Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 Fréttir DV Sigríður hætt- ir hjá RÚV „Mér býðst gott tækifæri og þeir sem bjóða mér það hittu á réttu stundina," seg- ir Sigríður Árnadóttir sem er að hætta á fréttastofu Útvarps eftir 20 ára starf. Hún segist hafa verið farin að hugsa sér til hreyfmgs en hún sé langt því frá þreytt. Sigríður hóf störf hjá RÚV sem sendill fyrir 29 árum en hefur síðustu árin verið varafréttastjóri á Út- varpinu. „Mér finnst frétta- stofan hafa orðið útundan síðustu misseri og mér finnst ekki alveg sömu áherslur í stofnuninni og ég vildi hafa,“ segir Sigríður. Meirihluti útvarpsráðs mælti með Sigríði í starf fréttastjóra á Sjónvarpinu í fyrra en útvarpsstjóri réð Elínu Hirst. Sigríður segist ekki vilja upplýsa hvert hún fari að vinna. Tekinn aftur og settur í sex víkna gæslu Annar mannanna sem brutust inn í ljósmynda- stofú Jóhannesar Long við Ásholt var tekinn aftur nú í miðri vikunni og settur í sexvikna gæsluvarðhald. Var hann staðinn að ýms- um smábrotum, m.a. að hafa framvísað fölsuðum tékka í banka á miðviku- dag. Eins og kunnugt er af fréttum var brotist inn á ljósmyndastofuna um síðustu helgi og þaðan stolið tækjum og mynda- vélum upp á milljónir króna. Mennirnir tveir náð- ust á eftirlitsmyndavél sem komið hafði verið fyrir á stofunni og lögreglan var fljót að átta sig á um hvaða menn var að ræða, enda báðir þekktir vegna fyrri af- brota. Voru þeir handteknir skömmu síðar. Annar þeirra var sendur strax í af- plánun á nýlegum dómi og nú er hinn kominn bak við lás og slá næstu sex vikur. Anna Katrín Guðbrandsdóttir Idol-keppandi og menntaskóla- nemi. „Ég hefþað alveg ótrúlega fínt, fyrir utan það að ég er að byrja í miklum prófum í byrjun næstu viku. Ég fékk að taka Hvað liggur á prófin seinna út af keppninni. Annars lauk prófunum hjá öðrum núna í vikunni. Það er æðislegt að hitta alla vinina aftur hérnaá Akureyri, “ segir Anna Katrín, sem er ekki af baki dottin. „Ég er á fullu að syngja núna fyrir sjálfa mig og held mér íæfingu. Ég á tíu ár ennþá í Kalla Bjarna, þannig að þetta er ekkert mál." Lokun bráðamóttökunnar við Hringbraut um helgar hefur vakið hörð viðbrögð. Ljóst er að sekúndur skilja milli feig og ófeigs þegar kransæðastífla er annars veg- ar. Á deildinni er starfsfólk með sérþekkingu sem bregst skjótt við og bjargar mannslífum. Hallgrímur Árnason Efekki hefðu komið til skjót viðbrögð sérþjálfaðs fagfólks á bráðamóttökunni væri hann ekki til frásagnar nú. Eggert Skúlason talsmaður Lanssamtaka hjartasjúklinga telur niðurskurðinn þýða það eitt að fleiri muni deyja Lokun bráðamóttökunnar á Landspítala við Hringbraut um helgar hefur vakið hörð mót- mæli. Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna, Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga og Lands- samtök hjartasjúklinga hafa sent frá sér harð- orðar yfirlýsingar vegna málsins og benda á að það kunni að kosta mannslíf að hafa deildina ekki opna áfram um helgar. Bent er á að sek- úndur skilji á milli feigs og ófeigs og að sjúk- lingar með bráða kransæðastíflu þurfi tafar- lausa meðferð. Skorað er á framkvæmdarstjórn LSH að end- urskoða þessa afstöðu sína og óttast læknarnir að sú sérhæfing, sem hefur þróast á deildinni, muni tapast með helgarlokuninni. í yfirlýsingu hjartahjúkrunarfræðinga segir að skjót og örugg meðferð geti gjörbreytt batahorfum hjarta- sjúklinga og fækkað legudögum. Því fyrr sem meðferð hefjist því minni líkur séu á alvarlegri skemmd í hjartavöðva og þar með dregið úr líkum á alvarlegum fylgikvill- um. „Ég hefði ekki boðið í það ef þetta hefði gerst um helgi og ég þurft að þvælast inn í Foss- vog fyrst og síðan á Hring- braut." Bráðamóttakan skipti sköpum Hallgrímur Árnason er einn þeirra hjarta- sjúklinga sem hafa fengið afbragðs þjónustu á bráðamóttökunni við Hringbraut. Hann er að jafna sig eftir hjartaáfall sem hann fékk fyrir rúmum tveimur vikum en taiið er að ef ekki hefðu komið til skjót viðbrögð sérþjálfaðs fag- fólks á deildinni væri hann ekki til frásagnar nú. „Ég fékk flensu og var slappur þannig að ég fór ekki í vinnuna þann daginn. Lfm kvöldið þegar ég var að fara að sofa fann ég svo til í bakinu að ég gat ekki sofnað. Ég var kvefaður og talsvert fast ofan í mér og var hræddur um að ég væri kominn með lungnabólgu. Eftir að hafa tekið verkjalyf án þess að verkurinn lagað- ist hringdi konan á lækni en ég var þá farinn að kasta upp. Hann kom og var í vafa um hvað hann ætti að gera en þegar ég sagði honum að bróðir minn hefði fengið kransæðastíflu 35 ára þá hikaði hann ekki lengur og kallaði á sjúkrabíl.