra sem sést hefur á
hvíta tjaldinu. Um það þarf ekki að hafa
fleiri orð, að horfa á fornaldarherinn
vera sallaðan niður af vélbyssum segir
allt sem segja þarf. Hinar fornu dyggðir
hermennskunnar, heiður og hugrekki,
eiga ekki lengur við. Nútímahernaður
gengur út á að ýta á takka, og hugdirfska
dugir skammt gegn sprengikúlum. Ef
aðeins myndin hefði endað hér. Fjórar
stjömur liefðu varla verið nóg. En nei,
Tom Cmise stendur upp ósnertur af
kúlnaregninu sem drap alla félaga hans,
og fær keisarann til að skipta um skoð-
un. Alltaf þarf hetjan að sigra að lokum,
þvert á alla sagnfræði jafnt sem heil-
brigða skynsemi. Braveheart dó fyrir
málstaðinn og vinnur þannig móralsk-
an sigur en, ó nei, það kemur náttúm-
lega í ljós að hann barnaði Englands-
drottningu fyrst þannig að afkomendur
hans munu sitja á krúnunni uni
ókomna framtíð. Og Gladiator deyr ekki
einungis hetjudauða, heidur er lýðveld-
ið í Róm endurreist að honum látnum.
Ætíi næsta Kristsmynd, sem Mel Gibson
vinnur nú hörðum höndum að, endi
ekki á því að hann barni dóttur keisar-
ans eða káli öllum Rómveijunum með
krossinum?
The Last
Samurai
Sýnd í Sambíóunum og Háskólabió
Það er annars hressandi að sjá hvað
myndin er almennt lítið hrifin af út-
þenslustefnu Bandarikjanna, ólíkt til
dæmis Gladiator, sem hefst á að Russel
Crowe siðmenntar barbara með orra-
hríð. Bandaríkin drepa indíána, Banda-
ríkin þvinga Japani til undirgefni, og
gegn þessu stendur sjálfur gulldrengur
Bandaríkjanna, Tom Cmise. En í raun
vom það ekki Samúræjar, heldur um-
bótasinnar sem höfðu rétt fyrir sér. Að-
eins með því að tileinka sér efnahag og
hemaðartækni Vesturlanda gátu þeir
haidið fast í sjálfstæði sitt og siði. Stund-
um þarf maður að gera eins og óvinur-
inn, úl að forðast að vera eins og hann.
Valur Gunnarsson
Fólk með Sirrý er að
sjálfsögðu á dagskrá
SkjásEins í kvöld
klukkan 21.Ævisög-
ur verða til umfjöll-
unar í þættinum í
kvöld og
Jæja
verður
meðal
anars rætt við Ruth
Reginalds og Rikey
mömmu hennar en þær
mæðgur hafa sent hvorri
annarri tóninn eftir að
ævisaga Ruthar kom út
fyrir jólin.
• Á Kjarvalsstöðum stendur yflr
sýningin Ferðafuða, sem er sýning
á míníatúrum eftir fjölmarga ís-
lenska listamenn. Þar stendur
einnig yfir sýningin „Myndlistar-
húsið á Miklatúni - Kjarvalsstaðir
í 30 ár“. Báðum þessum sýningum
lýkur 25. janúar.
• Sýning á málverkum eftir
Braga Ásgeirsson stendur yfir í
forkirkju Hallgrímskirkju. Bragi
sýnir stór óhlutbundin oiíuverk
þar sem hann vinnur með ljósið
og þau birtuskil sem framundan
eru. Sýningin stendur til 25. febr-
úar.
Sigur Rós Upptökur á næstu plötu ganga
vel og má búast við henni I haust.
Upptökur
ganga vel
Upptökur á nýrri plötu Sigur
Rósar ganga vel og á fréttasíðu
sveitarinnar kemur fram að grunn-
ur hefur verið lagður að sex lögum.
Á síðunni segir að sveitin vinni
plötuna öðruvísi en þá síðustu, nú
semji þeir lögin jafnóðum í stúdíó-
inu öfugt við síðast þegar þau voru
öll tilbúin þegar í hljóðverið var
kontið. Búast má við að platan verði
tilbúin t' haust. Eins og DV greindi
frá á dögunum gerði Sigur Rós ný-
verið stóran samning við útgáfuris-
ann EMI sem gefur út næstu plötu
þeirra í Evrópu. Sigur Rós fagnaði
um þarsíðustu helgi tíu ára afmæli
sínu og bauð af því tilefni vinum og
velunnurum sínum til heljarinnar
veislu á Mojitos.
Fyrsta
At ársins
Fyrsti þáttur Ats í Ríkissjónvarp-
inu á nýju ári er í kvöld. Að vísu
fengum við einn upprifjunarþátt
snemma í janúar en nú er komið að
fyrsta hefðbundna þættinum. Pétur
pókus kíkir í heimsókn og hljóm-
sveitin Hölt hóra tekur lagið auk
þess sem karókígræjur ýmiss konar
eru skoðaðar og passar það ágæt-
lega nú þegar Idol-æðinu er að
ljúka. Þátturinn hefst kiukkan 20.45
og umsjónarmenn eru sem fyrr þau
Villi og Sigrún.