Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 15
TIMARIT VERKFRÆÐIIMGAFÉLAGS ÍSLAIMDS 1. hefti 19 5 5 40. árg. Den polytekniske Læreanstalt, Danmarks tekniske Höjskole. 1829—1954. Den polytekniske Lære- anstalt í Kaupmanna- höfn var s'tofnaður með konunglegri tilskipan 27. janúar 1829. Aðal-hvata- maður að stofnun skól- ans var H. C. Örsted. Hann var fyrsti rektor skólans og; veitti honum forstöðu til dauðadags, 9. marz 1851. Allflestir tækniháskól- ar hafa risið úr iðnfræði- skólum og eru því yngri að árum en Den poly- tekniske Læreanstalt, sem frá upphafi var vis- indaleg stofnun og varð brátt miðstöð tæknivís- inda í Danmörku og jafnvel á Norðurlöndum. Skólinn bar svip hins heimskunna forstöðu- manns og var því oft nefndur skóli Örsteds. Fyrstu árin bjó há- skólinn við þröngan húsakost og gat ekki tekið á móti mörgum nemendum, en aðsókn óx ár frá ári, og 1890 var skólanum reistur rúmgóður bústaður, sem enn var stækkaður árið 1905, og nú, á 125 ára afmæli skóians, voru tekin í notkun vegleg húsakynni fyrir stjórn skólans, kennslu og rannsóknarstofur, enda eru nú fullkomnar tilraunastofur fyrir allar helztu fræðigreinar, sem kennd- ar eru við háskólann. Gömlu skólahúsin eru við Sölvgade °g þar munu margir af gömlu islenzku verkfræðingun- Um kannast við sig. Nýju skólahúsin hafa verið reist viö östervoldgade. Gólf- flötur skólahúsanna er nú samtals 57000 m-. Nemendafjöldi skólans hefur aukizt mjög ört á síðastliðnum 25 árum. Á 100 ára afmæli skól- ans 1929 voru nemend- urnir 850, en 1954, á 125 ára afmælinu, stund- uðu 2192 stúden'tar nám við skólann. Þrátt fyrir hin rúmgóðu húsakynni, verður enn að takmarka aðgang að háskólanum. Árið 1953 sóttu 512 stúd- entar um upptöku í skólann, en ekki var unnt að taka til náms fleiri en 385. Enginn verkfræðiskóli hefur haft jafnmikil á- hrif á verklegar fram- kvæmdir á Islandi og Den polytekniske Lære- anstalt. Fyrstu verk- fræðingarnir, sem hér störfuðu, voru nemendur þessa skóla. Þeir báru hingað heim þau fræði, sem þeir höfðu lært í Den polytekniske Lære- anstalt og lögðu með því grundvöll að tæknilegri þróun á Islandi. Um langt skeið sóttu allir íslenzkir verkfræðistúdentar nám til Den polytek- niske Læreanstalt. Fyrsti íslenzki nemandi skólans var Baldvin Einarsson frá Hraunum í Fljótum, hinn þjóð- kunni brautryðjandi Fjölnismanna. Að loknu prófi 1 lög- fræði 1832 stundaði hann nám við Den polytekniske Læreanstalt þar til hann lézt í febrúar 1833. Á næstu H. C. ÖHSTED 1777—1851.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.