Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 27

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 27
TlMARIT VFl 1955 þar en hér, meðal annars vegna ódýrari vinnukrafts °g orku og nokkurs innanlandsmarkaðs. Ef verksmiðja yrði reist utan nágrennis Reykjavíkur, þyrfti að öllum likindum að byggja yfir allt starfsliðið, og kostnaður vegna hafnargerðar gæti farið upp í allt að 100 milljón ir, til dæmis ef verksmiðjan yrði reist við Þorlákshöfn. Næstum helmingurinn af þessum kostnaði yrði innlend- ur. Með tilliti til þess, að vinnuafl er hér nokkuð dýrt, hef ég áætlað að slík verksmiðja mundi kosta alit að 20000 kr. á smálestina, eða um 1500 milljónir krónur. Orkuverið mætti varla kosta meira en 3000 krónur á kw, eða um 600 milljónir. Aluminium er unnið úr aluminiumleir, sem kallaður er bauxit, og einkennist fyrst og fremst af litlu silikon innihaldi. Þessi leir finnst ekki hér á landi, enda er hann helzt að finna í hitabeltislöndum. Það er þó ekki til fyrirstöðu slíkum iðnaði hér. Allir stærstu framleið- endur í heiminum flytja hráefnið langar leiðir, þangað sem þeir hafa ódýra raforku. Til dæmis fá Kanadamenn teirinn einkum frá Jamaica og norðurhluta Suður-Amer- íku. Þessi leir er hreinsaður með því að sjóða hann í vítissóda, og fæst úr 4 til 4,5 smál. af leirnum 2 smál. af aluminium-oxyd, eða alumina. tJr því fæst síðan 1 smál. af aluminium með rafgreiningu. Geta má þess, að nýjar aðferðir virðast benda til þess, að vinna megi málminn úr lélegri leir. Ef alu- hiiniumverksmiðja væri hér á landi, mætti ef til vill 1 framtiðinni nýta leir þann, sem hér finnst. Þaö er ekki ætlun min, að ræða um hina teknisku klið aluminiumiðnaðarins. Þó vil ég nefna nokkur undir- stöðuatriði í því sambandi. Rafgreiningin fer fram í sellum eða ofnum. Anóðan, sem er venjulega úr mjög hreinu koli (carbon), er að ofanverðu, en katóðan er kotninn á kerinu. Aluminiumoxydið er í upplausn með fluor og kryoli’t við um 950° C. hitastig. Við rafgrein- lnguna sezt aluminiumið á botninn, en súrefnið rýkur vpp. Mjög miklar framfarir hafa á síðustu árum orðið á ofnunum. Nýjustu ofnar eru gerðir fyrir 60—100.000 arnP- straumstyrkleika og um 5 volta spennu. Þeir eru íaðtengdir og er algengt að hafa allt að 180 ofna í röðinni. Álagið verður því um 60 til 90.000 kw á röð. Áuðvitað er hægt að hafa raðirnar minni, en með stærri samstæðum lækkar byggingarkostnaðurinn verulega. Langmestur kostnaður liggur í ofnunum, en afriðlarnir eru einnig dýrir. Eitt af þýðingarmestu atriðum við rekstur aluminiumverksmiðju er, að álagið sé mjög lafnt. Ef ofnarnir kólna, vill blandan harðna, og er þá ^hjög kostnaðarsamt að ná framleiðslunni upp aftur. Lfeðal annars þess vegna er útilokað að nota afgangs- orku til slíks iðnaðar. Notkun aluminium hefir aukizt afar mikið í heiminum á síðustu árum. Árið 1928 var notkunin um 200.000 sniál., árið 1933 um 700.000 smál., árið 1948 um 1.300.000 smál. Notkunin hefir þannig um það bil tvöfaldazt á hverjum 10 árum, og er því spáð, að hún muni verða úm 2.600.000 smál. árið 1958. Þetta virðist sízt of mikið, því að í ár mun notkunin verða um 2.200.000 smál. í'essi gífurlega aukning á notkun málmsins hefir leitt af sér mikinn áhuga framleiðenda fyrir aukinni fram- leiðslu, enda hef ég fundið þá lang áhugasamasta um athugun aðstæðna hér á landi til slíks iðnaðar. Verð á aluminiummálmi er nú um 22‘/a cent á lb. í Bandaríkjunum, eða um 8000 krónur á smálestina. k'J'amleiðsla 75000 smál. verksmiðju mundi því seljast Foss á Rauðasandi. fyrir um 600 millj. kr. þar. Tekjur við skipshlið hér áætla ég um 450 til 500 milljónir króna, enda samsvar- ar það nokkuð verði málmsins í Kanada, en Kanada- menn eru nú næstum einráðir um útflu'tningsverð á alu- minium. Stærstu kostnaðarliðirnir við aluminiumframleiðslu eru samkvæmt rekstursáætlun norsku 40.000 smál. alumini- umverksmiðjunnar, alumina um 36%, afskriftir og vextir 21,6%, raforka 11,8% á 2,74 au/kwst., efni í anóður 8,7% og vinnulaun 7,3%. Kostnaðarverðið á aluminium er þar áætlað 4630 ísl. krónur á smál., og er þá ekki reiknað með greiðslu lánsfjár eða sköttum og öðrum opinber- um gjöldum. Gjaldeyristekjur okkar. Auðveldast er að áætla gjaldeyristekjur okkar af slík- um iðnaði með því að athuga, hver gjöld verksmiðj- unnar mundu verða hér innanlands. Að minnsta kosti um 1000 til 1200 manns mundu vinna við framleiðsl- una. Þar sem mikill hluti þessa starfsliðs mundi vera á vöktum, verða meðallaun varla of hátt áætluð 60.000 krónur á ári. Vinnulaun mundu því nema um 60 til 70 milljónum. Opinber gjöld verksmiðjunnar hef ég áætlað mjög lauslega um 20 til 30 milljónir. Ef orkan væri seld á 3 aura kwst., eða 250 krónur árskw., mundi þannig fást um 47,5 milljónir. Mest af því sem fæst fyrir orkuna, mundi þó til að byrja með fara í niður- greiðslu erlendra lána. Árlegar gjaldeyristekjur virð- ast því varlega áætlaðar um 100 milljón krónur, þar sem ekki er talinn ýmis iðnaður, sem gæti myndazt I kringum slíka framleiðslu, tekjur af flutningum, ef við tækjum þá að einhverju leyti að okkur o. fl. I Noregi og Kanada var stóriðja byggð upp meS aðstoð erlends fjármagns. Ef við Islendingar hefjum uppbyggingu stóriðnaðar með erlendu fjármagni, skyldi enginn ætla, að við yrð- um þar brautryðjendur. Til dæmis hafa frændur okkar Norðmenn mjög notað þessa aðferð. Skömmu eftir síðustu aldamót tóku Norðmenn að veita erlendum fyrirtækjum leyfi til virkjana og iðnaðar. Síðan rak hvert leyfið annað, og nú munu þau fyrirtæki skipta tugum í Nor- egi, sem að mestu eða öllu leyti eru i eigu útlendinga. Samkvæmt lögum frá 1917 getur Stórþingið eitt veitt erlendu fyrirtæki leyfi til virkjunar í Noregi. Slik leyfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.