Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 30

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 30
10 TlMARIT VFl 1955 M/LLJ. KWST/ÁR! Meðan Itarlegum rannsóknum á virkjunarskilyrðum stóránna er ekki lokið, er ekki hægt að segja með neinni nákvæmni, hvaða tölum beri að reikna með. Ég mun því ekki gera tilraun til að endurskoða tölur Sigurðar. Þó vil ég halda þvi fram, að í því sambandi sem hér ræðir um, beri oss að reikna með til muna lægri tölum og tel, að fyrir árnar í flokki I beri að lækka þær um % hluta að minnsta kosti, fyrir árnar í flokki II jafnmikið eða heldur meir, fyrir Sog og Laxá er talan tæplega of há, en fyrir árnar I flokki IV væri óvarlegt að lækka töluna um minna en helming. Þegar þessi lækkun hefir verið gert, er ágizkunin um það vatnsafl, sem vér gætum eins og nú standa sakir talið vera hagnýtanlegt, á þessa leið: kwst/ári kwst/ári I. Þjórsá og þverár hennar . . 9.000 millj. Jökulsá á Fjöllum ........ 5.000 — Jökulsá á Brú ............ 1.500 — Hvítá í Árnessýslu ....... 1.500 — 17.000 millj. II. Jökulsá í Fljótsdal, Skjálfandafljót, Jökulsá eystri i Skagafirði, Blanda og Vatnsdalsá, Norðlingafljót, Skaftá 4.000 — III. Sog og Laxá í S.-Þing................ 1.000 — IV. Aðrar bergvatnsár og smærri virkj- unarstaðir .......................... 4.000 — Samtals 26.000 millj. Er þá komið að kalla má niður í áætlunartölur Jóns Þorlákssonar um vatnsafl landsins. Til stuðnings þeirri lækkun í áætlunartölum um vatnsafl Iandsins, sem ég hér hefi gert,'skal ég aðeins nefna, að í álitsgerð sinni um virkjunarmöguleika í Jökulsá á Fjöllum, dags. 31. marz þ. á., sem ég vík nánar að síðar, kemst Sigurður Thoroddsen að þeirri niðurstöðu, að í stórvirkjun fáist um 550.000 kw eða 4.800 millj. kwst/ári úr þeirri á, ef unnt reynist. að gera nægilega stór miðlunarlón til þess að nýta allt árlegt framrennsli árinnar. Þetta er 20% lægri tala en var í heildaráætluninni og er þó, eins og Sigurður tekur fram, engan veginn örugg. Um árnar í IV. flokki verður auk þess að taka það fram, að þar er um að ræða mikinn fjölda af smáám, dreifðum víðsvegar um landið. Er þar því hvergi um stórvirkjun að ræða og tæplega nema um smávirkjanir til að fullnægja raforkuþörfum einstakra hérað eða byggðarlaga. Þessar smávirkjanir verða ávallt tiltölu- lega dýrar, og þegar þessi héruð og byggðarlög síðar komast í samband við aðalorkuveitukerfi út frá stærri orkuverum, mun ekki lengur þykja svara kostnaði að virkja þessar smáár. Það er því mjög á takmörkum að leyfilegt sé að reikna með þeim í því vatnsafli, sem vér viljum ráðstafa til næstu áratuga. Niðurstaða þessara hugleiðinga er þá sú, að vér gel- um tæplega talið oss hafa til umráða í landinu meira liagnýtanlegt vatnsafl en sem svarar 22.000—26.000 milij. lcwst. á ári. Um raforkuþörf íslenzku þjóðarinnar. Raforkuvinnslan var hér á landi á árinu 1953 um 225 millj. kwst. Síðan á árinu 1936 hefur raforkuvinnslan í landinu aukizt þannig (sjá ennfremur línurit á 1. mynd og línurit á 2. mynd). Ár Raforkuvinnslan 1936 ca. 12,5 millj. kwst/ári 1937 — 15 — 1938 — 25 1939 — 35 1940 — 48 — 1941 — 60 — 1942 — 70 — 1943 — 85 1944 — 90 — 1945 — 100 1946 — 120 — 1947 — 140 1948 — 160 1949 — 180 — 1950 — 190 — 1951 — 207 1952 — 215 — 1953 — 225 — 1954 (áætl.) 330 millj. kwst/ári Arleg aukning í % MeOaltalstala Árl. tveggja ára 67 40 53 37 38 25 31 18,6 22 21,2 20 5,9 14 11,1 9 20 15 18,6 19 14,3 16 12,5 14 5,6 9 9 7 3,9 6 4,65 4,3 42 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.