Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Page 4
4 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Tekin á Litla-
Hrauni með
e-pillur og
amfetamín
Kona á þrítugsaldri var
tekin með e-pillur og am-
fetamín á Litla-Hrauni á
miðvikudag. Hún var í
venjulegri heimsókn til
sambýlismanns síns sem
afplánar dóm í fangelsinu.
Um var að ræða 20 e-pillur
og ca 5 grömm af am-
fetamíni.
Samkvæmt upplýsing-
um frá rannsóknardeild
lögreglunnar á Selfossi lék
grunur á að hún væri með
fíkniefnin innanklæða. Þau
fundust svo við leit á henni
og var lögreglan á Selfossi
kölluð til. Við yfirheyrslur
hjá lögreglu viðurkenndi
hún brot sitt og var sleppt
úr haldi að því loknu.
Lögreglan segir að ekki
sé endanlega staðfest að
duftið sem hún var með sé
amfetamín en fyrstu próf-
anir bentu til þess. Var
duftið sent til tæknirann-
sóknarstofu lögreglunnar.
Stakktvo
með
skrúfjárni
Héraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi í gær rúmlega
tvítugan mann í átta mán-
aða fangelsi skilorðsbundið
fyrir líkamsárás gagnvart
tveimur mönnum. Atburð-
urinn varð fyrir utan
skemmtistaðinn Diablo við
Austurstræti í mars
2002. Maðurinn
lenti í rifr-
ildi
við
tvo menn
sem endaði með
því að hann stakk annan
þeirra þrisvar og hinn
tvisvar með stjörnuskrúf-
járni. Héraðsdómur segir
manninn „sannanlega"
vera upphafsmann átak-
anna og hafnar því að um
sjálfsvörn hafl verið að
ræða.
Refsingin lækkar þar
sem maðurinn hefur farið í
áfengismeðferð.
Síbrotamaður
dæmdur
Héraðsdómur dæmdi
karlmann á fertugsaldri í
nfu mánaða fangelsi í gær
fyrir að hafa brotist inn á
hárgreiðslustofu í apríl í
fyrra og stolið ýmsum
munum, svo sem bart-
skurðarvél, hárblásara,
snyrtivörum og hnffapör-
um. Maðurinn var jafn-
framt ákærður fyrir fjögur
tilvik þar sem hann var
staðinn að verki við að
brjótast inn á Elliheimilið
Grund og í húsnæði leikfé-
lags við Laufásveg. Maður-
inn játaði brotin fyrir dómi.
Hann hefur hlotið níu refsi-
dóma frá 18 ára aldri og
nokkrum sinnum verið
dæmdur í fangelsi.
Framkvæmdastjórinn á veitingastaðnum Hard Rock bannaði starfsfólkinu að borða
hamborgara í þeim tilgangi að megra það. Sami framkvæmdastjóri er til meðferðar
hjá stéttarfélögum vegna kjarabrota á ungu fólki.
Hard Roek Starfí-
fálk itar sett á megr-
unarfæði i haust
vegna meintrar of-
nn •
■fHf fpEI HkgII fpr BI 8 h^K HH, WF 1, '
91 ; B H^H- W ‘| íí Hk í:1 'i i m Y-Jvm /L * II *B^H ' JlBÍ HH l 1
i • I
jypgff;
Starfsfólki á Hard Rock Café var bannað að
borða hamborgara í haust til að bæta holdarfar
sitt. Að því er nokkrir starfsmenn segja mun fram-
kvæmdastjórinn, Jón Garðar ögmundsson, hafa
lýst því yfir á fundi að starfsfólkið væri of feitt og í
kjölfarið var komið á megrunarfæði £ þeim til-
gangi að megra það.
Aður hafði starfsfólkið
neytt þess matar
sem Hard
Café hefur upp
á að bjóða,
mestmegnis
hamborgara og
franskra kartaflna. Á nýja
matseðli starfsfólksins var
boðið upp á salat, súpur og
brauð, sem sérstaklega var eldað fyrir starfsfólkið.
Nokkrar kvartanir bárust til stéttarfélaga vegna
breytinganna, en þær beindust einkum að því að
fyrstu vikur heilsuátaksins var óreiða ríkjandi um
matinn og starfsmenn fengu á köflum ekki máltíð
yfir daginn, en fyrirtækið átti að útvega tvær mál-
tíðir á dag.
