Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Page 14
14 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 Fréttir JXV Hvaö er aö gerast í búningsklefanum hjá íslensku handboltastrákunum í Slóveníu? Eru þeir að fara yfir um hver á öðrum, þar sem þeir sofa, borða, og vinna saman, og eru saman allan sólarhring- inn? Geir Sveinsson veit nákvæmlega hvernig þeim líður, enda spilað á fjórða hundrað lands- leiki. Hann segist aldrei ætla að spila handbolta aftur, og langar ekkert til að vera með á EM, enda líf hans tekið miklum stakkaskiptum síðasta árið. að heyrist skaðræðisóp úr stofunni hennar ömmu. Slóvenar hafa unnið íslendinga í fyrsta leiknum á EM. Amma fylgist alla jafna aldrei með íþróttum - nema þegar íslenska liðið er að keppa í handbolta. Og þannig er það einfald- lega með handboltann. Þegar alþjóðamót standa yfir eins og nú, límist allskonar fólk í öllum aldurs- hópum við sófann, sem alla jafna hefur engan áhuga á íþróttum, og öskrar og æpir á sjónvarpið. Þó að handbolti sé ekki fjölmennasta íþróttin hér á landi hika menn ekki við að kalla hann þjóðaríþrótt - og sennilega með réttu. Það verður nokkuð langt úthald hjá ís- lensku strákunum í Slóveníu meðan EM stendur yfír. Hvað er að gerast í búningsklef- unum hjá íslenska handboltaliðunu? Hvern- ig líður stjörnunum okkar þarna úti? Eru þeir ekki að fara yfir um hver á öðrum, þar sem þeir sofa, borða, og vinna saman, og eru sam- an allan sólarhringinn? Hvað gerist á krísufundum? Hvernig er það þegar allt er búið, og við tekur grár hversdagsleikinn á ný? Geir Sveinsson hefur spilað 342 landsleiki og veit nákvæmlega hvernig þeim líður. Flestir hafa verið bjartsýnir á gengi íslenska liðisins, og Geir tekur undir það. Það sé engin ástæða til annars. „Efstu átta liðin eru mjög jöfn, og það get- ur allt gerst. Liðið er mjög gott, og það er eng- in spurning í mínum huga að þetta er eitt af átta bestu liðunum í Evrópu, ef ekki heimin- um. Það sem ræður úrslitum héðan af er fé- lagslegi þátturinn, hvernig tekst að búa til góðan liðsanda. Það vegur gríðarlega þungt og ræður í raun og veru því hvort við lendum á verðlaunapalli eða áttunda sæti.“ Skapofsaköst og krísufundir Geir hefur spilaði síðast á stórmóti árið 1997, sem var heimsmeistaramót. „íslensku strákunum líður eflaust mjög vel, og eru í senn spenntir en jafnframt af- slappaðir, og njóta þess að vera að taka þátt í einu af stærstu mótum handboltans. Hvað stemninguna varðar þá verður hún aldrei neikvæð, en hún er samt sem áður tengd ár- angrinum. Ef ekki gengur vel getur hún daprast. Þetta er langt úthald og getur reynt gríðarlega á hópinn. Hver einasti dagur er svo til eins; æflngar og keppni, og maður sér ekki mikið af staðnum sjálfum. Ég hef ferðast um allan heim til að spila, en ég get eflaust bara sagt þér hvernig íþróttahallirnar líta út, hótelin og rútumar," segir Geir og kímir. Þegar heim er komið viil myndasi mikið spennufall. Menn sakna átakanna og adrenalínsins og það getur tekið tíma að aðlaga sig aftur. Oft kemur depurð og leiði yfir menn þegar þeir koma heim eftir að hafa spilað á stórmótum. Ég hefferðast um allan heim til að spila, en ég get eflaust bara sagt þér hvernig íþróttahallirnar lita út, hótelin og rúturnar. „Þetta hefur þó breyst og nú er reynt að brjóta þetta meira upp. Það hefur sýnt sig að það er skynsamlegasta leiðin til að ná ár- angri, að gera þetta ekki of flatneskjulegt með því að hafa hvern dag eins." Handboltastrákarnir gista tveir og tveir saman f herbergi og eru saman nánast allan sólarhringinn. Þetta mikla návígi hefur mikil áhrif, bæði slæm og góð. „Þó að menn séu í bullandi samkeppni um stöður, þá eru menn að hvetja hvern annan áfram. Hugsunin er auðvitað sú að menn vilja ná árangri og uppskera sem heild. Það neikvæða sem gerist oft er að þegar mót- lætið byrjar vill kveikjuþráðurinn styttast. Þetta eru 16 ólíkir einstaklingar með mjög mismunandi þarfir. Það sem einn þolir getur annar engan veginn þolað, og menn geta lát- ið eitthvað í fari annars fara mjög mikið í taugarnar á sér. En þetta kemur yflrleitt ekki fram fyrr en álagið er orðið mjög mikið og illa fer að ganga. Þá reynir á fyrirliðann og þjálf- arann að leysa málið, og oft eru haldnir svo- kallaðir krísufundir. Þá er yfirleitt allt látið flakka og það er best þegar upp er staðið." Hópurinn valinn líka út frá karakter Geir segir lítið um það að menn fái hluti í andlitið, eins og takkaskóna sem Beckham fékk forðum í augabrúnina. „Nei, nei, þetta er miklu harðara í at- vinnumennskunni, enda gríðarlegar fjár- hæðir í spilinu og grimm samkeppni um stöður. Á svona mótum eru menn að spila um stolt og heiður