Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Page 25
DV Sport
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 25
Reglur Alþjóða dómaranefndarinnar gera það að verkum að besti dómari heims, ítalinn Pierluigi
Collina, þarf að hætta að dæma á alþjóðavettvangi vegna aldurs en reglurnar leyfa dómurum ekki að
dæma alþjóðlega leiki eftir að þeir hafa náð 45 ára aldri. Einhverjir myndu segja að Collina væri að
hætta langt fyrir aldur fram.
Það er væntanlega ekki á neinn hallað þdtt því sé haldið fram að ítalski
dómarinn Pierluigi Collina sé besti dómari heims um þessar mundir.
Collina hefur reyndar borið höfuð og herðar yfir flesta kollega sína
undanfarin ár en það færir honum ekkert fram yfir aðra dómara þegar
kemur að því að hætta vegna aldurs. Collina, sem heldur upp á 44 ára
afmæli sitt í næsta mánuði á nefnilega bara eitt ár eftir sem alþjóðlegur
dómari og þarf að hætta í júní á næsta ári. Reglur dómaranefndar Alþjóða
knattspyrnusambandsins kveða á um að enginn megi dæma alþjóðlega
leiki ef hann er orðinn 45 ára gamall og því verður Collina að hlýða líkt og
einn besti dómari íslenskrar knattspyrnu frá upphafi, Gylfi Orrason, en
þeir munu báðir syngja sinn svanasöng í dómgæslu á alþjóðlegum
vettvangi á næstunni, Gylii í lok þessa árs og Collina um mitt næsta ár.
„Ég verð 45 ára í júní á næsta ári
og þá mun ég hætta eins og
reglurnar segja til um. Því er hins
vegar ekki að leyna að ég vildi glaður
halda áfram," sagði Collina við
fréttaþjónustuna Anza.
„Ég get að vísu ekki sagt annað en
að það sé svolítið sérstakt að ákveða
þetta út frá kennitölum manna. Ég
mun þó að sjálfsögðu hlýða þessu
því að dómarar eru menn laga og
reglna," sagði Collina.
Ógnandiaugnaráð
Collina er langþekktasti knatt-
spyrnudómarinn í heiminum í dag
og honum hefur verið treyst fyrir
gífurlega erfiðum verkefnum á
undanförnum árum. Hann dæmdi
úrslitaleik Ólympíuleikanna í
Atlanta árið 1996, úrsiitaleikinn á
HM í Japan og Suður Kóreu íyrir
tveimur árum og hinn eldfima leik
Tyrkja og Englendinga í undan-
keppni EM í Istanbúl í október.
Collina, sem er þekktur fyrir nauða-
sköllótta höfuðkúpu og ógnandi
augnaráð, hefur komist frá öllum
þessum verkefnum með glans.
Hann var valinn dómari ársins á
Ítalíu í síðustu viku annað árið í röð
en það var eingöngu fyrir tilviljun að
hann byrjaði að dæma og vegna
meiðsla. Eftir að hafa farið í gegnum
neðri deildarnar á Ítalíu dæmdi
Collina fyrsta leik sinn í efstu deild í
desember 1991. Síðan þá hefur hann
vart litið til baka og átt stórkostlegan
feril.
Pressa á dómaranefndinni
Það ætti ekki að koma á óvart þó
að dómaranefndin verði sett undir
nokkra pressu að breyta reglunum
þegar kemur að því að Collina þarf
að leggja flautuna á hilluna. Það
hefur þó aldrei verið gefin
undantekning frá þessari reglu og
ólíklegt að reglugerðarbákn eins og
Alþjóða knattspyrnusambándið fari
að gefa eftir út af einum sköllóttum
ítölskum dómara - þótt góður sé.
PIERLUGI COLLINA
Fæddun 13. febrúar 1960 í
Bologna á (talíu.
Fjölskylda: Eiginkona hans er
Gianna Collina og hann á tvær
dætur, Fransescu og Carolinu.
Uppáhaldslið: Fortuna Bologna i
efstu deild ítalska körfuboltans.
Fyrsti leikur (efstu deild: Ver-
ona-Ascoli 15 .desember 1991.
Collina sjálfur bendir á að margir
leikmenn hafi haldið áfram að spila í
hæsta gæðaflokki þrátt fyrir að vera
eldri en gengur og gerist. „Ég get
bent á Dino Zoff, fyrirliða ítala á HM
1982. Hann var fertugur þá og lyfti
heimsmeistaratitlinum. Hann var
frábær fyrirmyhd og það hefði verið
fráleitt að segja honum að hætta 35
ára," sagði Collina.
