Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Síða 24
24 MIÐVIKUDACUR 21. JANÚAR 2004
Sport DV
Hagnaður hjá
Birmingham
Forráðamenn enska
úrvalsdeildarliðsins Birm-
ingham brosa breitt þessa
dagana en félagið tilkynnti í
gær að 3,3 milljóna punda
hagnaður fyrir skatta hefði
verið á rekstri félagsins á
tólf mánaða tímabili sem
endaði í ágúst á síðasta ári.
Birmingham lék sitt fyrsta
tímabil í langan tíma í
úrvafsdeildinni og jókst
veltan um um rúmar tutt-
ugu milljónir punda, upp í
36,5 milljónir punda. David
Sullivan, stjórnarformaður
Birmingham, var að vonum
sáttur við þessa útkomu.
„Þetta hefur verið gott ár
fyrir félagið bæði innan
vallar sem utan og ég er
gríðarlega ánægður með
það sem hefur verið að
gerast hjá okkur," sagði
Sullivan. Birmingham
keypti leikmenn fyrir þrett-
án milljónir punda á þessu
tímabili og sagði Sullivan
að Steve Bruce, knatt-
spyrnustjóri liðsins, ætti
ekki hvað stærstan þátt í
þessum árangri.
ÍBV mætir
frönsku liði
Kvennalið ÍBV mætir
franska liðinu Havre
Athletic Club í 16 liða úr-
slitum Áskorendakeppni
Evrópu en ÍBV sló út búlg-
arska liðið Etar Tavarno um
síðustu helgi. Franska liðið
þykir vera mjög öflugt og er
í þriðja sæti frönsku 1.
deildarinnar. Frakkar eru
ríkjandi heimsmeistarar í
kvennahandbolta þannig
að Eyjastúlkur eiga erfltt
verkefni fyrir höndum.
Rosickyáleið
til Chelsea
Tékkneski miðju-
maðurinn Tomas Rosicky,
sem leikur með Borussia
Dortmund í Þýskalandi,
segist vera búinn að gera
samkomulag um að ganga
til liðs við enska úrvals-
deildarliðið Chelsea. Dort-
mund á í miklum fjárhags-
vandræðum og sagði Ros-
icky að félögin tvö ættu
bara eftir að komast að
samkomulagi um kaup-
verðið.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari ætlar að bíða
eins lengi og leyfilegt er með það að tilkynna inn 15 manna
hóp og segist Guðmundur ekki enn vera búinn að ákveða
hvaða tveir leikmenn verða fyrir utan liðið.
Guömundur óákveðinn Guðmundur
Guðmundsson, landsliðsþjálfari I hand-
knattleik, hefur ekki enn ákveðið hvaða
fimmtán leikmenn hann tilkynnir inn til
mótshaidara i Celje fyrir fyrsta leik liðsins
gegn Slóvenum annað kvöld en hann er
ánægður með batann hjá fyrirliða iiðsins,
Degi Sigurðssyni. DV-mynd Pjetur
Ekki búinn
að velja15
manna hóp
íslenska landsliðið hefur leik á
Evrópumótinu í handbolta á
fimmtudaginn í Celja og mótherj-
arnir eru heimamenn í Slóveníu.
Guðmundur Guðmundsson,
landsliðsþjálfari valdi 17 menn áður
en liðið fór frá Danmörku en ætlar
að bíða með það eins lengi og hann
getur að tilkynna inn til mótshaldara
þá 15 leikmenn sem verða í liðinu í
upphafi keppn-
DV, CELJE
innar. Tveir leik-
menn úr þessum 17 manna hópi
munu byrja fyrir utan liðið en vegna
meiðsla leikmanna í hópnum hefur
Guðmundur ákveðið að bíða með
að ákveða sig þar til eftir æfingar
liðsins í dag en íslenska liðið mun þá
æfa tvisvar í nýrri og glæsilegri
íþróttahöll í Celje.
Óvissa með Dag
Óvissan er mest í kringum fyrir-
liðann, Dag Sigurðsson en einnig
eru meiðsli Rúnars Sigryggssonar
áhyggjuefni en hann meiddist í
leiknum gegn Egyptum á laugardag-
inn. Sigfús Sigurðsson virðist vera
búinn að ná sér af sínum meiðslum
en Snorri Steinn Guðjónsson hefur
aftur á móti bæst á meiðslalistann.
