Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Side 36
3,
36 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004______________________________________________________________________________________ Sport DV
Erum á eftir
öðrum
- Morten Olsen, lands-
liðsþjálfari Dana í knatt-
spyrnu, hefur miklar
áhyggjur hvert dönsk
knattspyrna er að stefna og
telur að það sé ekki hlustað
á orð hans þegar hann lýsir
eftir betri tækni hjá dönsk-
um leikmönnum og betri
unglingaþjálfun. Olsen
segir að jafnvel bestu
leikmenn dönsku úrvals-
deildarinnar hafi ekki næga
tæknilega getu til þess að
spila á alþjóðlegum
vettvangi. „Ég hef sagt það
um það bil 117 sinnum en
það er greinlegt að það
nennir enginn að taka það
^alvarlega eða skilur það
hvernig á að þjálfa unga
leikmenn. Við erum góðir í
því að verjast, snúa vörn í
sókn og pressa en leikmenn
okkar skortir tæknilegan
skilning og getu til að
sækja. Við erum ekki nógu
góðir tæknilega. Eins og
staðan er í dag verð ég að
viðurkenna að Bandaríkin
eiga betri leikmenn heldur
en við,“ sagði Olsen eftir
tap, 3-1, gegn B-liði
Bandaríkjamanna í Los
Angeles.
Tindastóll frá Sauðárkróki varð fyrsta liðið til að sprengja launaþakið sem Körfuknattlei
Tindastólsmenn fóru yfir þakið þegar Bandarikjamaðurinn David Sanders kom til liðsin:
auk þess sem þeir hafa viku til að koma sér á nýjan leik undir launaþakið.
Vantar kraft
í fæturna
Stefan Lövgren, fyrirliði
®Sænska landsliðsins í
handknattleik, var ekki
svipur hjá sjón í fyrsta leik
liðsins á EM gegn Úkraínu
á fimmtudaginn. Lövgren
tapaði sjö boltum, fékk
dæmd á sig skref, átti
misheppnaðar sendingar,
náði fáum gegnumbrotum
og skoraði aðeins þrjú
mörk, nokkuð sem er ekki
vanalegt fyrir þennan
snjalla leikmann. Hann
hefur verið meiddur og
^ viöurkenndi eftir leikinn að
*hann hefði vantað allan
kraft í fæturna f leiknum.
Kæru Spánar
vísað frá
Spánverjar kærðu
sigurmark Króata á Evrópu-
mótinu í Slóveníu á
fimmtudaginn á þeim
forsendum að leiktíminn
hefði verið úti þegar Ivan
Balic skoraði mark beint úr
aukakasti sem tryggði Kró-
ötum sigur í leiknum,
30-29. Spánverjar höfðu þó
'ekki erindi sem erfiði því að
kærunni var vísað frá í gær.
Eftirlitsnefnd KKÍ komst að þeirri niðurstöðu í gær að Tindastóll hefði
brotið reglur um launaþak sem sett var áður en tímabilið hófst sfðastliðið
haust en þær kveða á um að ekki megi borga meira en ákveðna upphæð á
mánuði í laun fyrir leikmenn og spilandi þjálfara. Tindastóli rauf
launaþakið með tilkomu nýs Bandaríkjamanns, Davids Sanders, en sökum
þess að félagið var ekki að svindla heldur misreiknaði sig þá var það aðeins
dæmt til að greiða 100 þúsund króna sekt.
Pétur Hrafn Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Körfuknattleiks-
sambands Islands, sagði í samtali við
DV Sport í gær að þetta atvik væri
óheppilegt fyrir sambandið en að
hann liti ekki svo á að þetta væri
einhver áfellisdómur yftr liðunum í
Intersportdeildinni.
„Ég hefði haft miklar áhyggjur ef að
Tindastólsmenn hefðu beinlínis verið
að reyna að svindla og fela að þeir
væm komnir yfir launaþakið. Það var
hins vegar ekki raunin því að þeir vom
mjög samstarfsfúsir, skiluðu inn öllum
gögnum á réttum tíma en
misreiknuðu sig í launaútreikningum.
Það vom þeirra mistök en engin
önnur," sagði Pétur Hrafn.
Ekki einlægur brotavilji
„Við sáum það þegar sambandið
fékk leikmannasamninginn hjá nýja
Bandarfkjamanninum þeirra, David
Sanders, að þeir væru komnir yfir
launaþakið. Við óskuðum eftir
skýringum á því frá forráðamönnum
Tindastóls en fengum ekki skýringar
sem við gátum sætt okkur við. í ljósi
þess að ekki var um einlægan
brotavilja að ræða heldur
misskilning þá ákváðum við að beita
ekki hörðustu refsingum sem
lagaramminn segir til um. Við
ákváðum að sekta félagið um 100
þúsund krónur en slepptum því að
draga fjögur stig af liðinu eins og
nefndinni hefði verið fullkomlega
heimilt. Forráðamenn Tindastóls
hafa nú viku til að koma sínum
málum á hreint og það er ljóst að ef
ekkert gerist þá verða refsingarnar
harðari. Við gætum verið að horfa á
að stig verði dregin af þeim eða að
liðinu verði einfaldlega vísað úr
keppni ef ekkert gerist. Ég á samt
ekki von á öðru en að þeir klári sín
mál með sóma,“ sagði Pétur Hrafn.