Beckham í uppáhaldi
Collina er gífurlega vinsæll meðal
leikmanna og á margar treyjur bestu
leikmanna heims eins og Ronaldo,
Davids Beckhams og Zinedine
Zidane. Hann heldur mikið upp á
Diego Maradona, Roberto Baggio,
Raul og besta leikmann
kvennaknattspyrnunnar í heim-
inum, hina bandarísku Miu Hamm,
en uppáhaldsleikmaður hans er
David Beckham, fyrirliði enska
landsliðsins og leikmaður Real
Madrid. Þessi virðing er gagnkvæm
því að Beckham lýsir Collina sem
besta dórnara heims í ævisögu sinni
„Mín hlið“.
Það verður eftirsjá af þessum
litríka dómara sem er ef til vill sá
besti sem hefur nokkurn tíma komið
fram.
Aldurinn skiptir ekki máli
Gylfa Orrasonar, sem heftir verið
í framvarðarsveit íslenskra knatt-
spyrnudómara á undanförnum
árum, bíða sömu örlög og Collina.
Gylfi verður 45 ára á þesu ári og er
þetta því síðasta ár hans á
alþjóðlegum vettvangi. Gylfl sagði í
samtali við DV Sport í gær að hann
væri enn á sömu skoðun og hann
var fyrir nokkrum árum að aldurinn
ætti ekki skipta höfuðmáli.
„Það er mín skoðun að ef menn
geta hlaupið jafnlangt þegar þeir eru
fimmtugir og þegar þeir voru
fertugir þá eiga þeir að fá að dæma.
Það er fáránlegt að miða þetta við
aldur og það sem menn ættu gera
væri að herða reglurnar sem gilda
um form manna. Þá myndi aldurinn
ekki skipta öllu máli svo framarlega
sem menn myndu halda sér í
formi,“ sagði Gylfi.
Tólfgóð ár
Gylfi sagðist ekki geta kvartað en
viðurkenndi að hann myndi koma
til með að sakna þess að dæma
alþjóðlega leiki.
„Ég hef verið alþjóðlegur dómari
undanfarin tólf ár og átt góða
siglingu á þeim tíma. Ég er
tiltölulega sáttur við mitt á þessum
tímamótum en það er alveg ljóst að
ég mun koma til með sakna þess að
geta ekki lengur dæmt alþjóðlega
leiki. Þeir hafa verið skemmtileg
viðbót við dómgæsluna hérna
heima," sagði Gylfi.
Aðspurður um hvort hann myndi
ekki dæma í tvö til þrjú ár í viðbótar
á alþjóðlegum vettvangi ef
reglunum yrði breytt svaraði Gylfi
því játandi ef að hann væri ennþá
talinn nægilega góður.
Þarf að setja mörk
Halldór B. Jónsson, formaður
Dómaranefndar KSÍ, sagði í samtali
við DV Sport í gær að hann væri ekki
viss um að það væri endilega rétt að
að láta dómara hætta 45 ára en að
það væri nauðsynlegt að
setja mörk.
„Við höfum ekki
gert neinar tillögur
í þessum efnum
en þess ber þó
að geta að
menn geta
dæmt hér á
landi þar til
þeir eru orðnir
fimmtugir. Ég
veit ekki hvort
að það er rétt að
láta menn hætta
45 ára en ég held
hins vegar að
menn verði að setja I
mörk. Hvar þau mörk
eru erfitt að segja en
einhvern veginn sé ég
ekki sextugan mann fyrir
mér dæma leik á alþjóða
vettvangi. Það er
auðveldara að láta
aldurinn skera úr
um þetta heldur
en eitthvað
annað en
auðvitað eru til
dómarar sem
geta haldið
lengur áfram.
Það er oft
þannig að
þegar menn
eldast þá
verða þeir
rólegri, yfirvegaðri og oft á tíðum
betri dómarar. Það er hins vegar
engan veginn algilt og því hef ég
ekkert út á þessar reglur að setja,"
sagði Halldór B.
Fagmaður
Hann sagði
að Collina yrði
vænantlega
saknað en að karlinn væri orðinn
ríki í ríkinu. „Það skiptir engu máli
hvernig hann dæmir, það er allt frá-
bært hjá honum. Það er hins vegar
enginn vafi á því að hann er frábær
fyrirmynd fyrir unga dómara, mikill
fagmaður og sennilega vinsælasti
dómari heims í dag. Hans verður
saknað," sagði Halldór B. Jónsson.
oskar@dv.is
„Það er mín skoðun að ef
menn geta hlaupið jafnlangt
þegar þeir eru fimmtugir og
þegar þeir voru fertugir þá
eiga þeir að fá að dæma."
Melstaradelldin: Dæmdi úrslitaleik
Manchester United og Bayern
Múnchen í Barcelona árið 1999.
Fleimsmeistarakeppnin: Dæmdi
úrslitaleikinn á milli Brasilíu og
Þýskaland í síðustu keppni í
Yokohama í Japan.
Collina kveður
Italski dómarinn
Pierluigi Collina mun
hætta að dæma á
Iþjóðavettvangi á
næsta ári.
Reuters