Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 37

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 37
TlMARIT VFl 1955 15 nægilegt vatnsafl til eigin þarfa um nánustu framtíð. Hinar þjóðirnar vinna allar að meginhluta raforku sína i gufuaflstöðvum. Um orkuflutningstaeknina. Enda þótt nokkur firmu, sem fengizt hafa við rann- sókn og tilraunir á notkun háspennts rakstraums við flutning raforku langar leiðir, fullyrði að tæknin sé Þegar komin á það stig, að hægt verði að flytja orku í sæstreng milli Islands og Englands, verðum vér að &era oss ljóst, að þessi tækni er enn á tilraunastigi. Gotlandsstrengurinn er mjög merkilegur áfangi á leið- inni 'og stórfelldasta tilraunin, sem enn hefir verið gerð. Árangur þeirrar tilraunir er enn ekki kominn í ljós, en þó er vitað, að ýmsa „barnasjúkdóma" er þar við að stríða. Full ástæða er til að ætla, að það takist að yfirstíga þá og við fengna reynslu fullkomnist tækn- in. En frá 100 km og 100.000 volta spennu á Gotlands- strengnum upp í 1600 km streng og lengri og mörg hundruð þúsund volta spennu, er mikið stökk, og er hætt við því, að enn muni um nokkurt skeið verða talið æði áhættusamt að leggja út i svo stórfellt og kostnaðarsamt fyrirtæki sem orkuflutningsmannvirki af þessu tagi milli Islands og Englands eða meginlands Evrópu eru, og þurfa þá að minnsta kosti að vera tölu- verðar hagnaðarvonir til þess að það verði gert. Þetta er sagt til þess að vara við bjartsýni, en ekki sem nein rök gegn þvi, að skilyrði verði athuguð nánar. Ýms erlend firmu og flest hin stærstu rafmagnsfirmu heimsins hafa tun alllangt skeið fengizt meira og minna við athugun á tæknilegum skilyrðum til orkuflutninga wieð háspenntum rakstraum. Eitt þeirra er sænska firm- að ASEA, sem framleitt hefir aðaltækin til Gotlands- veitunnar. Einhver þekktasti verkfræðingur þeirra á þessu sviðí, Dr. Uno Lamm, sat 6. norræna raffræð- ’ngamótið hér á Islandi sumarið 1952. Hann hafði þá Þau orð um, að tæknilega væri að sínum dómi ekkert Því til fyrirstöðu að flytja orku í sæstreng frá Islandi til Englands. Sjálfsagt er að gefa þessu gaum, fylgjast með því sem gerist, þar á meðal sérstaklega tilraunun- um við Gotland og rannsaka svo sem kostur er skilyrð- ln til þess, að vér notfærum oss einnig þessa tækni. Á fundi í félagi brezkra rafmagnsverkfræðinga (IEE) t- april I vor, var til umræðu skýrsla nefndar, sem unn- *ð hefir síðan 1950 að tillögum um sæstreng milli Eng- lands og Frakklands. Það kom fram I skýrslunni og umræðunum, að ýmsir kostir hefðu fylgt því að nota háspenntan rakstraum á þennan streng, sem yrði urn 12 km á lengd. En ýmsir tekniskir annmarkar, sem enn hefir ekki tekizt að yfirstíga,, urðu þess valdandi, að nefndin leggur til að notaður verði háspenntur rið- straumur, enda er lengd strengsins ekki meiri en svo, að hægt er að koma riðstraum við. — Á þessum fundi 1 enska verkfræðingafélaginu voru mættir frá Svíþjóð hæði aðalforstjóri sænsku vatnastjórnarinnar, Áke Rusck °8' Dr. Uno Lamm frá ASEA, sem ég nefni hér að fram- an. Báðir létu þessir menn I ljós bjartsýni um það, að takast myndi að sigrast á þeim teknisku annmörkum, sem enn eru á hinum háspenntu rakstraumstækjum og strengjum. En vér verðum að gera oss þetta ljóst, að skilyrði tiJ ntflutnings á raforku héðan til annarra landa Evrópu eru algerlega undir því komin, að takist að gera orku- flutning með háspenntum rakstraum I sæstreng svo langa leið öruggan I rekstri, og vér getum ekki I dag sagt um það með vissu, hvenær það muni takast. Sala raforku til stóriðjuvera hér á landi. Sú stóriðja, sem helzt er talin koma til greina í þessu sambandi, er aluminiumvinnsla. Hráefnið „bauxit" er ekki til í landinu og yrði allt að flytjast að, en svo er og víða annarsstaðar, t. d. I Kanada. Til þess að vinna 100.000 tonn af aluminium á ári, þarf kringum 300.000 kílówött og rúmlega 2.000 millj. kwst. á ári. 'Útflutningsverðmæti framleiðslunnar er eftir núverandi verðlagi kringum eða rúmlega 500.000.000,— króna á ári. Hæsta rafmagnsverð, sem hægt er að reikna með, að slík verksmiðja geti greitt, er líklega 3,5 eyrir á kwst. eða alls um 70.000.000 krónur á ári til 100.000 tonna verksmiðju. Hér að framan var áætlað, að vinnslukostnaður raf- orku I stórum nýtizku gufuorkuverum erlendis væri rúmlega 9 aur/kwst. (við 8000 klst. nýtingartíma) og að flutningur orkunnar frá Islandi til útlanda þyrfti e. t. v. ekki að kosta nema 2,5 eyri/kwst. Mismunurinn er 6% eyrir, kwst. Þegar þetta er borið saman við það verð, sem liklegt er talið að aluminiumverksmiðja geti greitt, 3% eyri/kwst, benda nokkur likindi til þess, að orku- sala til útflutnings kynni að verða ábatavænlegri en orkusala til stóriðjuvera í landinu. En þá er eftir að taka tillit til þess beins og óbeins hagnaðar, sem vér gætum haft af slíkum stóriðjuverum á annan hátt. Stofnkostnaður 100.000 tonna aluminium iðjuvers og tilsvarandi orkuvers áætlast samtals yfir 2000 millj. krónur, en útflutningsverðmæti ársframleiðslunnar eins Dynkur í Þjórsá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.