Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fókus 0V
Edda útgáfa varð til með samruna Máls og menningar og Vöku-Helgafells árið 2000. Mál og menning hafði áratugina
á undan verið öflugt útgáfufyrirtæki með góða markaðsstöðu enda útgefandi margra vinsælustu höfunda landsins.
Fyrirtækið rak sig nánast sjálft og átti ekki að geta klikkað. Þá fengu forsvarsmenn Máls og menningar hins vegar
draumsýn - íslenska risaútgáfu sem gæti keppt við erlenda aðila og nýtt sér Netið til tekna. Sameining Máls og menn-
ingar og Vöku-Helgafells fórþví afstað og endaði með stofnun Eddu miðlunar og útgáfu árið 2000. Ári síðar var allt
komið í þrot og sjálfseignarstofnunin, sem Mál og menning hafði verið, var komin undir einn helsta auðjöfur landsins.
Guðmundsson
Fórlengifyrirhinu
stöðuga bókaforlagi
Máli og menningu
áður en félagið sameinað-
ist Vöku-Helgarfelli. Draum-
órarnir um risaútgáfufyrirtæki
urðu honum þó að falli og nú er
Mál og menning minnihlutaeig-
andi i Eddu og Halldór sjálfur
haldinn á brott til að skrifa um
nafna sinn Laxness.
Edda útgáfa varð til með samruna
Máls og menningar og Vöku-Helgafells
árið 2000. Sameininguna má rekja til
drauma forsvarmanna fyrirtækjanna
um að koma á fót öflugu íslensku út-
gáfufyrirtæki sem hefði burði til að
keppa við erlend fyrirtæki sem menn
óttuðust að gætu rutt sér til rúms á ís-
lenska bókamarkaðnum. Einnig voru
mikiar vonir bundnar við nýja tækni
og hvers kyns margmiðlun sem sést
best á nafninu sem fyrirtækið upp-
haflega fékk, Edda miðlun og útgáfa
hf.
Menn ætluðu sér stóra hluti með
hið nýja fyrirtæki en eitthvað fór úrskeið-
is á leiðinni. Samdráttur varð í þjóðfélag-
inu og alls kyns viðbótarkostnaður vegna
sameiningarinnar kom síðar í ljós. Þá átt-
uðu menn sig á þvf að netbólan var
sprungin - enda hefur fyrirtækið nú
klippt orðið „miölun" aftan
af nafn-
Halldór
m s
§lÉ|í
V, •
i ' 'TDV^
IJ § 1
mmgf
i&mm
Wá
-
r-'
. . • •
ÍS|g:-:: ■ > 'SáiillÍÉÍÍÍ
*«MP*
mmsom
wvmmmmm
.
inu. Fljótlega varð ljóst að allt of geyst
hafði verið farið í sameininguna og betur
hefði mátt huga að mörgum þáttum. Ekki
leið á löngu þar til hið nýja fyrirtæki þurfti
á 100 milljóna króna hlutafjáraukningu
að halda til að geta haldið áfram starf-
semi.
Bókaklúbbur verður stórveldi
Bókmenntafélagið Mál og menning
var stofnað árið 1937. Að stofnun þess
stóðu bókaútgáfan Heimskringla og Félag
byltingarsinnaðra rithöfunda, með þá
Kristin E. Andrésson, Halldór Laxness og
Jóhannes úr Ködum í broddi fylkingar.
Mál og menning starfaði fyrst sem bóka-
klúbbur þar sem menn gengu í félagið,
greiddu félagsgjöld og fengu bækur send-
ar í staðinn. Þessi fyrstu ár félagsins voru
mikil uppvaxtarár og 1942 var verslunar-
rekstri bætt við starfsemina undir forystu
Kristins sem á þessum tíma var formaður
félagsins. Hann gegndi formennsku og
framkvæmdastjórn allt fram til 1971 þeg-
ar Sigfús Daðason tók við. Ýmsir
komu svo að stjórnun Máls og
menningar árin á eftir uns
Halldór Guðmundsson og
Árni Einarsson komu til
starfa 1984; Halldór sem
útgáfustjóri og Árni sem
ffamkvæmdastjóri. Fé-
lagið hafði þá náð mjög
góðri fótfestu á hinum
íslenska bókamarkaði.
Mál og menning var
sjálfseignarfélag með
stöðugan rekstur
sem stóð undir
sér og næsta
áratuginn átti
félagið eftir að
vaxa enn frek-
Vaka-Helgafell stækkar við sig
Ári eftir að Halldór Guðmundsson tók
við starfl útgáfustjóra Máls og menningar
festi bókaútgáfan Vaka, sem var stofnuð
árið 1981 af hjónunum Ólafl Ragnarssyni
og Eh'nu Bergs, kaup á bókaforlaginu
Helgafelli. Úr varð Vaka-Helgafell sem
hafði marga af þekktustu rithöfundum
landsins á sínum snærum. Eftir það færð-
ist starfsemi Vöku inn á sffellt fleiri svið
útgáfu og miðlunar. Almenna bókafélagið
varð svo hluti af Vöku-Helgafelli árið 1997
og bókaforlagið Lögberg ári síðar, ásamt
tímarita- og bókaútgáfunni Iceland
Review. Kreppa hafði samt sem áður ver-
ið í bókaútgáfu árin á undan og útgefend-
um hér á landi fækkað verulega. Þrátt fyr-
ir það hafði rekstur Vöku-Helgafells alltaf
skilað hagnaði.
Mál og menning rekur sig sjálft
Þrátt fyrir að illa gengi hjá mörgum
bókaforlögum á tíunda áratugnum hafði
Mál og menning alltaf sterka stöðu á
markaðnum. Reksturinn gekk upp og var
alltaf réttu megin við strikið, utan árið
1994 þegar halli varð á rekstri félagsins.
Félagið átti sig að mestu sjálft og var utan-
aðkomandi aðilum svo gott sem óháð.
Höfðu menn á orði að félagið væri komið
í þá stöðu að það ræki sig sjálft - hafði
góða markaðsstöðu og stöðugar tekjur
þannig að erfitt var að klúðra rekstrinum.
Árið 1995 hafði Sigurður Svavarsson
tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá
Máli og menningu af Árna Einarssyni,
sem var gerður að verslunarstjóra. Sig-
urður og Hafldór fóru því fyrir félaginu
síðustu árin fyrir sameininguna við Vöku-
Helgafell og gegndu mikilvægu hlutverki
við sameiningarferlið.
Loftkastali Halldórs
Sameining Vöku-Helgafells og Máls
og menningar kom til vegna draumóra
forsvarsmanna fyrirtækjanna um eitt
öflugt útgáfufyrirtæki á íslandi sem gæti
keppt við erlenda aðila. Mál og
menning hafði stuttu áður misst sinn
helsta markaðsmann, Jóhann Pál Valdi-
marsson, út úr fyrirtækinu sem var í
raun stefnulaust eftir það. Þá leitaði Mál
og menning inn á ný svið - sóttist m.a.
eftir sameiningu við Vöku-Helgafell til
að bjarga markaðsmálum fyrirtældsins,
og það gerði Halldór f andstöðu við fé-
lagsráð Máls og menningar. Þá æduðu
menn að hefja stórsókn íslenskra bók-
mennta á erlendum vettvangi og nýta
sér Netið til miðlunar á upplýsingum -
allt í takt við þá bjartsýni sem á þessum
tíma ríkti í viðskiptalífinu. Halldór Guð-
mundsson var einn helsti hugmynda-