„Ég er ekki búinn að ákveða
hvaða 15 menn ég tilkynni inn og vil
sjá hvernig ákveðnir menn koma út
á æfingunum á morgun (í dag). Ég
var mjög ánægður með hvernig
Dagur kom út í leiknum gegn Dön-
um á mánudagskvöldið og ég ætla
reyna að halda öllu opnu fram í
lengstu lög," sagði Guðmundur í
samtali við DV í gær en ekki var al-
veg ljóst hvenær lokafresturinn til að
tilkynna liðið rennur út.
Sálfræðistríðið hafið
Eins og áður sagði eru Slóvenar
fyrstu mótherjar íslenska landsliðs-
ins og það má segja að sálfræði-
stríðið sé þegar hafið en 30 töskur
urðu eftir í Vín þegar íslenski hóp-
urinn flaug yfir til Ljubliana. Sló-
venarnir lofuðu úrbótum sem fyrst
en það er ljóst að þessu fylgja mikil
óþægindi fýrir íslenska hópinn ekki
síst þar sem tölvugreiningarbúnað-
ur landsliðsins varð eftir í Austur-
ríki. Alls flutti íslenski hópurinn
með sér 900kg af farangri til Slóven-
íu.
henry@dv.is
Gætu selt Smith Forráðamenn Leeds gætu þurft að selja vinsælasta leikmann félagsins, Alan
Smith, til að lifa af. Reuters
Leeds leitast við lækka launakostnað
Þurfa að selja Smith
nema launalækkun
leikmanna komi til
Forráðamenn Leeds fengu
vikufrest til viðbótar til að forða
félaginu frá greiðslustöðvun á
mánudaginn og leita nú allra leiða
til að finna þær fimm milljónir
punda sem vantar til að félagið fari
ekki í greiðslustöðvun.
Þeir hafa farið þess á leit við
leikmenn liðsins að þeir taki á sig
tímabundna 30% launalækkun en
leikmennirnir hafa ekki tekið þeirri
uppástungu fagnandi þrátt fyrir að
Trevor Birch, starfandi
stjórnarformaður félagsins, hafi sagt
að launin verði færð aftur f sama
horf eftir að tímabilinu lýkur.
Ekki einfalt mál
Vandamál leikmanna er að sögn
ensku leikmannasamtakanna að
leikmennirnir borga um helming
núvernandi launa sinna í
eftirlaunasjóð og þurfa að standa
skil á þeim greiðslum burtséð frá því
hvaða laun þeir eru með.
Gordon Taylor, fram-
kvæmdastjóri leikmannasamtak-
anna, sagði að það væru ekki allir
leikmenn liðsins með sextíu þúsund
á viku eins og Mark Viduka og því
væri málið ekki einfalt. „Ég hef trú á
því að málið leysist því að leikmenn
gera sér grein fyrir því að félagið
verður hvorki fugl né fiskur ef það
fer í greiðslustöðvun. Leikmenn eru
tilbúnir til að seinka greiðslum til að
hjálpa félaginu en það er erfitt fyrir
þá að gefa frá sér peninga sem þeir
fá sennilega aldrei aftur.
Geta selt Smith
Annar kostur hjá forráða-
mönnum félagsins er að selja
framherjann snjalla Alan Smith en
Newcastle hefur áhuga á að kaupa
hann fyrir þrjár milljónir punda. Það
myndi væntanlega ekki verða
vinsælt hjá stuðningsmönnum
liðsins enda Smith í dýrlingatölu hjá
þeim auk þess sem Eddie Gray,
knattspyrnustjóri liðsins, hefur lýst
því yfir að Smith sé maðurinn sem
geti leitt liðið út úr þeim innan-
vallarógöngum sem liðið er komið í
en það situr í neðsta sæti ensku
úrvalsdeildarinnar.
Tvö tilboð ekki gengið upp
Það hafa borist tvö tilboð í
féalgið, eitt frá Al-Khalifa frá Barein
upp á 35 milljónir punda og annað
frá fyrrverandi aðstoðarstjórnar-
formanni félagsins, Allan Leighton,
en lánadrottnar félagsins töldu það
tilboð ekki nægilega gott tU að hægt
væri að taka því.
Forráðamenn Leeds eru því í
kapp við tímann og verður fróðlegt
að fylgjast með því hvort þeir hafi
betur í því kapphlaupi.