Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Page 12
12 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Jafnvinsæll
og Jesús
George Bush, forseti
Bandaríkjanna, er jafnvin-
sæll og Jesús ef
marka má nýja
könnun sem gerð
var í háskólanum í
Leicester. Alls tóku
2500 manns þátt í
könnuninni en
markmið hennar
er meðal annars að
kanna hvaða hvatir
liggja að baki þegar frægð
og frami eru metin. Allra
vinsælastur samkvæmt
könnuninni er David Beck-
ham, leikmaður Real Ma-
drid. Næstir á eftir koma
Brad Pitt og Justin Tim-
berlake. Michael Jackson er
í ijórða sætinu og má það
teljast gott en söngvarinn
hefur verið ákærður fyrir
kynferðislegt ofbeldi gagn-
vart börnum. Sá pólitíkus
sem skoraði hæst, en komst
þó ekki inn á topp tíu, er
Nelson Mandela, fyrrum
forseti en hann lenti í 14.
sæti. Þeir Bush og Jesús eru
neðar á listanum en ekki
fylgdi sögunni í hvaða sæti
þeir lentu.
Þyngdist
um 13 kíló
Breskur skyndibitaaðdá-
andi, Morgan Spurlock, tók
þátt í allsér-
stæðri tilraun
nýverið þegar
hann borðaði
McDonald's
fæði í öll mál
í 30 daga - og
stóð eftir allur í lamasessi.
Morgan, sem er 33 ára,
hafði á einum mánuði
þyngst um tæp 13 kíló, kól-
esterólið var komið upp úr
öllu valdi og lifrin hafði
stækkað. Hann kvartaði
jafnframt undan höfuð-
verkjum, þunglyndi og
minnkandi kynorku. Dr.
Daryl Isaacs, sem hafði
umsjón með tilrauninni,
sagðist ekki hafa gert sér í
hugarlund að áhrifin yrðu
með slíkum ósköpum. For-
ráðamenn McDonald's
segja hins vegar að við-
skiptavinir geti viðhaldið
líkamlegu jafnvægi með því
að velja af fjölbreyttum
matseðli staðarins. Þess má
þó geta að Spurlock borð-
aði fleira af matseðlinum
en bara hamborgara.
Karl Erlendsson Skólastjóri
Brekkuskóla á Akureyri
„Tilverart hér er dásamieg -
það vantar nú ekki. Það er gott
veður einmitt núna og gróska í
mannlífinu. Það er verið að
stækka skóiann okkar og end-
urnýja og það gengur allt
samkvæmt áætiun. Hluti verð-
ur tekin í
notkun í
Landsíminn
sumar og 2005 verðum við
komin með alveg nýjan skóia.
Hér eru 530 nemendur og yfir
80 starfsmenn og starfið i vet-
ur hefur gengið ótrúlega vel
miðað aðstæður sem hér eru
út af byggingaframkvæmdun-
um. Nemendur hafa sýnt mikla
tillitssemi og eru kátir og
hressir. Þetta er allt saman á
afskaplega jákvæðum nótum."
Forsætisráðuneyti skýrir 20 milljóna króna mismun á upphaflegri áætlun og end-
anlegum framlögum á fjárlögum til Sögu Stjórnarráðsins þannig að i upphafi hafi
ekki verið reiknað með útgáfukostnaði. Fyrst hafi verið hugað að þeim málum fyr-
ir um ári. Upphaflegu 40 milljónirnar væru aðeins fyrir ritun verksins.
Kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum hefur færst mjög í aukana
Tvöfaldaðist á tveimur árum
Ekki hafði verið gert ráð fyrir útgáfukostnaði
þegar ritun Sögu stjórnarráðsins 1964 til 2004 var
kynnt í nóvember 2000. Þetta segir Halldór Árna-
son, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins.
í DV í gær kom frarn að kostnaður við verkið
hefði í upphafi verið áætlaður 40 milljónir króna.
í dag væri kostnaðurinn kominn úþp í um 60
milljónir.
Kostnaður sagður 40 milljónir
Fyrri talan, 40 milljónir króna, er frá Birni
Bjarnasyni, formanni ritnefndar og þáverandi
menntamálaráðherra, sem sagði, aðspurður á
blaðamannafundi í nóvember 2000, að kostnaður
við verkið yrði um 40 milljónir króna.
Seinni talan, 60 milljónir króna, er sú upphæð
sem Alþingi hefur samtals eyrnamerkt þessu
verkefni til dagsins í dag. Eins og fram kom í DV er
seinni talan 50 prósent hærri en sú fyrri. Mismun-
urinn er sem sagt 20 milljónir króna. Á hinn bóg-
inn er ekki rétt sem sagði í forsíðutilvísun blaðsins
í gær að mismunurinn væri 30 milljónir króna.
Halldór Árnason Skrif-
stofustjóri forsætisráðu-
neytis segir eðlilegt að
svara ekki spurningum
DV um kostnað við Sögu
stjórnarráðsins fyrr en
ritið er komið út.
