Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Page 34
34 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004
Fókus DV
Krár • Plötusnúðarnir Palli og
*feiggi úr hljómsveitinni Maus leika
slagara á 22 fram eftir nóttu.
• Gömlu brýnin í SSSól sjá um að
starfsfólk Gauksins komist ekki
heim til sín fyrr en í morgunsárið.
• Dj Valdi spilar á Felix.
• Hljómsveitin 3-some spilar á
Celtic Cross.
Aldrei að vita nema Kristján Gísla
taki Júróvisjónlagið sem kom hon-
um svo eftirminnilega á kortið.
• Hunang skemmtir á Players í
Kópavogi.
• Hinir einu sönnu Gullfoss &
Geysir verða í Leikhúskj allaranum.
• Spilafíklamir skemmta á
Dubíiner.
• Dúett Óskars Einarssonar
skemmtir í kvöld á Ara í Ögri í Ing-
ólfsstræti. Dúettinn hefur leik um
klukkan 23.
• DjAki verður á efri hæðinni á
Pravda á meðan Dj Sóley sér urn
neðri hæðina í rólegri kantinum.
• Dóri er plötusnúður kvöldsins á
Vegamótum.
Tónleikar* Kvartett Ómars
• Atli skemmtanalögga verður í
stuði á Hverfísbamum.
• Spútnik spilar í
Klúbbnum við Gullinbrú.
• Hermann Ingi stígur á stokk á
Búálfinum um klukkan 22. Guð
einn veit hvenær sú skemmtun tek-
ur enda.
Guðjónssonar heldur djasstónleika
á Kaffi Iist klukkan 22, í djasstón-
leikaröðinni þar, sem hefur hlotið
svo góðar viðtökur að næstu vikur
verða tónleikar bæði á
Ellefubíó
eftir vinnu
fimmtudags- og laugardagskvöld-
um. Aðgangur verður áfram ókeyp-
is.
• Þungarokksveitin Dark Harvest
leikur á Grand Rokk eftir miðnætti.
Klassík • Hörðtu: Askelsson
leikur á Klais-orgelið í Hallgríms-
kirkju verk eftir J.S. Bach, Léon,
Boéllman og Kjell Mörk Karlssen
klukkan 12. Aðgangur er ókeypis
fyrir skólafólk. Hádegishressing í
suðursal að tónleikunum loknum.
• Kórinn StavangerVocal-
ensemble heldur tónleika í Nor-
ræna húsinu í tilefni af opnun sýn-
Nýr dagskrárliður verð-
ur kynntur til sögunnar
áBar 11, Ellefui
að kvöld. Það
er Ellefubíó,
vikuleg bíó-
kvöld þar sem
sýndarverða
gamlar og góð-
ar tónlistar- og
költmyndir. Á
þessu fyrsta
#kvöldi verður boðið upp
a hina stórkostiegu
Spinal Tap og svo horr-
or-klassíkina Evil Dead
1. Sýningin hefst klukk-
an 21 og aðgangur er
ókeypis.
Golden Globe
Bein útsending verður
frá afhendingu Golden
Globe verðlaunanna á
Stöð 2 aðfaranótt mánu-
dagsins. Stjörnurnar
mæta á svæðið og
klappa hver annarri á
bakið og veittar verða
viðurkenn-
ingar fyrir
gerð sjón-
varpsþátta og kvik-
mynda. Þetta er í 61.
sinn sem hátíðin er
haldin. Útsendingin
hefst á miðnætti.
REM í Rokklandi
Rokkland heldur áfram
að vera einn af betri
þáttunum í íslensku út-
varpi nú um
stundir. Það
*er að sjálf-
sögðu Ólafur
Páll Gunnars-
son sem heldur um
taumana í þættinum,
sem er á dagskrá Rásar 2
eftir fréttir klukkan 16 á
sunnudögum. Á morgun
verður aðaláherslan lögð
á hina sögufrægu sveit
REM, sem sendi á dög-
unum frá sér plötu með
bestu lögunum sínum.
Jaeja
i, ann-
Birgir Örn Steinarsson og Páll Ragnar Pálsson eru nýjasta
plötusnúðaparið hér í borg. í kvöld gefst fólki færi á að hlusta
á þá félaga þeyta skífum á veitingahúsinu 22. Þeir segjast al-
veg ófeimnir við það að spila Madonnu og fila það bara vel.
Reynum ekki aö vera kúl
Biggi og Palli Felagar úr hljám-
sveitinni Maus til tiu ára. Hafa
nú hafið samstarf sem plötu-
snuðar og skemmta á 22 i kvöld.
