Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Page 6
6 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Heimir Gunnar Hansson og Svanur Karl Friðjónsson björguðust þegar bátnum þeirra hvolfdi í Grinda-
víkurhöfn í gær. Þeir lentu í sjónum og héldu að þeir myndu deyja. Björgunarmenn úr Grindavík komu
þeim til bjargar. Svanur sagði konu sinni að hann hefði þraukað fyrir börnin sín. Heimir hugsaði mest
um bjargarlausan félaga sinn á meðan hann hélt sér á floti í öldurótinu.
Skjót viðbrögð
heimamanna „SVo
steyptist skipið fram
yfir sig og við
hringdum strax i ra
Neyðariinuna. * íjá
mínúta gæti skilið milli lífs og dauða," segir
Sigurður, sem vegna mikils öldugangs gat lítið
annað gert en að kalla á hjálp. „Það er hræði-
legt íyrir sjómann að standa og horfa á félaga
sína berjast fyrir lífi sínu en sem betur fer end-
aði þetta vel.“
Sjómennirnir hinar sönnu hetjur
Viðmælendur DV eru sammála um að
björgunarsveitin hafi unnið ótrúlegt starf.
Heiðar Elís Helgason björgunarsveitarmaður
komst í hann krappan þegar stór alda gekk yfir
þá meðan hann var að fjarlægja netaflækjur úr
Sigurvini GK. „Við fengum stórt brot yfir okk-
ur,“ segir Heiðar. „Ég kastaðist til og fékk
þungt högg á höfuðið." Þrátt fyrir slæma kúlu
á enninu eru meiðsl Heiðars ekki talin alvar-
leg. „Maður harkar þetta auðvitað af sér,“ seg-
ir Heiðar og gefur ekki mikið fyrir að björgun-
arsveitin hafi drýgt sérstaka hetjudáð. „Hinar
Sigurvin GK 61 „Það siðasta sem flaug Igegnum huga
hans var að hann yrði að þrauka fyrir börnin sin. “
sönnu hetjur voru sjómennirnir tveir sem
gáfust aldrei upp,“ segir Heiðar. „Aðalatriðið
er að þeir eru heilir á húfi."
Vonaði hið besta
Eins og áður kom fram er Heimir Gunnar
Hansson þegar kominn heim af spítala. Hann
segist ætla að taka því rólega næstu daga en
býst við að leggja aftur frá bryggju á mánudag-
inn kemur. Félagi hans, Svanur Karl Friðjóns-
son, er verr á sig kominn og treysti sér ekki til
að tala við fjölmiðla. „Hann var voðalega hvít-
ur og þjakaður þegar ég sá hann á spítalanum
í dag,“ segir Sigríður Ingólfsdóttir, unnusta
Svans. „Ég var samt svo glöð að sjá hann á lífi
að allt annað sjcipti ekki máli.“
Sigríður segist hafa fengið sjokk þegar hún
heyrði fréttimar. „Maður vonaði bara hið
besta enda ekkert annað hægt," segir Sigríður.
„Hann sagði svo við mig áðan að það síðasta
sem flaug í gegnum huga hans var að liann
yrði að þrauka fyrir börnin sín. Þetta er hörku-
sjómaður."
simon<a>dv.is
Flaggað í hálfa Blessunarlega lést enginn islysinu en
skipstjóri varjarðaður og bærinn syrgði, allursem einn.
Heimir og Guðbjörg Aðalbergsdóttir,
eiginkona hans Bjargaðist naumlega úr
sjávarháska og segir það kraftaverki llkast
að ekki fór verr.
hvern veginn hélt maður sér alltaf á floti." Að
sögn björgunarsveitarmanna eiga björgunar-
vesti stóran þátt í því að Heimir og Svanur
sluppu lifandi. „Ég held að það hafi líka skipt
máli að ég reyndi alltaf að halda ró minni,"
segir Heimir. Honum tókst að komast upp á
brú Sigurvins og ýta á neyðarsendi. „Það vom
samt viðbrögð björgunarsveitarinnar sem
skiptu höfuðmáli. Þetta em þvílíkir menn og
ég á þeim mitt líf að þakka."
Guðbjörg Aðalbergsdóttir, eiginkona
Heimis, fékk fréttirnar í hádeginu. „Þetta var
auðvitað aigjört sjokk," segir Guðbjörg. „Ég
treysti mér ekki niður á bryggju til að skoða að-
stæður og það var afar erfitt að þurfa að út-
skýra fyrir dóttur minni að pabbi hennar hefði
lent útbyrðis." Guðbjörg segir að Heimir hafi
verið í miklu sjokki þegar hún talaði við hann
skömmu eftir slysið en nú væri hann kominn
heim af spítalanum.
„Ég er norðanmaður og hef óbeit á sjúkra-
húsum," segir Heimir og bætir við: „Ef ég get
labbað og talað þá skiptir annað ekki máli."
Heimir er búinn að stunda sjóinn með hléum
síðan hann var 16 ára og er ekki á því að leggja
sjómennskuna á hilluna. „Ekki á morgun, alla-
vegana," segir Heimir, þreyttur og þrekaður
eftir örlagaríkan dag.
Börðust fyrir lífi sínu
Sigurður Garðar Steindórsson, sjómaður á
Sólnesinu, varð vitni að því þegar Sigurvini GK
hvolfdi við brimgarðinn. „Eg var í bíltúr með
konunni minni og vissi strax að eitthvað var að
gerast," segir Sigurður. „Svo steyptist skipið
fram yfir sig og við hringdum strax í Neyðar-
línuna." Sigurður varð fyrstur til að tilkynna
um slysið og segir að reynsla sín af sjómennsk-
unni hafi hjálpað sér að meta aðstæður. „Um
leið og ég sá mennina í sjónum gerði ég mér
grein fyrir því hve alvarlegt ástandið var; að
„Ég var gjörsamlega búinn á líkama og sál,“
segir Heimir Gunnar Hansson, 28 ára sjómað-
ur á Sigurvini GK 61, sem hvolfdi í innsigling-
unni við Grindavíkurhöfn í gær. „Við vorum
úti en ákváðum að snúa við þegar við heyrðum
spána sem var afar vond,“ segir Heimir. „Svo
kom yfir okkur brotsjór og það næsta sem ég
vissi var að við vorum í lausu lofti.“
Bátnum hvolfdi. Heimir og félagi hans
Svanur Karl Friðjónsson lentu báðir í sjónum.
Heimir reyndi að komast um borð í gúmmf-
björgunarbát sem hvolfdi einnig. „Meðan ég lá
þarna í sjónum fóru ótrúlega margar hugsanir
um höfuðið á mér,“ segir Heimir. „Aðallega
var mér annt um félaga minn sem rak frá mér
og ég vissi að hann var þarna bjargarlaus."
Heimir segir erfitt að gera sér grein fyrir því
hve lengi hann var í sjónum. „Maður missir
allt tímaskyn og mér fannst mínúturnar ógur-
lega lengi að líða," segir Heimir, sem var rúm-
lega tuttugu mínútur í köldum sjónum áður en
björgunarsveitarmenn komu á staðinn.
Björgunin var kraftaverk
„Mér finnst það í raun vera kraftaverk að
þeim tókst að bjarga okkur," segir Heimir. „Ég
var sjálfur löngu búinn að gefast upp en ein-
Sjóslys í Grindavík „Svo kom yfir okkur brotstjór og
það næsta sem ég vissi var að við vorum i lausu lofti."