“ Meðhöndlun lokið innnan þrigga stunda I sjúkrabílnum voru vinnu- brögðin fumlaus og örugg og þegar hann kom á spítalann var tekið fagmannalega á móti hon- um. „Hver maður vissi hvað hann var að gera og sérfæðingar voru til staðar um leið og ég kom,“ segir Hallgrímur Hann segir að eftir það hafi allt gerst með ótrúlegum hraða og var hann kominn á skurðarborðið áður en hann vissi af. „Ég var drifinn í aðgerð og um það bil tveimur og hálfum tíma eftir að ég hringdi á lækninn heima var mér ekið út af skurðstofunni. Ég fékk að vita það eftir aðgerðina að ekki hefði mátt neinu muna. Ég hefði ekki boðið í það ef þetta hefði gerst um helgi og ég þurft að þvæl- ast inn í Fossvog fyrst og síðan á Hringbraut. Það hefði þurft að kalla út fólk og guð má vita hvort ég hefði lifað þá bið af,“ segir Hallgrímur, sem er aðeins 45 ára en er nú við hestaheilsu og hefur sjaldan liðið betur. Hann þarf þó að hafa hægt um sig því hann þarf aftur í aðgerð til að laga aðra æð sem er stífluð. Jón Birgir Pétursson blaðamaður hefur svipaða sögu að segja. Hann var sendur beint á bráðamóttökuna þegar hann fékk skyndilega kransæðastíflu seinni hluta dags. „Það var frábærlega tekið á móti mér og hver maður á bráðamóttökunni vissi hvað hann var að gera. Það fyllti mig miklu öryggi að vera kominn í hendur þessa fólks og ég vissi að ég þyrfti ekkert að óttast. Sérfræðingar biðu eftir mér og fundu út hvað væri að. Eg fór svo í aðgerð þremur vikum síðar. Nokkur ár eru nú liðin og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Jón Birgir og er alveg gáttaður á stjórnmálamönnum eins og Jónínu Bjartmarz, sem heldur því fram að þessar aðgerðir komi ekki niður á neinum. Eggert Skúlason, talsmaður Landssamtaka hjartasjúklinga, segir að þessi niðurskurður, eins og hann komi mönnum fyrir sjónir, þýði ekki annað á mannamáli en að fleiri muni deyja. Það sé ekki flóknara en það. „Þetta er spurning um sekúndur og ef það á að fara að aka mönnum á milli spítala þá hlaðast upp sekúndur, en það segir sig sjálft að það mun hafa áhrif á sjúklinga, fjölskyldur þeirra og buddu ríkisins áratugum saman," segir Eggert og bendir á að það sé af og frá sparnaður að loka deildinni um helgar. Það skili sér annað hvort í því að menn deyi eða verði varanlegir sjúklingar um alla framtíð. Jón Blrglr Pétursson Skilur ekki í stjórnmálamön num að segja niðurskurðinn komi ekki niður á neinum. Meirihlutanum í Eyjum bjargað. Sparisjóðurinn forðaði bæjarfulltrúa frá gjaldþroti. Bakaranum bjargað og meirihlutanum með Meirihlutinn í bæjarstjórn Vest- mannaeyja er hólpinn eftir að Spari- sjóður Vestmannaeyja gekk til nauðasamninga við Andrés Sig- mundsson bakara og samþykkti að greidd yrðu 20 prósent upp í kröfur sem Sparisjóðurinn hafði á hann. Með samþykktinni hefur stjóm Sparisjóðsins tryggt áframhaldandi samstarf Andrésar og Samfylkingar- innar í bæjarstjórn Vestmannaeyja því ef Andrés bakari hefði verið setmr í þrot hefði hann þurft að segja af sér sem bæjarfulltrúi og varamaður hans tekið við. Sá viO hins vegar endur- vekja samstarf Framsóknarflokks við Sjálfstæðisflokk sem framsóknar- maðurinn Andrés Sigmundsson rauf þegar hann myndaði einn meirililuta með Samfylkingunni. Svo tæpt stendur meirihlutinn í Eyjum að Andrés bakari má ekki verða veikur og missa af fundi því þá fellur meiri- hlutinn. Talsverð ólga er í Vestmannaeyj- um vegna samkomulagsins við Andrés bakara því forsvarsmenn annarra fyrirtækja, sem verið hafa í viðskiptum við Sparisjóðinn, segjast ekki fá sömu fyrirgreiðslu og þarna hefur átt sér stað. Dæmi eru þess að önnur fyrirtæki hafi farið fram á nauðasamninga þar sem greidd yrðiu30 prósent upp í kröfur en verið hafnað og fyrirtækin sett í þrot. Munu tvö fyrirtæki í Eyjum hafa þurft að sæta þeim örlögum. Andrés bakari slapp hins vegar með 20 prósent og er staðhæft að í dæmi hans hafi verið kippt í pólitíska spotta ofan af fasta- landinu. Því neitar Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri: „Það em engin tvö dæmi eins og við tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina," segir hann. Andrés Sigmundsson Bakaranum bjargað var fyrir horn - enda mikið í húfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.