Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 3
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 3
Fræðimaður deyr
Spurning dagsins
Forstjórar gráðugir úr hófi fram?
Jakob F. Ásgeirsson, alræmdur
fáni í munni almennings (ég er ekki
sú pempía að telja það óviður-
kvæmilegt að víkja orðum að því í
virðulegu blaði sem fólk er að tala
um sín á milli úti um allt í þjóðfélag-
inu í kjölfar greinaskrifa hans), hefur
lagt sig í líma við að fremja
akademískt sjálfsmorð á síðum
blaðanna undanfarið. Ástæða þess
hve mikinn hann hefur farið með
penna sínum er sú að allir sem ætla
má að hafi meira vit á bókmenntum
og sagnfræði en hann virðast vera á
einu máli um að ævisaga Valtýs Stef-
ánssonar, sem hann færði í letur, sé
afleit.
Stjórnmálafræðifúx
Vissulega er það broslegt þegar
stjómmálaffæðifúx, ef marka rná
Fréttablaðið, þykist vita betur hvað
geri ævisögur góðar heldur en þeir
sem getu hafa haft til að standast
doktorspróf í sagnfræði og bók-
menntafræði. Einkum eru viðbrögð
hans þó brosleg vegna þess hve vel
þau lýsa vænisýkinni sem einkennir
viðbrögð harðsvíraðra Sjálfstæðis-
ílokksíhalda eins og Jakobs við
gagnrýni á verk þeirra. Þau eru svo
Davíð Þór Jónsson
gagnrýnir Jakob F.
Ásgeirsson harðlega.
Kjallari
sannfærð um að í hvert sinn sem
þeim er ekki hossað að tilefnislausu,
eins og þau eiga að venjast, Séu þau
að gjalda stjórnmálaskoðana sinna
og leita ástæðnanna fyrir gagnrýn-
inni alls staðar annars staðar en í því
sem gagnrýnin beinist að; verkun-
um sjálfum. Og það jafnvel þótt
hægt sé að sýna fram á það með ein-
földum hætti að verkin brjóti í bága
við flestar viðurkenndar reglur fræð-
anna um fagleg vinnubrögð - ef ekki
landslög.
Fúllyndur gagnrýnandi
Hvað telur Jakob liggja að baki
neikvæðri umfjöllun honum fróð-
ari manna um bók hans? Jú, hann
hefur tínt það til: Gagnrýnandinn,
doktor í sagnfræði, er óuppdreg-
inn, fúllyndur, smásmugulegur og
hefur óaðlaðandi sjónvarpsfram-
komu. Einkalíf sjónvarpskonunnar,
Menntamálaráðherrann Velgerð mann-
eskja og hæfileikarik.
Þorgerður í
meðbyr
Lesandi skrífar.
Miklar væntíngar eru bundnar
við störf Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttur í embætti menntamála-
ráðherra og hér fylgja henni góðar
óskir um að vel takist til. Aftur á móti
er best að allir hafi varann á, þó svo
Lesendur
að Þorgerður sér einkar vel gerð
manneskja og hæfileikarík. Þannig
hefur hún verið í meðbyr allan sinn
stjórnmálaferil. Aðeins notið já-
kvæðrar athygli og auðvitað
blómstra allir við slíkar kringum-
stæður!
Þegar stjórnmálamaður er hins
vegar kominn í umsvifamikið ráðu-
neyti og hefur undir málaflokka sem
ólíkar skoðanir eru uppi um er trú-
legt að siglingin verði ekki jafn auð-
veld. Þorgerður Katrín þarf sem ráð-
herra menntamála að sigla í gegnum
brimgarð og meðfram boðum og sú
spurning er áleitin hvort hún komi
fleyinu heilu í höfn þegar kjörtíma-
bilið er á enda.
Fígúrur og fiskur
undir steini
Sigríður Pálsdóttir hríngdi:
Keppni Stöðvar 2 um Idol-stjörnu
ársins, sem nýlega er afstaðin, snerist
ekki nema að óverulegu leyti um hver
keppenda kynni best að syngja eða
gæti af mestri snilli umgengist þá tólf
tóna sem þarf að raða saman svo úr
verði lag. Öllu heldur snerist keppnin
um að búa til fyrirmyndir í þjóðlífinu,
sem sfðan verða notaðar sem auglýs-
ingafi'gúrur eða fyrirmyndir í hinum
aðskilanlegustu málum. Áður en að
lokakeppninni kom voru þeir þrír
söngvarar, sem hana þreyttu, til
dæmis farnir að sjást í auglýsingum
um Kókakóla og kartöfluflögur - og í
framhaldinu munum við sjá þau víð-
ar.
Allt ber þetta vott um hræðilegt
menningarleysi og að baki Idol-
keppninni sé ekki mildl innistæða.
Sigurvegarinn kemur úr Grindavík og
þar í bæ hefur honum verið fagnað
innilega. En hvað býr að baki? Rifja
má upp að fyrir tæpum þrjátíu árum
var gerð sjónvarpsmyndin Fiskur
undir steini, en boðskapur hennar
var að hvergi sem þar væri mannlífið
jafn menningarsnautt. Fólkið stritaði
í fiskinum dagana langa en lyfti sér
svo á kreik um helgar og það með lág-
kúrulegum hætti.
Ekki skal dæmt um hvort sigur-
gleði Grind-
víkinga helg-
ast af lágkúru,
en undarleg er
hún engu að
síður. Vonum
samt að Kalli
Bjami haldi
lagi og syngi
Suðurnesin
inn á kortið -
enn betur en
orðið er.