Segjast ekki hika við spila Cindy
Lauper i bland við Pixies.
DVmynd Teitur
„Við höfum verið að spila tveir saman, ég og Palli,"
segir Birgir örn Steinarsson en hann og Páll Ragnar
Pálsson, sem eru báðir úr hljómsveitinni Maus, hafa ný-
lega hafið samstarf í plötusnúðaheiminum. „Þetta er
fínt fyrirkomulag og maður þarf ekki að sitja við spilar-
ann allt kvöldið. Svo þarf maður ekki að labba á milli
staða, fær frían bjór og svo fær maður að ráða tónlist-
inni og fær borgað fýrir það,“ segir Biggi og segir þá fé-
lagana vera afar hrifnir af því að spila slagara. „ Við
erum ófeimnir við að spila allt frá Madonnu og Cindy
Lauper yfir í Nirvana og Pixies. Við reynum að spila mik-
ið af slögurum af því við erum ekki að reyna að vera
neitt kúl plötusnúðar, því við erum það ekki,“ segir
hann.
Dj síðan í desember
„Ég hef alla tíð verið óþolandi gæinn í partýum þar
sem ég hef límt mig við græjurnar og reynt að stjórna
tónlistinni með misjöfnum árangri, þannig að ég er
hugsanlega á réttri hillu með því að fá að vera plötu-
snúður," segir Biggi. „Ég hef þörf fyrir að leyfa fólki að
njóta góðrar tónlistar." Aðspurður af hverju þeir byrj-
uðu á að starfa sem plötusnúðar segir hann: „Við vorum
beðnir um að spila saman fyrst á Bar 11 í desember
þannig að við erum tiltölulega nýbyrjaðir. Undirtektirn-
ar hafa verið svo góðar að þeir sem eru að stjórna stöð-
unum vilja alltaf fá okkur aftur. Við höfum verið að spila
nokkuð reglulega síðan þá.“
Spila aldrei vangalög
Biggi segir stemninguna alltaf vera frábæra þegar
þeir eru að spila. „Fólk byrjar að hoppa inn upp úr mið-
nætti og svo er mannskapurinn farinn að dansa um eitt-
leytið. Þaðjrefur hingað til verið opið til kl sex og ég býst
við að stuðið eigi eftir að haldast svo lengi," heldur hann
áfram. „Svo hefur þetta æxlast þannig að maður vill ekki
hætta að spila, stuðið er svo mikið og fólk á það alveg til
að verða hálffúlt þegar við hættum." Hann segir að þeir
séu alveg hæfilegir í óskalögunum en láti ekki stjórnast.
„Ef það er eitthvað sem við eigum til og okkur langar til
að spila það sjálfum, spilum við það,“ segir Biggi.
„Við endum alltaf á einhverju brjálæðislegu stuðlagi
þannig að fólk sofni ekki. Það er miklu skemmtilegra en
að spila vangalög sem að mínu mati eiga bara heima á
sveitaböllum." Blaðamanni liggur forvitni á að vita
hvort Maus sé á hverfanda hveli: „Nei, Maus er eins og
Bubbi Morthens: We Ain't going nowhere," segir hann
að lokum.
Loksins eitthvað fyrir danssjúklingana
Árslistapartí útvarpsþáttanna Par-
ty Zone og Kronik verður haldið í
kvöld á Kapital. Philadelphia-plötu-
-^’iúðurinn King Britt mun standa á
bak við plötuspilarana eitthvað fram
eftir kvöldi en auk hans mun Margeir
taka eitthvað í spilarana af sinni al-
kunnu snilld. Á neðri hæðinni verður
hip hop hjörðin svo að skemmta sér
við tónlistarflutning þeirra Kronik-
manna Dj Rampage og B-Ruff.
Djarfur jazzkenndur-klassísk-
ur hip hop snúður
King þessi Britt er hingað kominn
gagngert til þess að skemmta á
þessu árslistakvöldi Party Zone en
hann hefur víða komið við á farsæl-
um ferli sínum. Hann var meðal
annars snúður hjá Digable Planets
og er í dag talinn vera einhver flott-
^asti snúðurinn á bandarísku dans-
senunni. King mun þó ekki bara
halda sig við danstónlistina í kvöld
því að öllum líkindum mun hann
taka nett hip hop djamm fyrir þá
fjölmörgu rappaðdáendur sem ef-
laust leggja leið sína á Kapital í
kvöld.
