Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Blaðsíða 43
DV Fókus Afram ísland Evrópukeppnin í handbolta hófst á fimmtudaginn. Á meðan landsliðsmennirnir berjast við að halda uppi heiðri þjóðarinnar sitja eiginkonur þeirra flestra og fjöl- skyldur heima á klakanum og geta ekkert annað en vonað það besta. Nokkrar þeirra hittust yfir fyrsta leiknum og leyfðu DV að fylgjast með. Rafmögnuð stemning hjá eiginkonum landsliðsmannanna Eiginkonurog börn nokkurra landsliðsmanna hittustyfir fyrsta leiknum á fimmtudagskvöldið. Að sjálfsögðu varborðiðvel dekkað með veitingum og ekki laust við að smá saumakiúbbsbragur væriyfir þessu. Frá vinstri eru Helga Sigriður Lárusdóttir, Birna Ósk Hansdóttir, Hlín Halldórsdóttir, Þóra Þorsteinsdóttir og Marin Sörens. kelsson sýndi góð tilþrif á þrettándu mínútu. Einni mínútu síðar stal Guðjón Valur boltanum af Slóven- um í hraðaupphlaupi. „Þetta var þessi sæti þarna númer níu,“ sagði Þóra þegar blaðamaður spurði hver hefði verið að verki. Spennan var rafmögnuð hjá stúlkunum þegar þær horfðu á leikinn, þótt sumar þyrftu að skipta um bleiur á börnun- um inni á milli. Strákarnir stóðu sig vel í íyrri hálfleik og makarnir voru ánægðir með frammistöðuna. I seinni hálf- leik fór aftur á móti að harðna á dalnum. „Dómarinn er að skemma allt fyrir okkur," sagði Marín. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik stefndi í ósigur: „Hvernig á fertugur maður að geta ráðið við þetta allt einn, þeir verða að taka fráköstin," sagði Birna Ósk þegar Guðmundur varði hvert skot- ið af öðru. „Stemningin er eins og við séu tíu mörkum undir,“ hélt hún áfram á milli þess sem hún sinnti níu mánaða syni þeirra Einars, Agn- ari Daða. Sá var afar hrifinn af innstungum og öllu því sem hann mátti ekki snerta. Þegar leið að lokum leiksins fengu strákarnir hverja tveggja mfn- útna brottvísunina af annarri. „Hann kom varla við hann,“ sagði Þóra þegar maðurinn hennar var sendur í tveggja mínútna hvíld. Stemningin dalaði smám saman eft- ir því sem ljósara varð að við mynd- um tapa. Betri helmingarnir voru frekar ósáttir. „Ég þoli ekki að tapa,“ sagði ein og önnur bætti við: „Ég hringi ekki í hann í kvöld, hann er pottþétt í fylu.“ íhann íkvöld, Fituirtii og freistandi Fyrsta markið í leiknum við Slóvena kom ekki fyrr en um það bil þrjár mínútur voru liðnar af leiknum og það var strax kominn skjálfti í konurnar. Þegar rúmar sex mínútur voru liðnar var íslenska liðið búið að skora tvö mörk. „Hei, við erum kom- in með tvö mörk, hver skoraði seinna markið?" sagði Þóra Þor- steindóttir, eiginkona hornamanns- ins Guðjóns Vals. Stelpurnar voru að sjálfsögðu með börnin sín með að horfa á leikinn og gátu af þeim sök- um ekki setið eins límdar við skjáinn og þær hefðu eflaust viljað. „Hann er svo mikill „match- winner hann Gummi þegar á þarf að halda,“ sagði Birna Ósk Hansdóttir, kona hins hornamannsins, Einars Arnar, þegar Guðmundur Hrafn- Áhyggjufullar steipurnar Hlin Halldórs- dóttirog Þóra Þorsteinsdóttir eru frekar áhyggjufutiar vegna sinna manna. ' a TOUAGE-CHEE.Sf * MEÐANANASKURU fiá^íÍÉsssiS'< HWs ^ .^^öOTTAGE-C/ygfXyj 'I MEBHVÍTLAUK . ■ m www.ostur.is Eg hpingi ekki hamep potthétt í fýlu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.