Kalli Bjarni
Syngur Suðurnesin inn ó
kortið
sem hafði það hlutverk að spyrja
gagnrýnandann hvað honum fynd-
ist, hefur verið til umfjöllunar í
Séðu og heyrðu og hún því verið á
milli tannanna á kjaftatífunum sem
Jakob umgengst. Alltjent hafði ég
ekki heyrt hana kallaða tálkvendi
fyrr en Jakob gerði það. Hvernig
hægt er að setja samasemmerki á
milli þess að vera tálkvendi og vera
illa við Jakob er síðan öllum nema
honum sjálfum hulin ráðgáta. Enn
fremur eru þau bæði illa innrætt og
dæmdu bækurnar eftir innræti
sínu. Guðni Elísson, doktor í bók-
menntafræði, gagnrýndi þetta, en
Jakob telur þá gagnrýni ekki byggða
á neinu sem hann sagði heldur ein-
göngu því að Guðni sé hugsanlega
kjósandi Samfylkingarinnar (sann-
leikann um það veit Guðni einn) og
hafi aukinheldur einu sinni farið
með ýkjur í frásögn af litskyggnu-
sýningu hjá Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni.
Brenglað raunveruleikaskyn
Auðvitað þarf alveg sérstakfega
brenglað raunveruleikaskyn til að
telja þessar skýringar á neikvæðri
gagnrýni sennilegri en þá sem liggur
í augum uppi - að bókin sé vond.
Það skal viðurkennt að ég hef ekki
lesið hana, enda er hún ekki til um-
fjöllunar hér. Sé hún hins vegar jafn-
vönduð og greinaskrif Jakobs upp á
síðkastið efast ég ekki um að hún
verðskuldi fyUilega að hafa verið til-
nefnd til verðlauna fyrir að vera
næstum því jafnmerkilegt afrek og
að ljósrita æviminningar HaUdórs
Laxness.
Framvegis mun enginn með viti
lesa orð af því sem hrýtur úr penna
Jakobs nema í þeim tilgangi að
glotta að því hvaða blóraböggla
hann hafi nú fundið íyrir getuleysi
sínu. Það gefur augaleið að hann er
að leita afar langt yfir skammt þegar
hann finnur ástæður þess að hann
nýtur ekki þeirrar virðingar, sem
hann telur sjálfur að honum beri, í
fasi, einkalífi og stjórnmálaskoðun-
um annarra en sjálfs sín.
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds.
Laun alltaf þrætuepli
„Almennt eru þeir það ekki. Mér fínnst það t.d.
ekki tákn um græðgi að forstjóri SlF, stærsta
fyrirtækis á íslandi, fái rúmar 2 milljónir á
mánuði.Að vísu telég menn teygja sig óþarf-
lega langt með því að hann þiggi full for-
stjóralaun í rúmlega þrjú og hálft ár eftir að
hann lætur afstörfum. Yfírleitt er um eitt ár að
ræða í samningum forstjóra. En menn gleymi
því ekki að forstjórar ákveða ekki laun sín
sjálfír. Það erí verkahring eigenda fyrirtækja
að ákveða laun forstjóra. Því meiri kröfursem
eigendur gera um hagnað þeim mun meiri
líkur eru á að þeir umbuni forstjórum sínum.
Laun forstjóra eru og verða alltafþrætuepli."
Jón G. Hauksson, ritstjóri
Frjálsrar verslunar.
„Forstjóri SÍF
virðist hafa lið-
lega húsbænd-
ur úr því hann
fær svona
samning. Sjálf-
um finnst mér
þetta einum of.
Aimennt
launafólk fær
ekki svona
samninga. Verkalýðshreyfíngin hefur
oft mótmælt þessu en ég býst ekki við
að við mótmælum þessu tiltekna máli."
Halldór Björnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins
„Viðgetum
ekki dæmt
hópinn, en
margir starfs-
lokasamning-
ar, sem og sér-
stakar ívilnanir
forstjóranna,
eru í engu
samræmi við
það samfélag
sem við lifum í. Og alltafborga neyt-
endur; í þjóðfélagi sem þekkt er fyrir fá-
keppni og hátt vöruverð."
Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri FÍB
„Svona samn-
ingar eru gerð-
ir sameigin-
lega afstjórn
og forstjórum
og vissulega
vitna þeir um
sérstakt verð-
skyn. Athyglis-
vert er að þessi
umræða skuli
koma upp nú, þegar verið er að skera
hvarvetna niður í ríkiskerfinu og við
teljum okkur ekki hafa efni á að sinna
sjúkum, á meðan t.d. utanríkisþjónust-
an tútnar út."
Halldóra Friðjónsdóttir,
formaður BHM
„Ekki endilega.
Þeir ráða því
ekki nema að
hluta til sjálfír
hver laun
þeirra eru; taka
því sem að
þeim er rétt en reyna eins og allir aðrir
að fá jafn mikið og býðst. Stjórnir fyrir-
tækja bera ábyrgðina og æsa upp
græðgina í annars oft hófsömum ágæt-
ismönnum."
Jóhannes Sigurjónsson,
ritstjóri á Húsavík
Forstjóri SfF segir upp og fær 84 milljóna starfslokasamning. Fleiri forstjórar hafa
verið leystir út með greiðslum upp á milljónatugi.
TILBOÐ I HÁDEGINU VIRKA DAGA
OLD WE5T
ÓDÝRT OG GOTT STEIKMUS
LAUGAVECH J7G * GAMLA SJÓNVARRSHÚSINU
FRÍ ÁBÓT
Á GOS
SVINARIF
HAMBORGARAR
KJÚKLINGABORGARAR
KJÚKL1NGABRINGUR
NAUTAS 11IKLJR
SALAT
ALVÖRU FRANSKAR
-NÝTptíMHVERFI
^NÝTT BRAGÐ
fasteignasölur
habil.is
-fasfe/gn/rá notinu