Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2004, Side 48
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLÍÐ 24 10S REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISS05000
• Galleríeigendur í Reykjavík
eru í sjöunda himni yfir því
•teimsfræga fólki sem Dorrit
Moussaieff býður til
landsins og tjúttar með
á Bessastöðum. Gest-
irnir ryksuguðu svo
gott sem allt sem til var
af listaverkum í Gallerí
i8 við Klapparstíg. Þar
keypti frægasti arkitekt
Evrópu verk eftir
Rögnu Róbertsdóttur
og barónessa
Francesca von Habs-
burg pantaði verk eftir
Gjörningaklúbbinn og
hljóðverk eftir Finn-
boga Pétursson. Þá
seldust myndir eftir
Kristján Guðmundsson og svo
1 **að sjálfsögðu allt sem var inn-
an seilingar eftir Ólaf Elíasson.
„íslenskir kaupendur standa
aldrei undir gallerírekstri eins
og þessum. Það eru svona gest-
ir sem við þurfum," segir Edda
Jónsdóttir í Gallerí i8 ...
X-Dorrit!
Kasnlnnap óMr Dorrit í stuði
Sumir hafa áhyggjur af því að
Ástþór og geggjaði myndlistar-
maðurinn frá Akureyri ætli í for-
setaframboð á móti Ólafl Ragnari.
Svoleiðis kosningar myndu kosta
30 milljónir, segir Ingvi Hrafn á
Sögu og má vart mæla vegna
hneykslunar. Menn gleymá því
hins vegar að það mætti spara
miklu meira fé með því að sleppa
alþingiskosningum. En það er
önnur saga.
Þó skal hugga með því að engin
ástæða er til að skipta um forseta í
kosningum í sumar. Það er þegar
búið að því. Dorrit Moussaieff hef-
ur tekið völdin á Bessastöðum með
átaki á heimsmælikvarða og for-
setasetrið er fyrir bragðið á öllum
betri vörum í Evrópu.
Ekki er nóg með að Dorrit tjái
sig um utanríkismál og segi þar
hug þjóðarinnar svo bergmálar um
heim allan. Hún stefnir einnig
hingað öllum helstu listaspírum af
meginlandinu til að vera við opn-
un myndlistarsýningar í Hafnar-
stræti. Og slær svo upp ballli á
Bessastöðum á eftir með bítla-
(5
Á bakinu með Eiríki Jónssyni
hljómsveit í borðsalnum. Með
þessu öllu færir hún ekki aðeins
forsetaembættið nær fólkinu held-
ur einnig og ekki síður nær heims-
byggðinni. Allt í einum pakka með
útsjónarsemi heimskonunnar sem
veit hvað klukkan slær.
Dorrit fetar á nútímalegan hátt í
fótspor Kristjáns Eldjárns og Vig-
dísar Finnbogadóttur sem bæði
breyttu forsetaembættinu á sinn
hátt. Kristján með því að ganga
Austurstrætið og heilsa fólki að al-
þýðusið. Vigdís með kankvísu
samneyti við helstu stjórnarherra
heims sem allir féllu fyrir henni -
og landinu. Dorrit gerir það sama á
sinn hátt. Hún er kona nýrra tíma
og skilur betur en nokkur annar
eðli og tilgang forsetaembættisins.
Vangaveltur um væntanlegar
forsetakosningar má láta lönd og
leið. Dorrit hefur stimplað sig inn á
Bessastaði og í þjóðarsálina til
frambúðar. Hún er forsetinn sem
við þurftum.
VISA-kreditkorthöfum stendur til boða að setja
fasteignagjöldin í boðgreiðslur þ.e. greiða þau
með reglulegum færslum af VISA-korti.
Þeir sem nýta sér þennan þægilega kost fá ekki
lengur sendan reikníng en þess í stað er kort
þeirra skuldfært og færsla á yfirliti gildir sem
kvittun.
Þeir korthafar sem hafa áhuga á að notfæra sér
þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að
hafa einhvern eftirfarandi hátt á til að tilkynna það:
• Með símtali: 560 0300,560 0350,563 2062
• Með tölvupósti: tollstjori@tollstjori.is
• Með símbréfi: 562 5826
• Með bréfi: Tollstjórinn í Reykjavík, Afgreiðslu-
deild, Tryggvagötu 19,150 Reykjavík
Athugið að þeir sem þegar eru að greiða fasteignagjöld
með boðgreíðslum þurfa ekki að tilkynna það aftur.
Allir korthafar sem eru með Vildarkort VISA og lcelandair fá punkta af boðgreiðsluviðskiptum
Greiðendur fasteignagjalda í Reykjavfk
Ferðapunktar:
Korthafar sem eru með Vildarkort VISA og lcelandair fá Ferðapunkta
af boðgreiðsluviðskiptum eins og af allri innlendri notkun kortsins.
Punktana er hægt að nota til kaupa á flugfarseðlum út í heim.
Sklptikjör:
Sérstök skiptikjör eru í boði fyrir þá sem vilja skipta yfir í Vildarkort.
Til þess skal hafa samband við banka eða sparisjóð.
BOÐGREIÐSLUR - sjálfvirkar færslur á VISA-kreditkort
* m\
V/SA
, mm 1
|boðgreiðslur|