Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 20
20 LAUOARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fókus DV
Sú var tíðin að karlar voru einráðir við boðun fagnaðarerindisins. Ekki eru nema um 30 ár síðan fyrsta konan tók vígslu
á íslandi. En nú sækja þær svo rækilega fram að saga þykir til næsta bæjar; staða prests við Mosfellsprestakall var aug-
lýst laus við umsóknar fyrir skemmstu og af21 umsækjendum eru konurnar sautján. Við slógum á þráðinn til nokkurra
kvenna íprestastétt - eða þeirra sem hafa guðfræðimenntun - og spurðum þær um trúna, þær sjálfa og viðhorfsín til
Guðs og manna.
Nafn: Helga Soffía Konráðsdóttir.
Aldur: 43ja ára,
Hjúskaparstaða/böm: Fráskilin og
á tvö börn, ísak sem er þrettán ára
og Önnu Maríu tíu ára.
Fyrri störf: Ég hef sinnt prestþjón-
ustu alveg frá því ég lauk námi við
guðfræðideild Háskóla íslands fyrir
sautján árum. Fyrstu árin í Keflavík
og Söðulsholti á Snæfellsnesi, en
síðustu tíu árin hef ég verið prestur
við Háteigskirkju í Reykjavík.
Af hverju ertu prestur: Prestur er ég
vegna þess að ég vil hafa áhrif á
hvernig trúin á Guð mótar allt okk-
ar líf, hvort heldur er í hversdagslíf-
inu eða á gleði- og sorgarstundum.
Hver er Guð: Faðir okkar allra.
í hverju felst starfið: I að boða orð
Guðs við ýmsar aðstæður og í fyrir-
bænum fyrir sóknarbörnum mín-
um.
Uppáhaldshljómsveit/tónlist: Sú
hljómsveit sem ég held mest upp á
er Sinfóníuhljómsveit íslands. Af einstökum tónlistarmönnum er ég ein-
lægur aðdáandi þeirra Paul Simon og Leonard Coen. Almennt er ég alltaf
hrifm af fallegum lögum og góðum textum og svona almennt talað mjög
veik fyrir fallegumkarlmannsröddum.
Uppáhaldsrithöfundur: Af erlendum höfundum nefni ég hinn tékkneska
Milan Kundera en af íslenskum skáldum hlýt ég að nefna Þórarin Eldján
sem er stílsnillingur og hefur alveg makalaust vald á íslenskri tungu.
Uppáhaldsbók Biblíunnar. Davíðssálmarnir, sem eru fallega ortir og
þannig að hver manneskja getur fundið samsvörun með yrkisefnunum
og sínum eigin aðstæðum.
Þjónusta í .
sorg og gleði
Kærleiksríkur
oq umnví
og umnyggjusamur
Nafn: Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir.
Aldur: Ég er 42ja ára, fædd árið 1961.
Hjúskaparstaða/böm: Ég er gift Lárusi S. Marinussyni, yfirheilsuþjálfara
á Reykjalundi, og við eigum þrjú börn. Þau eru: Einar Daði, sem er þrett-
án ára, Guðný Helga er tíu ára og yngstur er Elías Hlynur sem er fimm
ára.
Fyrri störf: Áður en ég varð sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar starfaði ég
hjá Félagsþjónustunni í Reykjavfk sem prestur við öldrunarþjónustu. Ég
lauk námi frá guðfræðideildinni árið 1988.
Af hverju ertu prestur: Ég fékk köllun til þess, sem lýsir sér í því að manni
finnst Guð beina sér í ákveðnar áttir og til þjónustu í kirkju hans.
Hver er Guð: Hann er góður, kærleiksríkur og umhyggjusamur. Til hans
er alltaf hægt að leita, enda er hann alltaf nálægur og lætur sér annt um
velferð okkar og hvað eina sem við tökumst á við í okkar daglega lífi.
í hveiju felst starfið: Ég er sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar, sem fyrr seg-
ir. Er í 50% starfi á líknardeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss í Kópa-
vogi og hinn helmingurinn felst í störfum á ýmsum deildum á Hring:
braut. Starfið felst fyrst og fremst í sálgæslu við sjúka og aðstandendur
þeirra, sem og helgihaldi. Þá sinnum við einnig sálgæslu og stuðningi við
starfsfólk, sem vinnur frábært starf, oft undir miklu álagi.
Uppáhaldshljómsveit/tónlist: Bítlarnir, enda eru þeir sígildir og ná til
allra, þó svo að ég sé ekki af þeirri kynslóð sent við þá er kennd.
Uppáhaldsrithöfundur: Þegar ég las skáldsöguna Svartfugl eftir Gunnar
Gunnarsson, sem fjallar um atburðina á Sjöundá, varð ég fyrir miklum
áhrifum og æ síðan hefur Gunnar verið í miklu eftirlæti hjá mér.
Uppáhaldsbók Biblíunnar: Davíðssálmarnir. Þeir eru stórkostleg bæna-
bók sem ég nota mikið, bæði í starfi og einkalífi.
Guðe
o
ar aiira
Nafn: Guðbjörg Jóhannesdóttir,
sóknarprestur á Sauðárkróki
Aldur: Alveg að verða 35.
Hjúskaparstaða/böm: Vel gift og
börnin okkar eru Berglind, 12 ára,
Hekla, 10 ára, Ketill, 7 ára, Tindur
6 ára og Esja, 1 árs
Fyrri störf: Öll flóran af vinnu hér
og þar og leiðbeinendastörf í
kirkjunni.
Af hverju ertu prestur: Köllun til
að gera gagn.
Hver er Guð: Sá sem elskaði mig
fyrst.
I hvetju felst starfið: Þjónusta í
hversdeginum, í sorg og gleði, við
þau sem þurfa, óháð trúfélagi.
Uppáhaldshljómsveit/tónlist:
Buena vista, Norah Jones, Páll
Óskar,U2.
Uppáhaldsrithöfundur: Gabriel
Garcia Márques, Minette Walt-
ers.
Uppáhaldsbók Biblíunnar: Jó-
hannesarguðspjall.
Nafii: Bryndís Valbjarnardóttir.
Aldur: 47 ára.
Hjúskaparstaða/böm: Ég er ógift og barnlaus.
Fyrri störf: Ýmis skrifstofu- og sölustörf. Hef starfað
sem útfararstjóri hjá Útfararstofu íslands síðastliðin-
þrjú ár.
Af hveiju ertu guðfræðingur: Meðan ég var í
frönskunámi við Háskóla íslands starfaði ég sem að-
stoðarmaður prófessors Péturs Péturssonar við guð-
fræðideildina. Það varð til þess að ég fékk mikinn
áhuga á guðfræði og hóf nám í deildinni, sem lauk
með embættisprófi árið 2001.
Hver er Guð: Guð er ljósið, kærleikurinn og vonin.
Með því að meðtaka ljósið og hafna því ekki, störfum
við í anda kærleikans, sem er Guð.
í hveiju felst starfið: Það felst í öllu sem hafa ber í
huga þegar andlát og útför ber að höndum. Ræða við
aðstandendur um undirbúning útfarar og sjá til þess
að farið sé að óskum þeirra.
Uppáhaldshljómsveit/tónlist: Mér þykir gaman að
ýmiss konar tónlist, svo sem blús, klassískum ein-
söng og sígildri tónlist.
Uppáhaldsrithöfundur: Einar Kárason.
Uppáhaldsbók Biblíunnar: Prédikarinn, þar er að
finna mikla lífsspeki sem höfðar til okkar allra.
\
Ljósið, kærleikurinn
og vomn