Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Side 24
24 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 Fókus DV DV Fókus LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 25 Fátt er meira rætt innan leikhúsheimsins íslenska en hver mun verða næsti Þjóðleikhússtjóri. Skipað verður í stöðuna eftir tæpt ár en gera má ráð fyrir að frá ráðningunni verði gengið mun fyrr. Lausleg athugun DV leiddi í ljós að ein manneskja þykir langlíklegust í stöðuna þó vissu- lega séu margir taldir koma til greina. Næsti Þjóðleikhússtjóri íslands verður, ef marka má álitsgjafa DV, Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona. En það er mjótt á mununum því fast á hæla henni kemur Baltasar Kormákur leikari og leikstjóri og í röðinni á eftir honum ryðst Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. I lnífjafnir í fjórða til fimmta sæti eru svo þeir Hilmar Jónsson leikstjóri og Magnús Ragnarsson leikari og viðskiptafræðingur. DV talaði við 16 sem þekkja vel til i leikhúsheiminum. Þeir voru beðnir um að nefna þrjá til sögunn- ar og forgangsraða. Spurningin var einfaldlega: Hver verður næsti Þjóðleikhússtjóri? Vissulega bland- ast óskhyggja í valið upp að vissu marki og viðmælendum var jafnframt gerð grein fyrir því að tilnefn- ingarnar væru hálfgildings atkvæðagreiðsla. Þessi kosning reyndist æsispennandi en einfaidlega var gripið til þess að sá sem nefndur var fyrstur fékk þrjú stig, annar tvö og þriði eitt. Margir kallaðir en fáir útvaldir. Þjóðleikhúsráð mun mæla með manni í starfið og þar sitja nú Matthías Johannessen formaður, Krist- ín Ástgeirsdóttir, Haraldur Ólafsson, Edda Backman og Þórhallur Sigurðarson. í kjölfarið skipar Þorgerð- ur Katrín menntamálaráðherra í starfið. „Ég skil ekki þann mann sem sækist eftir þessu starfi," segir Pálmi Gestsson leikari og ráðgjafi DV. „Það þarf rosalegan töffara í þetta sem nennir að standa í slagsmálum fyrir vini sína og óvini daginn út og inn. Auðvitað kæmi ekki til tals að ég færi í þetta, en ef svo væri myndi ég aldrei ljá máls á því. Ekki innan míns áhugasviðs, svo mikið er víst." „Ráðningasamingur minn gildir til 1. janúar 2005 þannig að ég á eftir eitt og hálft ár - þá er ég líka far- inn,“ sagði Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Fréttablaðið í haust. Það þýðir einfaldlega að nýr Þjóðleikhússtjóri verður skipaður eftir tæpt ár. Þessi staðreynd hefur ekki farið fram hjá leikhúsfólki og velta menn nú mjög vöngum yfir því hver muni skipa þessa stöðu sem er líklega sú áhrifamesta og þar með kannski sú eftirsóknarverðasta sem um getur í íslensku leikhúsi. En það er á orði, ekki á borði eins og lesa má úr orðum Pálma. Ekki verður tekið út með sitjandi sældinni að taka við. Endurbygging hússins má ekki tefjast umfram það sem orðið er og Þjóðleikhúsið á við fjárhagsörðugleika að etja. En skoðum nánar þá sem voru nefndir af sérfræðingum blaðsins. djörfung og dugur „Hann hefur látið mikið að sér kveða á undanfömum árum. Virðist vera uppi á borðinu sem nafn núna." Já, rétt er það. tasar Kormákur hefúr einkum verið aö hasla sér völl á sviði lyndageröar undanfarin ár og menn settu það helst sem þegar hann var annars vegar, að hann hefði hreinlega tfma né nennu til að standa f þessu. Baltasar fylgdi fast á hæla Tinnu með 12 atkvæði. En hæfileikana þótti sérfræöingum ekld vanta þegar Baltasar annars vegar. Hann sagður mfirill og duglegur framkvæmda- ur sem gæd hrist verulega upp í þessu. Einn sérfræðing- Þórhildur - ein af foringjunum „Hún er kona. Hún virðist alltaf vera í umræðunni. Með langa reynslu þó hún hafi ekki gert neinar sérstakar rósir sem Borgarleikhússtjóri." Já, enn er það kynferðið sem skiptir máli. Þórhildur er í þriðja sæti með 11 stig, aðeins einu færra en Baltasar. Fleiri athugasemdir féllu, þegar Þórhildur var annars vegar, sem voru lofsamlegri og var henni reiknað til tekna mikil reynsla. „Reynslubolti sannarlega. Hefur einhvern veginn tekist að halda dampi þrátt fyrir margvíslegt og íjölbreytilegt mót- læti." Annar sem aðhylltist Þórhildi sagði: „Og hún er einn af okkar foringjum í íslensku leikhúsi. Hún er frekja eins og marg- ur foringinn en hún hefur einhverja snilligáfu í þetta. Það sem hún hefur lagt til leikhúslífsins, hefur stjórnunarhæfileika, ef hún mýkjir félagslegu hliðina. Henni var ómaklega bolað út úr Borgarleikhúsinu." Þórhildur þykir sem sagt öðrum fremur hafa til að bera stjórnunarreynslu og röggsemi sem þarf í starfið. Samkvæmt heimildum DV hefur Þórhildur tiltölulega takmarkaðan áhuga á starfinu sem stendur en enginn veit hvað gerist í þeim efnum. Hilmar - frá- bær listrænn stjórnandi Hnífjafnir í 4.