Eins og áður sagði kemur King frá
Philadelphia og öðlaðist hann fyrst
frægð fýrir að vera það djarfur að
blanda saman klassískum tónum úr
soul- og jazz-heiminum við nýja
strauma í hip hopi og house-tónlist
snemma á síðasta áratug. Síðan þá
hefur hann ferðast vítt og breitt um
heiminn og leikið þessa samsuðu
sína við ágætis viðtökur áheyrenda.
Þá hefur hann einnig starfað sem
pródúsent, endurhljóðblandari og
tónlistarmaður, fyrir utan að vera
plötusnúður.
Ekki alveg ókunnugur landi
og þjóð
Fólk má því eiga von á góðri
skemmtun á Kapital í kvöld enda
King Britt Plötusnúðurinn King Brítt hefur
lagt á sig langa leið til þess að leika í sér-
stöku árslistapartii útvarpsþáttarins Party
Zone sem verður haldið á Kapital I kvöld.
ekki á hverjum degi sem frægir kall-
ar frá Bandaríkjunum leggja leið
sína á klakann til að spila fyrir dans-
sjúk ungmenni. King Britt mun
stoppa stutt hér á landi en hann er á
miklu ferðalagi um þessar mundir.
Eftir partíið í kvöld mun hann halda
beint til London þar sem hann leik-
ur á morgun, en í gær var hann
staddur í Frakklandi þar sem hann
gerði allt vitlaust.
Þessi alþjóðlega dansstjarna
mun svo fljótlega setjast niður til að
vinna að nýrri plötu sem hann ætlar
að vinna með sérvöldum tónlistar-
mönnum. Hann hefur þegar starfað
með mörgum af frægari nöfnum
tónlistarbransans, s.s. Macy Gray,
Tori Amos, Yoko Ono, Femi Kuti og
Gus Gus þannig að hann er ekki al-
veg ókunnugur landi og þjóð.
Árslisti Party Zone verður svo
fluttur í kvöld í sérstökum fjögurra
og hálfs tíma löngum þætti á Rás 2
kl. 19.30. Þar verða 50 bestu danslög
ársins kynnt en listinn hefur verið
valinn með dyggri aðstoð hlustenda.
Að því loknu er svo tilvalið að halda
á Kapital þar sem dansað verður
framundir morgun.
ingar norsku listakonunnar Siri
Gjesdal. Tónleikarnir hefjast klukk-
an 13.
• Helga Rós Indriðadóttir sópran
og Elisabeth Föll píanóleikari flytja
norræn og þýsk ljóð á Tíbrártónleik-
um í Salnum, Kópavogi, klukkan 20.
Mínus GefurAngel in Disguise út á vinyl.
Mínus með
sjötommu
Takmarkað upplag af sjö
tommu vínylplötu með Mínus
verður gefin út þann 2. febrúar
næstkomandi. Um er að ræða
smáskífuna Angel in Disguise og
verða herlegheitin auðvitað einnig
fáanleg á geisladiski. Á smáskíf-
unni verður líka að finna sérstaka
útgáfu þeirra Mínus- manna á lag-
inu Nice Boys sem Rose Tattoo
flutti á sínum tíma en lagið var sér-
staklega flutt fyrir Rock Show á
BBC Radio 1. Einnig verður þarna
að finna órafmagnaða útgáfu af
laginu Insomniac sem tekin var
upp á Student Broadcast Network í
Bretlandi. Eins og áður sagði er um
takmarkað upplag að ræða og því
vissara að hafa hraðar hendur. Þeir
sem engan veginn treysta sér til að
bíða geta tryggt sér eintak á heima-
síðu Smekkleysu, www.smekk-
leysa.net, strax eftir helgina.
Söngleikur um
Hljóma
Söngleikur um sögu hljómsveit-
arinnar Hljóma úr Keflavík verður
settur upp á vegum Nemendafélags
Fjölbrautarskóla Suðurnesja þegar
líður á vorið en þessa dagana er
verið að ráða í hlutverk. Tónlist
hljómsveitarinnar mun væntalega
verða áberandi í uppfærslunni enda
eiga Hljómar mikið magn vinsælla
laga frá því á árum áður. Ekkert hef-
ur þó verið gefið upp um söguþráð-
inn en búast má við að eitthvað
sniðugt verði spunnið í kringum
tónlist Hljómanna. Með þessu
munu nemendurnir heiðra ein-
hverjar skærustu stjörnur heima-
byggðar sinnar og verður væntan-
lega hart barist um hver fái að leika
ódauðlega töffara á borð við Gunn-
ar Þórðarson og Rúnar Júlíusson.