Dýrar 27 þúsund krónur
Aðspurður sagði Pétur Hrafn að
þeir hefðu ekki farið langt yfir
launaþakið. „Tindastólsmenn eru
með spilandi þjálfara, Kristin
Friðriksson, og annan leikmann,
Clifton Cook, sem er að þjálfa.
Launaþakið hjá þeim var því 600
þúsund en þeir voru komnir upp í
627 þúsund. Það er því ljóst að þeir
þurfa að bregðast við þessu á
einhvern hátt til að minnka
launakostnaðinn. Ég get nefnt sem
dæmi að þeir væru undir launa-
þakinu ef Kristinn Friðriksson væri
ekki spilandi þjálfari sem er grátlegt
fyrir þá þar sem hann hefur ekki
spilað síðan 4. desember. Þeir geta
líka sent einhvern útlending heim
eða endursamið um kaup ogkjörvið
ákveðna leikmenn. Þetta eru allt
möguleikar sem þeir hafa en hvað
þeir gera verður að koma í ljós,“
sagði Pétur Hrafn.
Niðurstaðan mikil vonbrigði
DV sport ræddi við Hjalta
Árnason, stjórnarmann hjá
„Það vantar að skýrt
sé kveðið á um að öll
laun spilandi þjálfara
eigi að falla undir
launaþakið og okkur
finnst súrt í broti að
vera refsað þar sem
slíkar gloppur eru í
reglugerðinni."
körfuknattleiksdeild Tindastóls í
gær og hann sagði að niðurstaða
Eftirlitsnefndar KKI væru mikil
vonbrigði fyrir deildina og greinilegt
að menn túlkuðu reglugerðina um
launaþakið á misjafnan hátt.
„Reglugerðin er óljós þegar
kemur að launum spilandi þjálfara
og hvernig þau eiga að falla undir
launaþakið," sagði Hjalti.
í grein 2.5 í reglugerð KKÍ vegna
þátttöku í úrvalsdeild segir:
„Launakostnaður þjálfara mfl.
flokks karla fellur ekki undir
launaþakið, en bæta skal kr. 50.000 á
mánuði við launaþakið sé félagið
með spilandi þjálfara, enda skal
viðkomandi vera aðalþjálfari liðsins."
Óskýr regla
Hjalti segir þessa reglu vera mjög
óskýra og að auðvelt sé að túlka
hana þannig að laun spilandi
þjálfara falli ekki undir launaþakið
og þannig hafi stjórn Tindastóls
túlkað reglugerðina. „Það vantar að
skýrt sé kveðið á um að öll laun
spilandi þjálfara eigi að falla undir
launaþakið og okkur finnst súrt í
broti að vera refsað þar sem slíkar
gloppur eru í reglugerðinni," sagði
Hjalti.
Pétur Hrafn sagði hins vegar að í
huga hans og Eftirlitsnefndarinnar
væri reglugerðin ansi skýr og varla
hægt að draga í efa hvað stæði þar.
„Það fylgir greinagerð með
reglugerðinni þar sem farið er
nákvæmlega ofan í hvern einasta lið
hennar og í okkar huga var ekki
hægt að túlka það á neinn annan
hátt en þann að laun spilandi
þjálfara ættu öll að fara undir
launaþakið."
Hlítum ákvörðuninni
Hjalti sagði þó að stjórn
Tindastóls myndi hlíta þessum
úrskurði og laga sín mál þannig að
þau féllu innan þess ramma sem
Eftirlitsnefnd KKÍ setti.
„Við höfum núna viku til að gera
grein fyrir okkar málum og munum
funda um helgina til að komast til
botns í þessu máli," sagði Hjalti
Árnason, stjórnarmaður körfuknatt-
leiksdeildar Tindastóls í samtali við
DV Sport í gær.
oskar@dv.is
Yfir launaþakinu Bandaríkjamðurinn Nick Boyd, sem sést hér i baráttu við KR-inginn Baldur
Ólafsson fyrr I vetur er einn þriggja bandariskra leikmanna Tindastóls en hinir eru Clifton Cook
og David Sanders. Auk þeirra er Kristinn Friðriksson spilandi þjálfari liðsins. Samanlagt fá
þessir kappar 627 þúsund I laun, 27 þúsund krónum meira heldur en reglugerð KKÍ um
launaþak segir tii um.
27 þúsinid yfir lau