Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 34
14
TlMARIT VFl 1955
Goðafoss.
sem gerst, því að ljóst má vera, hversu miklu varðar,
að vér stígum engin víxlspor í þessum málum af þekk-
ingarleysi og fljótræði.
Dra útflutning á raforku frá íslandi til annarra landa.
Þegar um er að ræða orkuflutning í sæstreng svo
langa leið sem frá Islandi til Englands eða annarra
landa, er hin gamla og þaulreynda aðferð við orkuflutn-
ing á langleiðum, notkun háspennts riðstraums, ekki
lengur nothæf. Liggja til þess tæknilegar og fjárhags-
legar ástæður, sem ég mun ekki rekja hér. 'Otflutningur
raforku frá Islandi til annarra landa er þess vegna, að
því er nú verður séð, algerlega bundinn þvi skilyrði, að
takist að gera þá tækni, sem notar háspenntan rak-
straum til orkuflutnings svo fullkomna, að talið verði
gerlegt að ráðast í svo mikið og kostnaðarsamt mann-
virki, sem sæstrengur fyrir háspenntan rakstraum milli
Islands og annarra landa er. Um líkurnar fyrir þessu
mun ég ræða nánar síðar.
Annað skilyrði fyrir útflutningi raforku frá Islandi er
að sjálfsögðu það, að verð orkunnar, að flutningskostn-
aði meðtöldum, verði eigi hærra en svo, að aðrar þjóðir
sjái sér hag í því að kaupa hana. Enda þótt ekki séu
fyrir hendi áætlanir um svo aflmiklar virkjanir hér á
landi, sem gera þyrfti, ef til útflutnings á raforku kæmi,
má út frá lauslegum athugunum á virkjunarskilyrðum í
ýmsum stórám og ágizkunum, sem gerðar hafa verið um
virkjunarkostnað, álykta, að vinnslukostnaður raforku,
sem unnin yrði í stórvirkjunum í íslenzkum fallvötnum,
muni ekki verða til muna meiri en í álíka stórum vatns-
aflsstöðvum víða erlendis.
Að beiðni minni hefur Sigurður Thoroddsen samið á-
litsgerð um virkjunarmöguleika í Jökulsá á Fjöllum.
Telur hann líklegt, að virkja megi þar um 260.000 kw í
um það bil 147 metra falli við Dettifoss fyrir kringum
740.000.000,- - krónur og um 290.000 kw í 160 m falli
neðar í ánni fyrir um það bil 700.000.000,—- krónur.
Meðalkostnaður er þá um 2.500,— krónur á hvert kíló-
watt í afli virkjananna. Ef reikna má með því, að láns-
fé til slíkrar virkjunar fengist með vöxtum, sem ekki
færu yfir 4% og lánstíminn væri ekki undir 30 árum,
færu rekstursgjöld orkuversins ekki fram úr 8% af
stofnkostnaði. Samkvæmt því mætti gizka á, að kostn-
aðarverð raforkunnar færi ekki fram úr 200 kr. á hvert
árskílówatt. 1 þeirri virkjun Jökulsár á Fjöllum, sem
hér ræðir um, er reiknað með grunnafli i þeim skiln-
ingi, að nota mætti aflið allt i 8000 klst. á ári eða jafn-
vel lengur. Sé reiknað með 8000 klst. nýtingartíma,
verður hið ágizkaða kostnaðarverð 2% eyrir á hverja
unna kílówattstund. En ekki má gleyma því, að allar
þessar tölur eru enn hreinar ágizkunartölur, gerðar út
frá æði lauslegum forsendum.
Um kostnað af orkuflutningsmannvirkjum er mjög
erfitt að segja. Ég hef ekki betri heimild um verð þeirra
en þá, sem reiknar með stofnkostnaðinum 17 millj.
ensk pund eða tæplega 800 milljón íslenzkar krónur
á sæstreng og riðilstöðvar, sem fiytja 300.000 kw frá
Islandi til Englands. Stofnkostnaður orkuveitu til Dan-
merkur er að sjálfsögðu töluvert meiri. Sama heimild
reiknar með aðeins 0,5% af stofnkostnaði á ári til við-
halds og reksturs og 20 ára fyrningartíma. Sé reiicnað
með 4% lánum til 20 ára, verða vextir og afborganir
7,36%, en öll árleg útgjöld af orkuflutningsmannvirkj-
unum tæplega 60 milljón kr. Sé nú gert ráð fyrir tæp-
lega 8000 stunda nýtingartíma, verður flutningskostn-
aður kringum 2VZ eyrir á hverja kílówattstund.
Hversu hátt verð má þá vænta að fá fyrir raforkuna
erlendis? Til ábendingar um þetta og til samanburðar
við aðrar heimildir, hef ég látið rannsaka heimildir
og afla vitneskju um það, hver er nú vinnslukostn-
aður raforku í nýtízku gufuorkuverum erlendis, er vinna
raforku inn á aðalorkuveitur landanna, svo sem t. d.
á „landsveituna" ensku (,,The Grid“). Niðurstaðan er
sú, að vinnslukostnaðurinn sé rúmlega 9 aurar á hverja
kwst., þegar nýtingartími orkuversins nálgast 8000 klst.
á ári og reiknað er með 4% ársvöxtum og 20 ára af-
skriftartíma á mannvirkjum. Þetta kostnaðarverð virð-
ist mega telja svipað í ýmsum löndum, svo sem t. d.
i Englandi og Danmörku.
Sé nú gengið út frá þessari niðurstöðu og England
tekið sem dæmi, telst mismunur vinnslukostnaðar þar
og kostnaðarverð raforku frá Islandi, fluttrar til Eng-
lands, 9 — 5 = 4 aurar á hverja kílówattstund. Fyrir
300.000 kw eða 2000—2500 millj. kKvst. nemur þetta
80—100 milljónum íslenzkra króna á ári.
1 þessu sambandi má benda á það, að við að stöðva
rekstur eldri rafstöðva, sem eyða til muna meira elds-
neyti en hinar nýjustu, ætti í vissum tilfellum að mega
spara enn meir en sem svarar þessum tölum.
Hér verð ég þó enn að minna á það, hversu laus-
legar ágizkunartölur hér er um að ræða og vara við
þvi að treysta þeim um of.
Raforkuvinnsla erlendis.
Árleg raforkuvinnsla næstu landa við Island í Evrópu
er nálægt því er hér segir:
Stóra-Bretland . .
Frakkland ......
V estur-Þýzkaland
Danmörk ........
Svíþjóð ........
Noregur ........
Sé allt vatnsafl Islands talið 20—25 milljarðar kíló-
wattstunda á ári, er ljóst að það er ekki óverulegt í
samanburði við raforkunotkun þessara þjóða.
Það er kunnugt, að Noregur og Svíþjóð vinna alla
sína raforku að heita má i vatnsorkuverum og hafa
60 milljai'ðar kwst.
40 -----
55 -----
2 -------- —
20 -------- —
20 -------- —