Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Side 39
1>V Sport
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 3íT
Snorri Steinn stendur sig
Snorri Steinn Guðjónsson
er búinn að standa sig vel í
Slóvenlu og hefur skorað
niu mörk i fyrstu tveimur
leikjunum. Hér fær hann
harðar móttökur frá
Ungverjunum Diaz og
ivancsik í leiknum i gær.
DV-mynd
L - - ' \ , M
* i
1 stáatíí
íslendingar hafa tapað báðum leikjum sínum á Evrópumótinu
í Slóveníu. í gær tapaðist annar leikurinn með þremur
mörkum gegn Ungverjum.
Erum komnir
í vond mál
Það er ljóst að íslenska landsliðið
í handknattleik gerir tæplega stórar
rósir á Evrópumótinu eftir að þeir
töpuðu fyrir Ungverjum í gær, 32-29.
Það voru að mestum hluta sömu
vandamál og voru fyrir hendi í Sló-
veníuleiknum sem urðu liðinu að
falli í gær. Vörnin er slök og leik-
menn eru að klúðra aragrúa færa á
ögurstundu. Leikir í Evrópukeppni
eru einfaldlega það jafiiir að ekkert
lið getur leyft sér að klúðra dauða-
færum í stórum stíl og spila slakan
vamarleik.
Leikurinn byrjaði ágædega fyrir
okkar menn. Jaliesky Garcia hafði
greinilega fundið sjálfstraustið því
hann byrjaði með miklum látum og
að manni læddist sá grunur að þetta
gæti orðið okkar dagur en svo var nú
aldeilis ekki. Hægt og sígandi tóku
Ungverjarnir völdin á vellinum og
virtist litlu muna um að þeirra besti
maður, Laszlo Nagy, gat ekki leikið
vegna meiðsla. Við vorum alltaf ein-
hvern veginn skrefi á eftir þrátt fyrir
að það hafi verið jafnt í leikhléi.
Það var ekki mikið búið af síðari
hálfleik þegar hinn alræmdi slæmi
kafli kom hjá íslenska liðinu. Á þeim
kafia misstum við menn af velli. Ung-
verjar gengu á lagið skoruðu fimm
rnörk í röð og tóku leikinn hreðjataki.
Því taki slepptu þeir næstum í lokin
þegar íslenska liðið fékk nokkur tæki-
færi til þess að koma sér aftur inn í
leikinn en það tælkifæri afþökkuðu
þeir með því að klúðra dauðafærum á
versta tíma. Því fór svo að lokum að
leikurin tapaðist með þrem mörkum
og ljóst að íslenska liðið á takmarkaða
möguleika að blanda sér í baráttuna
um toppsætið. Þeir em ekki einu
sinni ömggir um farmiðann í næstu
umferð.
Vamarleikurinn í fyrstu tveim
leikjunum hefur verið langt frá því að
vera viðunandi. Það koma einstaka
kaflar þar sem hún stendur ágætlega
en lengstum er hún slök. Það verður
bara að viðurkennast. Ólafur Stefáns-
son var fjarri sínu besta varnarlega, og
reyndar ekkert sérstakur sóknarlega,
en hann lét Ivo Diaz leika sig grátt all-
an leikinn. Fyrir vikið kom lítil mark-
varsla en Reynir stóð þó fyrir sínu sem
og Rúnar en þó ber að hafa í huga að
Sigfús gat ekkert leikið í vöminni frá
13. mínútu. Só{cnarleikurinn í gær var
skárri en gegn Slóvenum en þó ekki
viðunandi. Iitill hraði er í sóknar-
leiknum og leikmenn taka ítrekað
slakar ákvarðanir ef þeir em einum
færri. Það hefur verið að leika liðið
grátt því þeir fá nær undantekninga-
laust hraðaupphlaupsmark í andlitið
í kjölfarið.
Ólafur gerði hvað hann gat í þess-
um leik en fann sig ekki fullkomlega.
Rúnar var sterkur og skilaði góðum
mörkum sem og Jaliesky Garcia sem
skoraði mjög falleg mörk og sýndi að
hann getur meira en hann ömgglega
telur sjálfur. Snorri Steinn átti einnig
fína innkomu í síðari hálfleikinn en
Guðmundur tók hann allt of snemma
af velli því hann var að stýra liðinu vel
þótt skotin hafi ekki alveg gengið til
að byrja með.
Mestu vonbrigðin em þó Dagur
Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson.