-5. sæti eru þeir Hilmar Jónsson og Magnús Ragnarsson með 9 stig. Og ljóst þykir að hvorugur sé frá- hverfur starfinu. Báðir eru þeir ungir og metnaðargjarnir menn og einhverjir urðu til að fullyrða að Magnús muni sækja um enda hafi verið gengið fast á eftir honum þar um. En um Hilmar höfðu menn þetta að segja: „Honum hefur tekist vel til með Hafnarfjarðarleikhúsið. Hefur gott lið í kringum sig. Vinsæll og vel lið- inn og hefur skýra listræna stefnu." Og: „Ef hann sýnir áhuga þá á hann mikla möguleika. Búinn að vinna gott starf í Hafnaríjarðarleikhúsinu og sýnt góða tilburði að stjórna svona batteríi." Og enn einn velviljaður Hilmari sagði hann framsýnan i sinni listrænu stefnumótun og færan leikstjóra. „Ein- stakur leikhúsmaður, hæfileikaríkur og frábær list- rænn stjórnandi." Magnús - draumakandídat Magnús þykir einnig hafa margt til brunns að bera sem prýða má eins og einn Þjóðleikhússtjóra. „Hann hefur þessa listrænu sýn, eða hvað á að kalla það, sem þarf. Svo hefur hann einnig framkvæmdastjórahlið sem hefur ekki minna að segja í þessu starfi." Og enn blandast Gunnar Eyj- ólfsson í þetta en þá með áðurnefnd- um fyrirvara. „Gunnar er mjög hrif- inn af honum. Magnús mun örugg- lega sækja um.“ Og ein ummælin eru á þessa leið: „Magnús er draumak- andídat sem hefur alla þá þætti sem gagnast. Fyrrum starfsmaður húss- ins, þekkir til erlendis og þar með tengingu inn á stærsta leildistarmark- að heims. Og var formaður leiklistar- ráðs, sem sér um styrkveitingar til sjálfstæðra atvinnuleikhúsa, og stóð sig frábærlega þar." Davíð Oddsson - óvæntarsti kandídatinn Skemmtilegasta kenningin um þjóðleikhússstjórastöðuna og kannski sú óvæntasta var sú að Davíð Oddsson horfði til þessarar stöðu sem farsællar lendingar fyrir sig og sín áhugamál. Davíð mun jú láta af störfum sem forsætisráðherra innan tíðar. Davíð var leikhúsritari í gamla Iðnó á sínum tíma og kunni því vel. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér sem leikskáld með ágætum árangri. „Gæti dottið inn í starfið eins og þetta pólitíska amstur hefði aldrei sér stað. Tinna - vinnusöm og heiðarleg Eins og áður sagði var Tinna efst á blaði með 15 stig. Eftirtektarvert vár að fjölmargir reiknuðu henni hik- laust til tekna það að vera kona. „Nafn sem er á allra vörum. Hún er kona. Aldrei verið kona í þessu djobbi og kominn tími til." Og kannski ekki að ófyrirsynju að þetta sé nefnt í ljósi jafnréttislaga sem kveða á um að jafnt vérði að vera á komið með kynjunum í hliðstæð- um störfum á vegum hins opinbera. Þorsteinn Bach- mann leikhússtjóri LA hefur fengið að kenna á því í tengslum við sína stöðu fyrir dómstólum. „Hún er úr klíkunni sem hlýtur að reiknast henni til tekna þegar verið er að ráða en spurning hvort það gagnist í sjálfu sér. Ekki miklar breytingar kannski sem munu fylgja henni," sagði einn sérfræðingur DV. En vitaskuld þykir Tinna hafa fleira til brunns að bera en kynferðið eitt og að þekkja vel til í Þjóðleikhús- inu. „Hún er vinnusöm, hefur yfirsýn og innsæi. Hefur rétta prófílinn í þetta, var formaður Bandalags íslenskra listamanna, og er þannig lagað hæfilega öruggur val- kostur," sagði einn. „Hefur sýnt áhuga á að komast í stjórnunarstöðu. Hefur setið í Þjóðleikhúsráði," sagði annar. Og enn einn bætti við: „Tinna gæti verið afskap- lega góð í þetta, heiðarleg, samviskusöm og vel vinn- andi manneskja sem hefur góða innsýn í þennan geira." Engin kona í stóli þjóðleikhússtjóra Eins og fram hefur komið í máli margra sérfræðinga