„Starfsfólkið átti að hætta að borða hamborg-
ara og franskar. Það var vissulega hugsun á bak
Framkvæmdastjórinn Jón GarðarÖgmundsson fram-
kvæmastjóri á Hard Rock er til meðferðar hjá stéttarféiögum
vegna fjölda kæra frá starfsmönnum á Pizza Hut um kjara-
brot.
við það, af því að það væri óhollt að borða svona
mikið af hamborgurum. Hins vegar eru starfs-
mennirnir flestir þvengmjóar stúikur á við-
kvæmum aldri og það er ekki rétt að kalla þær
feitar," segir Svava Þorsteinsdóttir BS í hótel- og
veitingastjórnun og fyrrum veitingastjóri á Hard
Rock og Pizza Hut.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV
liggja einnig tugir kæra á borði stéttarfélaga vegna
kjarabrota Jóns Garðars framkvæmdastjóra þegar
hann stýrði veitingastaðnum Pizza Hut. Málin
varða brot á lögboðnum 11 tíma hvfldartíma og
eru til meðferðarhjástéttarfélögunum. Starfsfólk-
ið kvartar meðal annars undan því að hafa ekki
fengið greitt þegar það kom til starfa að morgni
innan 11 tíma frá því störfum lauk kvöldið áður.
Auk þess var f nóvember sfðastliðnum til-
kynnt til stéttarfélags um árás framkvæmda-
stjórans á starfsmann Hard Rock og lagt fram
áverkavottorð því til sönnunar, auk þess sem
lögregla tók skýrslu af starfsmanninum. Starfs-
maðurinn og framkvæmdastjórinn eru tvísaga
um atburðarásina, en sá fyrrnefndi samþykkti
sátt í málinu, lét af störfum og hlaut uppsagnar-
frest borgaðan. Jón Garðar framkvæmdastjóri
neitar því í samtali við DV að um árás hafi verið
að ræða, hins vegar hafi komið til orðaskaks og
var starfsmaðurinn látinn fara vegna þess að
hann hafi ekki staðið sig í starfi.
jontrausti@dv.is
Lifi bókaútgáfa ríkisins
Svarthöfði stökk hæð sína í loft
upp í fullum herklæðum eftir að DV
birti af því fféttir að fyrstu tvö bindin
af sögu stjórnarráðsins væru eftir allt
saman væntanleg á hundrað ára af-
mæli heimastjórnarinnar í byrjun
febrúar. Svarthöfði var farinn að ótt-
ast að ekkert yrði af útgáfu verksins,
enda hafði lítið til þess frést síðan
það var kynnt með mikilli viðhöfn
fyrir mörgum árum. Og það hefði
Svarthöfða þótt afleit niðurstaða,
enda er hann sérstakur aðdáandi
hinnar vönduðu útgáfu sem hið op-
inbera stundar, einkum á sínum eig-
in afmælum.
Svarthöfði er til dæmis einlægur
aðdáandi þeirrar glæsilegu kristni-
sögu sem hið opinbera gaf íslensku
Svarthöfði
þjóðinni á 1000 ára afmæli kristni-
tökunnar á íslandi árið 2000. Það
voru þrjú eða fjögur glæsileg bindi og
þar skrifuðu ýmsir höfundar af því-
líkum þrótti og svo persónulegum stfl
að - eins og Gunnar Karlsson prófess-
or benti einhvers staðar á, og taldi
verkinu til tekna - að ekki var nokkur
leið að segja til um það hvar texti
Lofts Guttormssonar endaði og hvar
texti Þórunnar Valdimarsdóttur byrj-
aði, en þau hafa þó ekki þótt beinlín-
is lflcir sagnfræðingar hingað til. Að
takast að fletja svo út texta þeirra
beggja að engin misfella var á, það
þykir Svarthöfða glæsilegt afrek.
Hann er að vísu ekki búinn að lesa
bækurnar til enda, þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir, enda eru þær næsta ger-
ilsneiddur þuludómur, en þær fara
mjög vel í hillu og það var nú líklega
það sem að var stefnt.
Þá dáist Svarthöfði takmarkalítið
að þeirri glæsilegu útgáfu Alþingis
sem heildarútgáfa á verkum Snorra
Sturlusonar var, en þar var fyrirvara-
laust fylgt þeirri kenningu Halldórs
Blöndals forseta Alþingis að Snorri
hefði skrifað Egilssögu. Búast hefði
mátt við umræðum og jafnvel kvört-
unum fræðimanna vegna þessarar
djörfu niðurstöðu, sem vissulega hef-
ur þótt lfkleg en enginn treyst sér til
að slá föstu fyrr en Blöndalinn tók af
skarið. En engir fræðimenn nenntu
að gera veður út af þessu, því þetta
var bara íslenska rfldð að delera í einu
gæluverkefninu enn.
Og nú er sem sagt von á sögu
stjórnarráðsins, sem án efa verður
spennandi verk, sér í lagi vegna þess
að Björn Bjarnason er ritstjóri og
hann er auðvitað alveg hlutlaus,
enda í bókunum ijallað bæði um ráð-
herradóm hans sjálfs og föður hans,
og Björn er auðvitað rnanna best fall-
inn til að hafa umsjón með því verki.
Ekki verður síður spennandi að sjá
þriðja bindið þar sem Jakob F. Ás-
geirsson mun íjalla af hlutlægni og
þó gagnrýnni afstöðu um forsætis-
ráðherratíð Davíðs Oddssonar.
Svaithöfði