Nákvæmlega ekkert hefur komið út
úr þessum tveim leikmönnum það
sem af er og verður að segja lrlutina
eins og þeir em - þeir líta mjög illa út
á vellinum. Virka í engri leikæfingu og
skottilraunir þeirra em eins og æf-
ingaboltar fyrir varnir andstæðing-
anna. Það er ekki öll nótt úti enn fyrir
íslenska liðið en ljóst að þeir verða að
gera mUdð betur á sunnudag því þeir
hafa ekki staðið undir væntingum
það sem af er og það er engan veginn
ásættanlegt að þeir fari heim sigur-
lausir á mánudag. henry@dv.is
Guðmundur Guðmundsson landsliðs-
þjálfari eftir tapið gegn Ungverjum.
Verðum að fara yfir
okkar leikfráAtilÖ
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari var niðurlútur á
blaðamannafundinum eftir leik-
inn enda bar sig þó ágætlega er
blaðamaður ræddi við hami.
„Ég er sársvekktur. Við vomm í
nokkuð góðri stöðu lengi í þess-
um leik en það kom mjög slæmur
kafli frá 36.mínútu sem gerði von-
[íýSjHfSMÍfTg ir okkar þegar
upp er staðið
að engu. Þar fóm menn að stytta
sóknimar of mikið og færðu and-
stæðingunum boltann. Þann mun
brúuðum við aldrei. Svo má ekki
gleyma að við vomm ansi nærri
því að ná muninum upp í lokin.
Fengum vömina í gang og vomm
komnir virkilega nálægt því að
jafna. Fengum tækifæri til þess að
minnka muninn í eitt mark einu
sinni eða tvisvar en því miður
kláruðum við ekki færin okkar og
það hefur einkennt okkur í þessari
keppni. Svona er þetta bara og við
verðum að fara yfir okkar leik ffá a
til ö“, sagði Guðmundur sem er
langt frá því að vera ánægður með
varnarleikinn í fyrstu tveim leikj-
unum.
Ekki ánægður með vörnina
„Hann er ekki nógu grimmur.
Hann var köflóttur í þessum leik
en á heildina var ég ekki ánægður
með hann. Slíkt dugir hreinlega
ekki gegn svona sterkum liðum.
Við verðum að átta okkur á því að
við vomm að spila á móti Ung-
verjum sem urðu í 5,sæti á síðasta
HM og eru verulega sterkir. Við
erum samt ekki að spila nægilega
vel til þess að verðskulda sigur í
þessum leikjum. Það er einfalt ,
mál. Slæmi kaflinn hefur iðulega
komið þegar íslenska liðið er
manni færri en það er staða sem
íslenska liðið er að klára mjög
illa."
Dauðafærin klikka
„Það hefur gerst í báðum leikj-
unum þótt í fyrri leiknum hafi ver-
ið í við erfiðari staða þegar við
vomm tveim og þrem mönnum
færri. Við höfúm ekki verið nægi-
lega agaðir í þessari stöðu. Þessi
staða gekk mjög vel á HM í fyrra
en að þessu sinni hefur mér fund-
ist vera óðagot á mönnum og í
rauninni emm við að henda ffá
okkur boltanum of snemma í stað
þessaðlátaþáfrekardæmaáokk- -«►
ur leiktöf og komast f vörn í stað
þess að fá alltaf hraðaupphlaup
og mark í andlitið. Þetta hefur elt
okkur og við förum betur yfir mál-
ið. Svo em það dauöafærin og ég
veit ekki af hverju þau klikka
svona mikið. Við hefðum getað
aukið forskotið í þrjú mörk á tíma-
bili. Nýtum það ekki og alltaf í
krítískri stöðu emm við að fara illa
með dauðafærin og í svona jöfn-
um leikjum gengur það ekki.
Við ætlum aðeins að sleikja
sárin og fara yfir okkar mál og við
höfum núna smá tíma til þess.
Það verður að halda reisn og klára
Tékkaleikinn. Fara svo í milliriðil-
inn og selja okkur eins dýrt og við
getum."
henry&dv.is
VÍNSÝNING
VÍNÞJÓNASAMTAKA ÍSLANDS
ÞINGSÖLUM HÓTEL LOFTLEIÐA
24.-25. JANÚAR 2004
Opið laugardag og sunnudag frá 14.-00 - 18:00
Á laugardeginum keppa vínþjónar í Ruinart keppninni kl. I4.-00
A sunnudeginum erufyrirlestrar frá 14:30
Kynnir: Þorri Hringsson vínrýnir
Sýningin er haldin í samvinnu við alla helstu innflytjendur vtna
og er mikil áhersla lögð á samspil víns og matar
Miðaverð er 1000 kr.
Riedel-glas fylgir á medan birgdir endast
Aldurstakmark er 20 ár