DV hefur það aldrei gerst að kona hafi sest í stól þjóðleikhússtjóra. Þykir mörgum tími til kominn. Fyrsti þjóðleikhússtjórinn var Guðlaugur Rósinkranz og var hann lengi vel við stjórnvölinn: 1949-1972. Sveinn Einarsson tók við af Guðlaugi og var hans valdatími á árunum 1972-1983 eða í ellefu ár. Gísli Alfreðsson tók við af Sveini og var frá árinu 1983- 1991 eða í átta ár. Þá vöru lögin einfaldlega þannig að ekki kom lengri seta til greina og við starfi hans tók svo Stefán Baldursson. Hann hefur verið rfkjandi nú í tólf ár en í valdatíma hans breytti Björn Bjarnason lögum um tímaramma. Kolbrún Halldórsdóttir - sögð ætla sér að sækja um Fullyrt er að Kolbrún Halldórsdóttir alþingismað- ur ætli sér að sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra. „Hún hefur gefið það út í þröngra manna hópi að hún ætli sér að sækja um starfið." Hins vegar hefur hún ekki komið fram með það enn því ekki þykir þægilegt fyr- ir hana að berjast fyrir sínum málefnum ef það er al- kunna að hún ætli sér aftur í leikhúsið. Kolbrún mun verða sterkur umsækjandi. Hún starfaði sem leik- stjóri áður en hún fór á þing og ekki þykir verra að hún þekki hið pólitíska landslag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun eiga erfitt með að líta fram hjá henni auk þess sem það gæti borið vott um pólitísk klókindi að skipa pólitískan andstæðing sinn í stöðuna og svo er pólitískt rétt að skipa konu sem næsta Þjóðleikhússtjóra. Slíkt hefur ekki gerst enn og þykir mörgum tími til kominn. Aðrir á blaði Fjölmargir aðrir voru nefndir og ber þar fyrst að nefna Guðjón Peder- sen sem er sagður hafa rekið Borgarleikhúsið í gegnum erfitt tímabil og staðið sig nokkuð vel. „Hann hefur náð hópn- um vel saman og gefst ekki svo auðveldlega upp. Svo rak hann Frú Emelíu með heiðri og sóma í næstum áratug." Kjartan Ragnarsson leikstjóri þykir reynsl- unnar smiður á þessu sviði og góður kostur sem og Þórunn Sigurð- ardóttir framkvæmda- stjóri Listahátíðar. Ólík- legt þykir þó að þau sæki um. Þá eru nefnd til sögunnar leikstjór- arnir María Sigurðar- dóttir, Magnús Geir Þórðarson og Benedikt Erlingsson og þykja þau öll spennandi kostur. Þjóðleikhússtjóranám Þá er nefndur: „Kjartan Bjargmundsson. Það hljómar svo vel. Kjartan Bjargmundsson Þjóðleikhússtjóri gengur í salinn!" Gísli Rúnar Jónsson, Edda Björgvinsdóttir og Laddi hlutu öll atkvæði. „Ótækt að segja fólk ómarktækt þó það hafi húmor. Það ætti að vera öfugt." Öll þóttu þau líkleg til að leggja eitthvað nýtt til málanna og gera skemmtilegt leikhús. „Ekki veitir af. Gengur þetta ekki út á það?" Ragnheiður Skúladóttir deildarstjóri leiklistardeildar Listahá- skólans hlaut atkvæði, einnig Ása Richardsdóttir sem og Gísli Örn Garðarsson svo einhverjir séu nefndir að ógleymdum Viðari Egg- ertssyni og Kolbrúnu Halldórsdóttur. Einn sem DV heyrði ofan í í tengslum við þetta sagði ljóst að margir myndu sækjast eftir starfanum. „Það er talað um að nú séu margir í „Þjóðleikhússtjóranámi" eins og það er kallað í Háskólan- um, alls konar stjórnenda og MBA námi í menningarfræðum en þar eru bæði Tinna og Viddi - svona svipað og námið sem Ása Rich fór í í Háskólanum i Reykjavik til að verða Tónlistarhússstjóri." Álitsgjafar Björg Björns- dóttir, kynning- arstjóri Þjóð- leikhússins. Björk Jakobs- dóttir, leikkona Felix Bergsson, leikari og leikli- starfrömuður Fjalar Sigurð- arson, fjöl- miðlamaður Guðrún Krist- jánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar. Vil- mundardóttir, kynningarstjóri Borgarleikhúss- ins Hallur Helga- son, leikhús- stjóri Loftkast- alans Ingibjörg Þóris- dóttir, leikkona fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðar- leikhússins. Jón Gnarr, leik- ari og útvarps- maður Karl Ágúst Úlfs- son, leikari og rithöfundur Magnús Geir Þórðarson, leik- stjóri Páll Baldvin Baldvinsson, leiklistargagn- rýnandi Pálmi Gestsson, leikari Stefán Jónsson leikari og leik- stjóri Þorsteinn J. Vil- hjálmsson, dag- skrárgerðar- maður Þórhallur Gunn arsson, sjón- varpsmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.