Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 38

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 38
16 TlMARIT VPl 1955 Bleiksárgljúfur. og áður er sagt um eða yfir 500.000.000,— kr, eða um 20% af öllum stofnkostnaðinum. Starfsmannafjölda við þessa iðju er erfitt að áætla nákvæmlega, en lauslega mætti gizka á 2000 — 4000 miðað við 100.000 tonna verksmiðju. En þessar tölur fara töluvert eftir því, hvort með eru taldir eða ekki ýmsir, sem óbeina þjón- ustu láta í té í sambandi við iðjureksturinn. Niðurlagsorð. Rannsókn þess, á hvern hátt vér getum bezt hagnýtt oss vatnsafl landsins, er enn varla hafin. Hún verður vitanlega bæði kostnaðarsöm og tekur sinn tíma. Vér megum þó eigi láta oss vaxa það í augum. Vatnsafl landsins er svo mikið, að það tekur oss sjálfa óhjákvæmilega langan tíma að koma upp iðnaði til hag- nýtingar þess. Við nánari athugun kann það þá að reynast hagkvæmt og skynsamlegt að ráðstafa um tlma nokkru af því til stóriðjuvera, sem erlend félög fá leyfi til að koma upp, eða til útflutnings. Vér megum þó ekki gleyma því, að verðmæti þeirra afurða, sem verksmiðjur knúðar raforkunni framleiða, er margfalt á við verð raforkunnar sjálfrar. Nokkrar smáar verksmiðjur, sem vér kæmum sjálfir upp og not- uðu aðeins lltið brot af vatnsaflinu öllu, gætu gefið oss eins mikið og meira I aðra hönd en sala raforkunnar allrar. Mér virðist því að vér verðum alveg sérstaklega að varast að vanrækja þá hlið þessara rannsókna, sem lítur að skilyrðum til þess að vér komum sjálfir upp iðju eða iðnaði til hagnýtingar vatnsaflsins, þótt í smá- um stíl væri. UMRÆÐUR um erindi Steingríms Hermannssonar. Formaður, Jakob Gíslason, þakkaði Steingrími Her- mannssyni hið fróðlega og athyglisverða erindi. Þá skýrði hann frá því, að hann hefði fyrir nokkru að beiðni ráðherra tekið saman greinargerð um viss at- riði í sambandi við skilyrði til útflutnings á raforku og til stóriðju hér á landi, og ætlaði hann nú með leyfi ráðherrans, að hefja umræður um erindi Steingríms með því að gera fundarmönnum grein fyrir aðalinnihaldi skýrslu sinnar til ráðherra. (Útdráttur sá, er Jakob flutti, er prentaður sérstaklega hér að framan.) Sigurður S. Thoroddsen tók til máls næst á eftir for- manni. Þakkar hann boð á fundinn og ræðumanni. Telur sjálfsagt, að þessi mál séu rædd og kynnt ræki- lega áður en ákvörðun er tekin. Annars væri sú venja, að ákvarðanir væru teknar i mikilsverðustu málum að þjóðinni forspurðri. Minnir á það meirihluta álit fossanefndar árið 1920 (Jón Þorl., M. T. og G. Bj.), að ekki bæri að gefa út- lendingum sérleyfi til virkjana, heldur væri heppilegra að bíða þangað til Islendingar gætu virkjað sjálfir. Telur þessa afstöðu hafa verið rétta. Islendingar hefðu komizt vel af síðan. Þeir eiga enn fossana ósnerta sem einskonar varasjóð. Sjórinn hefir verið sú gullkista, sem þeir hafa ausið úr. Getum stóraukið arð fiskiveiða, stækkað flotann, bætt búskap og aukið þann iðnað, sem hefir verið að skapast. Getum litið fram á bjarta framtíð. S. Th. er hræddur við stóriðju hér á landi, nema Is- lendingar hafi þar að fullu tögl og hagldir. Stóriðja, sem veitir þó ekki væri nema 2—3000 manns atvinnu, er orðið það mikið afl, að af því stafar hætta, jafn- vel þótt rekseturinn sé í höndum íslenzkra einstaklinga hvað þá heldur í höndum erlendra auðfélaga. Slík stór- iðja myndi raska þjóðfélagslegu jafnvægi okkar. Erlend auðfélög myndu fljótt gera sér misjafnar ríkisstjórnir háðar, hversu vel sem samið væri, enda væru þess ljós- ust dæmin. S. Th. vill virkja og nýta vatnsaflið jafnharðan og Islendingar sjálfir þurfa á að halda, enda þarf mikið að virkja til þess að halda i því horfi. Telur að hér muni rísa upp stóriðja með tímanum, þótt hún verði ekki gerð með erlendu fé og í höndum útlendinga. Er hinsvegar ekki viss um að sú fjárfesting, sem sett yrði í stóriðju, t. d. I Al-verksmiðju, sé heppileg. Slík verksmiðja skili ekki meira en 10—15% af stofnverði í erl. gjaldeyri á ári, en togari skili um 100% af kaup- verði sínu. Lítur svo á, að sú leið kynni að vera okkur fær og hættuminni að flytja út raforku til annarra landa. Valgarð Thoroddsen áleit, að mörg hin stærstu iðju- ver Norðmanna hefðu upprunalega verið byggð með verulegri þátttöku erlendra aðila, en siðar hefðu Norð- menn eignazt meiri hluta þeirra. Þá benti hann á, að erlend fjárfesting til einnar verksmiðju hér samsvari fjárfestingu til um 25 verksmiðja í Noregi. Því væri ekki rétt, í þessu sambandi, að gera samanburð um eina verksmiðju á Islandi og eina i Noregi. Bragi Ólafsson þakkaði framsögumanni erindið. Var ekki sammála þremur fyrri ræðumönnum um þá van-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.