landsins en ekki peninga. Menn verða aldrei ríkir af því að spila á ís- landi, og það er heldur ekki hugsunin. Menn líta svo á að það sé heiður að spila fyrir ísland og það vilja allir gera það. Það er reynt að koma í veg fyrir að skemmd epli séu í hópn- um. Þjálfarinn velur hópinn ekki bara út frá handboltahæfileikum, heldur líka þvt' hvern- ig karakterarnir falla saman, og reynir með því að koma í veg íyrir að upp úr sjóði." En hvernig er þetta í búningsklefanum, er mikill strákahúmor í gangi? „Ja, eigum við ekki að segja sem svo að það gerist ýmislegt í búningslterberginu, sem fer aldrei lengra." Talað við miðil fyrir leik Flestir liðsmenn nota einhverskonar heillagripi að sögn Geirs. „Sumir segja alltaf sama hlutinn á leiðinni út á völl, eða eitthvað slíkt. Ég var til dæmis á tímabili með hring sem ég geymdi bara í vas- anum. Svo hefur maður verið með orku- steina sem dæmi. Svo er það ekkert launung- armál að sumir tala við miðla fyrir leik." - Fá þeir þá leiðbeiningar og skilaboð að handan? „Tja, það er ýmiss konar; styrk eða hvatn- ingu og einhvers konar uppörvun. Mörgum finnst þetta betra, en samt ekkert endilega að treysta algerleg á þetta." - Menn fara þá ekkert í algjöran mínus ef lukkugripurinn týnist? „Nei, nei. Svo ef illa gengur fínna menn sér kannski nýjan heillagrip. Svo er íslenska liðið með sálfræðing með í för, Jóhann Inga Gunnarsson, sem hefur sérhæft sig í íþrótta- sálfræði. Við hann er hægt að ræða um hvað sem er, persónleg vandamál, hvort sem það er vinnan, íjölskyldulífið eða eitthvað annað, og það er oft mikill stuðningur í því.“ Það var gott að hætta í handboltan- um Geir lagði skóna á hilluna árið 1999 og hætti að spila handbolta. Hann er aðeins 39 ára að aldri, og enn eru menn á hans aldri að spila í liðinu. Hvers vegna hætti hann? „Þeim kafla er lokið í mínu lífL Ég bjó úti í tíu ár, og fyrst og fremst voru það fjölskyldu- ástæður sem ýttu á það að ég flutti heim. Svo fór ég úl að þjálfa, og aftur voru það persónu- legar ástæður fyrir því að ég hætti að þjálfa. Þá uppgötvaði maður, þó það sé kannski ljótt að segja það, hvað það var gott að hætta. Það opnuðust nýjar víddir, og maður fann að það var til svo margt annað í lífinu. Ég stend á ákveðnum tímamótum núna og finnst þess vegna fínt að setja punktinn hér. Eflaust segja margir að ég geti ekkert sett punktinn, og ég verði kominn af stað aftur innan skamms, svo það er kannski best að spara stóru orðin. En svona líður mér í dag. Ég fer ekki að spila aftur, það er alveg á hreinu. Það væri þó frekar að fara út í þjálf- un.“ Vill ekki ræða persónuleg mál Fjölmiðlar hafa mikið reynt að fá Geir í persónuleg viðtöl, enda er ltann einn af þeint sem allir landsmenn þekkja og líta upp til. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var á sínum tírna um lietjulega baráttu hans og eiginkonu lians, Guðrúnar Helgu Arnarsdóttur, fyrir að fá að ættleiða barn. Hjónunum var synjaö um ættleiðingu þar sem Guðrún hafði tvisvar sinnum greinst með krabbamein, en sam- kvæmt reglum gátu hjón ekki ættleitt barn hér á landi ef annað þeirra hafði átt við veik- indi að stríða en hitt fullkomlega heilbrigt. lleglurnar þóttu afar ósanngjarnar, enda dæmi þess að slíkir einstaklingar fengju að ættleiða barn. Var ntálið meðal annars tilefni til heitra umræðna á Alþingi. Að lokuin fengu hjónin að ættleiða lifla stúlku, en aðeins nokkrum mánuðum síðar lést Guðrún úr krabbameini. Litla stúlkan er nú átján mán- aða, en bróðir hennar cr orðinn tólf ára. Geir vill ekki ræða þessi ntál í fjölmiðlum. Hann er nú í sambandi við Jóhannu Vil- hjálmsdóttur, umsjónarmanns íslands í dag á Stöð 2. Á skólabekk „f dag er ég í MBA námi í Háskóla íslands sem ég klára nú í vor, auk þess sem ég er að vinna aðeins fyrir Sýn, IMG Gallup og Val,“ segir Geir. „Það getur verið svolítið púsluspil sem einstætt foreldri að samræma nám, vinnu og fjölskyldulíf. En ég á fullt af góðu fólki að, og án þeirra væri þetta í rauninni ekki hægt. Ég klára námið f vor og hugmyndin er að vera kominn með fast land ekki seinna en í haust. Þessi vera mín úti gerði það að verkum að maður lærði tungumál og annað, og ég horfi svolítið til þess, hvort sem það verður að flytja út eða vinna hjá fýrirtæki með starfsemi erlendis. Það kemur allt til greina." Hann segir að reynsla sín í handboltanum komi sér einnig mjög vel í starfi, og hvetur öll börn til að æfa jþróttir. „Iþróttir eru besta forvörnin sem til er. Það þurfa ekki allir að verða afreks- menn, en hug- arfarið sem ungt fólk lærir í íþróttum skiptir miklu máli. Fólk 'étk. m mm Wm -■ wSl fe, .. W

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.