Svör bíða þar til eftir útgáfu
Óskað var eftir því við forsætisráðuneytið á
miðvikudag að fá gefinn upp kostnað við sögurit-
unina. Svar hefur ekld borist. Halldór Árnason
segist telja eðlilegt að bíða með að upplýsa kostn-
aðinn þar til fyrstu tvö bindin koma formlega út
sunnudaginn 1. febrúar.
Halldór segir, að þó hann hafi ekki tekið ajll
endanlega saman, geti hann fullyrt að kostnaður
við verkið verði innan
upphaflegrar áætiunar. m
Ritun eitt og útgáfa
annað
„DV er að bera sam-
an epli og appelsínur.
Eitt er ritun sögunnar og
annað er útgáfa á bók-
inni. Það var bara talað
um ritun sögunnar þeg-
ar þessi blaðamanna-
fundur var. Það voru
ákveðnar áætlanir sem
lágu til grundvallar. Það
var ekki fyrr en fyrir svo
sem einu ári síðan að það
var tekin ákvörðun um
■
það nteð hvaða hætti þetta yrði gefið út,“ segir
Halldór.
Skrifstofustjórinn á þannig við að upphaílegu
40 milljónirnar hafi eingöngu verið
ætlaðar í ritunina sjálfa. Það sem síðan
hafi bæst við sé útgáfukostnaðurinn.
Fimm höfundar eru að verkinu sem
samtals verður um 1500 síður í þrem-
ur bindum.
60 milijónir íyrjr
söqu Stiórnarraðs
Endar líklega í 57 milljónum
Til skýringar er rétt að geta þess að
á áðurnefndum blaðamannafundi í
nóvember 2000 kom fram hjá Davíð
Oddssyni forsætisráðherra að verkið
yrði gefið út af Sögufélaginu - eins og
DV í gaer DV greindi frá því igær að fyrstu
tvö bindin afþremur afSögu Stjórnarráðs Is-
lands 1964 til 2004 koma út sunnudaginn 1.
febrúar.
„Það var ekki fyrr en fyrir
svo sem einu ári síðan að það
var tekin ákvörðun um það
með hvaða hætti þetta yrði
gefið út."
fyrri hlutar Sögu Stjórnarráðs íslands. Af frásögn
af fundinum að dæma var útilokað að skilja rnálið
öðrum skilningi en þeim að um heildarkostnað
við verkið væri að ræða.
Eins og áður segir hafa um 60 milljónir króna
verið ætlaðar í fjárlagaliðinn Ritun sögu Stjórnar-
ráðsins. Halldór segir ljóst að kostnaðurinn verði
innan þeirra inarka. Hann vill ekki gefa upp ná-
kvæma tölu fyrr en verkið er komið út. Samkvæmt
heimildum DV verður sú upphæð um 57 milljón-
ir króna.
gar@dv.is
engan utgáfukostnaö
Kynferðislegt ofbeldi gegn börn-
um og unglingum hefur færst-mjög í
aukana á undanförnum árum. Um
voru tvöfalt fleiri tilfelli voru tilkynnt
til Barnaverndarnefndar Reykjavík-
ur á sfðasta ári en árið 2001. Þannig
voru 48 tilfeUi um kynferðislegt of-
beldi gegn börnum og unglingum
tilkynnt árið 2001 en slík tilfelli voru
orðin 98 talsins í nóvember í fyrra.
Halldóra Gunnarsdóttir verk-
efnastjóri hjá Barnaverndarnefnd
segir að tilkynningar um ofbeldið
gefi ekki nákvæma mynd af vanda-
málinu því eftir eigi að kanna fjölda
af tilfellum til að fá úr því skorið
hvað liggi að baki tilkynningunni.
Þannig rnegi nefna sem dæmi að
árið 2002 komu um 90 tilkynningar
af slíkum málum til kasta barna-
Úr Barnahúsi Árið 2002 komu um 90 tilkynningar afkynferðisbrotamálum til kasta barna-
verndarnefndar en eftir könnun voru raunveruleg tilfelli 72 talsins.
verndarnefndar en eftir könnun
voru raunveruleg tilfelli 72 talsins.
Aðspurð um ástæður þess að til-
feUunum fjölgar svona mikið segir
Halldóra Gunnarsdóttir að það sé
einkum hin mikla opinbera umræða
sem orðið hefur í þjóðfélaginu. „FóUc
er orðið mun meðvitaðra um þessi
mál og leitar betur réttar síns en áður
fyrr,“ segir Halldóra. „Við höfum eng-
ar rannsóknir tU að styðjast við en
teljum að áður fyrr hafi þetta vanda-
mál í þjóðfélaginu verið meira í fel-
um en nú gengur og gerist."
Tölur frá síðasta ári ná til nóvem-
ber sem fyrr segir og eiga því eftir að
hækka. Ekki var hægt að fá upplýs-
ingar um síðustu mánuði ársins þar
sem verið er að endurskipuleggja
tölvukerfi Barnaverndarstofu.