Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 Fókus 0V Debbie Tatum fannst hún hafa himin höndum tekið þegar hún hitti Charles Daniels. Þau voru yfir sig ástfangin og Debbie taldi að baslið væri að baki. Hún vissi ekki að maðurinn átti sér skuggalega fortíð. Hann hafði verið dæmdur fyrir nauðgun og morð. Charles Daniels hafði eytt mestum hluta ævi sinnar á bak við lás og slá. Árið 1965 var hann dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga og myrða unga stúlku á hrottafenginn hátt. Janet Harris var aðeins nítján ára þegar hún lenti í klónum á Charles Daniels. Hún var á leiðinni á heimavistina sína í New Orleans eitt kvöld þegar hún varð á vegi Charles. Hann réðst á ungu stúlkuna og misþyrmdi henni þar til hún var ekki lengur með lífsmarki. Sérstæð sakamál Hann fleygði líkinu síðan í skurð þar sem það fannst þremur dögum síðar. Charles var handtekinn skömmu síðar og ákærður fyrir morðið. Hann hélt því fram fyrir rétti að hann hefði verið illa haldinn umrætt kvöld vegna mikillar neyslu áfengis og lyfja. Hon- um hefði ekki verið sjálfrátt. Kvið- dómur tók skýringarnar trúanlegar og dæmdi Charles í ævilangt fangelsi. Flestir áttu von á að hann yrði dæmd- ur til dauða fyrir hinn skelfilega glæp. Charles hóf afplánun og þótti standa sig vel í fangelsinu. Honum tókst að vinna úr erfiðum málum, svo sem kynferðislegri misnotkun í æsku. Hann tók sig til og lærði að lesa og skrifa í fangelsinu og var auk þess duglegur að sækja ýmis önnur nám- skeið. Hann var sannkallaður fyrirmynd- arfangi. Það var þess vegna ekki skrýt- ið að beiðni hans um náðun árið 1990 átti góðan hljómgrunn. Fangelsis- stjórinn gekk fram fyrir skjöldu og mælti með því að Charles yrði sleppt. „Ég tel að Charles Daniels sé ekki lengur ógn við samfélagið. Hann hef- ur hins vegar margt að gefa samfélag- inu," sagði fangelsisstjórinn. Skrifaði upp á lán Charles hóf nýtt líf. Hann kynntist ungri konu, Debbie Tatum, og með þeim tókust ástir. Debbie var einstæð móðir ijögurra barna og líf hennar hafði verið mikið basl um nokkurra ára skeið. Hún tók þvf hinum við- kunnanlega Charles fagnandi og trúði því að nú gæti lífið orðið léttara. Charles var í ágætri vinnu sem vöm- flutningabílstjóri. Hann var reyndar tíðum að heiman en dvaldi ávallt hjá Debbie á milli ferða. Hann lét henni í té hluta launa sinna og það kom sér sannarlega vel á barnmörgu heimil- inu. Lífið gekk sinn vanagang og nokkur tími leið þar til vandræði steðjuðu að. Það gerðist þegar Charles tók stórt lán í nafni Debbi- ar. Hann sagði unnustu sinni, sem satt var, að hann hefði ekki láns- traust í bankakerfinu. Debbie tók þessu vel og skrifaði upp á lánið. Hún vissi að öðm leyti ekkert um skuggalega fortíð ástmanns síns. Að fáeinum vikum liðnum tóku gluggaumslögin að berast Debbie. Lánið var í vanskilum og svo fór að bankinn hótaði að selja ofan af henni íbúðina. Hún óttaðist um af- drif barna sinna ef bankinn léti til skarar skríða. Að kvöldi 22. apríl árið 2000 fór Debbie svo ásamt Charles í gleðskap hjá vinafólki. Debbie hafði áhyggjur af peningamálunum og óttaðist að lenda á götunni. í partíinu trúði hún vinkonu sinni fýrir öllu saman. Trukkurinn Virmutæki Charles Daniels. Bill- inn var búinn GPS-staðsetningartæki. Það átti eftir að koma sér vel. Fyrirmyndarfangi Charles Daniels sýndi allarsínar bestu hliðar í fangelsinu. Hann lærði að lesa og skrifa. Hann stóð sig svo vel að beiðni hans um náðun var samþykkt. Charles heyrði á tal vinkvennanna og varð allt annað en glaður. Óþekkjanleg eftir barsmíðar Tveimur sólarhringum síðar fannst illa útleikið lfk ungrar konu skammt frá New Orleans. Unga kon- an hafði augljóslega sætt miklum bar- smíðum og var með öllu óþekkjanleg. Tannlæknaskýrslur leiddu í ljós að um var að ræða Debbie Tatum. Bömin hennar íjögur vom orðin móðurlaus og ekkert sást til verðandi stjúpa þeirra, Charles Daniels. Rannsóknarlögreglan hóf þegar að yfirheyra vini og kunningja Debbiar. Lögreglumenn höfðu samband við yf- irmann Charles og var tjáð að hann væri víðs fjarri við störf. Grunur lög- reglunnar beindist engu að síður að honum, enda mönnum kunnugt um fortíð hans. Fáeinum dögum síðar skil- Einstæð með fjögur börn Debbie Tatum varð ástfangin afCharles Daniels. Hún vildi losna úr eilifu peningabasli og Daniels virtist vera rétti maðurinn. Tveimur sólarhríng- um síðar fannst illa útleikið lík ungrar konu skammt frá New Oríeans. Unga konan hafði augljósiega sætt miklum barsmíð- um og var með öllu óþekkjanleg. aði Charles sér aftur til New Or- leans og var þá færður til yfirheyrslu. Hann sagði lögreglu að vissulega hefði hann farið í teitið með Debbie umrætt kvöld. Hann sagðist hafa ekið Debbie heim og síðan haldið beint af stað í vinnuferð. Hann hefði því hvergi verið nærri sólarhringana á eftir. Laug að lögregluni Málið virtist hafa siglt í strand þegar lögreglumenn urðu þess áskynja að vörubfll Charles var bú- inn GPS-búnaði - eins og reyndar allir bílar hjá fyrirtækinu sem hann starfaði hjá. Rannsóknin komst á skrið því nú gátu lögreglumenn skoðað nákvæmlega allar ferðir Charles frá því daginn sem þau Debbie fóru saman í teitið. Kom í ljós að Charles hafði logið til um ferðir sínar. Hann gafst upp og játaði á sig morðið. Ástæðuna sagði hann hafa verið þá að Debbie hefði hótað að kæra hann fyrir fjársvik vegna lánsins. Charles Daniels var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi, og í þetta skipti var bætt við klausu um að hann ætti ekki möguleika á náðun. Saksóknari sagði að loknum réttarhöldunum að málið væri einstakt fyrir þær sakir að GPS- staðsetningarbúnaður hefði komið upp um morðingjann. Hann sagði þetta hugsanlega fýrsta málið af slík- um toga en vafalítið ekki það síðasta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.