Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Page 19
DV Fókus
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 19
„Þeir neyðast til að
heyra og lesa þetta en
verða bara að læra að
leiða það hjá sér.
Bresku fjölmiðlarnir
hika nefnilega ekki við
að búa til og breyta
sögum tilþess að
draga menn niður."
stúlka hefði átt í ástarsambandi við
Eið Smára. Ólöf segir það vissulega
hafa verið leiðinlegt en það hafi
bara verið annað dæmi um hvernig
bresku fjölmiðlarnir reyni að sverta
mannorð manna.
„Blaðamaðurinn hringdi í hann
og spurði út í þetta en hann sagðist
ekki vita hvað eða hverja hann væri
að tala um. Hann ákvað þess vegna
bara að láta það eiga sig, en greinin
birtist samt sem áður. Svo var þetta
allt dregið til baka nokkrum dögum
síðar. Þetta sýnir bara að þeir gera
hvað sem er til þess að reyna að
draga menn niður. Eiður Smári á
náttúrlega konu og tvö börn og þau
vissu það öll að þetta var bara
kjaftæði. Við ákváðum þess vegna
að gera ekkert í þessu, enda leysti
málið sig sjálft nokkrum dögum
seinna. Maður skilur samt ekki af
hverju fólk fer með svona hluti í
blöðin. Það geta svo sem verið millj-
ón ástæður fyrir því en fólk áttar sig
bara ekki á því hvað þetta hefur mik-
il áhrif á þá sem hlut eiga að máli. En
Eiður Smári vissi alveg að hann gæti
átt von á einhverju svona þegar
hann ákvað að fara út í atvinnu-
mennskuna og þetta er eflaust ekki í
síðasta skipti sem eitthvert bull birt-
ist um hann í blöðunum," segir Ólöf
og bætir því við að í kjölfar þessa
hafi hann tekið þá ákvörðun að forð-
ast fjölmiðla eins og hann getur. Það
hefur gert íjölmiðlafólki, sem oft vill
ná tali af honum, mjög erfitt fyrir en
Eiður tók þessa ákvörðun til þess að
vernda sjáífan sig og fjölskyldu sína.
Að lokum berst talið að vali á
íþróttamanni ársins. Ólöf segist
vera nokkuð vonsvikin yfir því að
Eiður skuli ekki hafa orðið fyrir val-
inu.
„Ég og margir í kringum mig
reiknuðu með því að hann yrði val-
inn. Bæði hefur knattspyrnumaður
ekki.verið valinn síðan pabbi hans
fékk þetta árið 1987 og svo tók hann
við fýrirliðastöðunni í landsliðinu,
sem hefur aldrei spilað betur. Svo
komu náttúrlega allar þessar
stjörnur til Chelsea en hann hefur
samt náð að festa sig í sessi þar sem
einn af bestu mönnum liðsins.
Þetta kom því nokkuð á óvart en ég
dáist líka að Ólafi Stefánssyni sem
er frábær íþróttamaður. Óli er góð
fyrirmynd og það er Eiður Smári
líka - hann hefur alltaf eflst við
mótlæti og aldrei gefist upp þótt
allt hafi verið á móti honum. Ég
vona bara að hans tími muni koma
síðar," segir Ólöf að lokum.
Nýfæddur Eiður Arnór Guðjohnsen og ÓlöfEinarsdóttir sjást hér með Eið Smára nýfæddan
árið 1978. Arnór var á þessum tíma atvinnumaður i Belgiu.
Strax farinn að sparka Eiður er hér tveggja ára að sparka bolta eins og pabbi igarðinum
heima i Beigiu þar sem hann ólst upp til 12 ára aldurs.
að reyna að draga menn niður, en
þetta var alltaf á jákvæðu nótunum
í Belgíu. Áhorfendurnir í Englandi
eru líka fljótir að snúa baki við
sínum mönnum ef þeir eru ekki
ánægðir með þá, þannig að þetta
getur verið mjög erfitt," segir Ólöf
sem dáist að því hversu vel Eiður
Smári hefur tekið neikvæðri um-
fjöllun um hann og hans lið í fjöl-
miðlum.
„Menn geta aldrei lokað sig al-
veg frá þessu. Þeir neyðast til að
heyra og lesa þetta en verða bara að
læra að leiða það hjá sér. Bresku
fjölmiðlarnir hika nefnilega ekki við
að búa til og breyta sögum til þess
að draga menn niður,“ segir Ölöf,
en Eiður Smári hefur orðið fyrir
þessu líkt og aðrir í knattspyrnu-
heiminum. Stuttu eftir hryðju-
verkin í New York bárust fréttir af
því að leikmenn Chelsea hefðu
fagnað árásunum á hóteli í London
með því að drekka ótæpilega og
vera með læti. Nafn Eiðs Smára var
nefnt í því sambandi.
„Ég tók þetta rosalega nærri mér
og hringdi í Eið Smára sem spurði
mig bara hvort það væri virkilega
einhver sem trúði þessu. Eftir það
var ég heilan sólarhring að svara í
símann til að útskýra fyrir áhyggju-
fullum ættingjum og vinum að
þetta væri bara rugl. Þetta var líka
mjög fjarstæðukennt," segir Ólöf.
„Svo kom þetta með spilafíknina
f kjölfarið. Þá birtist grein þar sem
sagt var að hann væri spilafrkill og
hefði tapað 50 milljónum. Það
sanna í því máli er að hann sást
koma út af spilavíti og svo var
hringt í hann og spurt hvort það
væri rétt að hann væri spilafíkill. Al-
mannatengill Chelsea-liðsins ráð-
lagði honum þá bara að segja já og
amen við öllu, þvf ef hann færi eitt-
hvað að neita þessu myndu þeir
bara halda áfram að reyna að grafa
eitthvað upp og aldrei hætta að
áreita hann. Þess vegna væri bara
betra að segja já og láta þetta
gleymast, því daginn eftir birtist
náttúrlega grein um einhvern ann-
an og fólk færi að tala um það.
Hann sagði mér svo líka að þessi
tala sem hann hefði átt að hafa
tapað væri alveg út úr korti og hló
bara að þessu. Svona hlutir eru
náttúrlega alltaf erfiðir en mótlætið
styrkir hann bara."
Allt reynt til að draga
menn niður
Stuttu síðar birtust svo greinar í
fjölmiðlum um að ung íslensk
Einn af þeim bestu EiðurSmári leikurnú með Chelsea i Engiandi, meðaiþeirra allra bestu. Þvi fylgir mikið álagjafnt innan vallarsem utan,
sem Óiöf.móðir Eiðs, segir að strákurinn hafi verið griðarlega dugiegur að takast á við.