Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Side 23
TlMARIT VFl 1955
5
Dettifoss.
Þessir menn nefna oft Áburðarverksmiðjuna h.f., sem
sönnun þess, að við Islendingar getum sjálfir byggt upp
stóriðnað. Ef fjárhagshlið verksmiðjunnar er athuguð,
kemur í ljós, að hún er fremur sönnun hins gagnstæða.
Mikill hluti af þvi erlenda f jármagni, sem fékkst til verk-
smiðjunnar, var framlag frá Marshallaðstoðinni. Án þess
framlags er mjög ólíklegt, að við hefðum getað byggt
verksmiðjuna. Ekki er hægt að búast við sliku í fram-
tíðinni
Einnig má benda á, hve erfitt hefir reynzt að fá lán
til sementsverksmiðjunnar, sem þó er tiltölulega lítið
fyrirtæki og arðvænlegt.
Virkjun stórvatna.
Sagan er ekki öll sögð. Undirstöðuskilyrði fyrir stór-
'ðnaði er ódýr og stöðug raforka. Samkeppisfæra raf-
°rku til stóriðnaðar er varla hægt að framleiða hér á
landi nema með því að virkja allstórt, til dæmis 150 til
200 þús. kw, í okkar beztu fallvötnum. 1 fljótu bragði
virðist helzt koma til greina að virkja í Þjórsá eða
Jökulsá á Fjöllum. Ekki virðist líklegt að orkan yrði
eins ódýr og til dæmis í Noregi og Kanada. Stafar það
emkum af því, að ár þær, sem til greina koma, eiga ekki
upptök sin í stöðuvötnum, sem gefa miðlun, og fallhæðir
eru hér yfirleitt lágar. Slík virkjun mundi kosta 450 til
600 milljónir króna að minnsta kosti. Sá stóriðnaður,
sem væri nauðsynlegur til að nýta slíka orku, mundi
kosta enn meira.
Að visu er satt, að Áburðarverksmiðjan h.f. fær ódýra
orku frá Soginu. Yfir 80% af orkunotkun verksmiðjunnar
er ódýr afgangsorka, sem Sogsvirkjunin getur takmark-
að tvisvar á dag, ef þörf krefur. Þegar í vetur lítur út
fyrir að þetta verði gert til hlítar. Slíkt er eðlilega mjög
kostnaðarsamt fyrir verksmiðjuna og væri af tekniskum
ástæðum útilokað fyrir flestan stóriðnað.
Stóriðnað er alls ekki hægt að byggja á afgangsorku.
Hann verður að hafa næga, ódýra og stöðuga orku.
Sumum kann að virðast sem ég lýsi hér með óþarfa
svartsýni getu okkar Islendinga. Slíkt er ekki ætlun mín,
enda hygg ég, að sú mynd, sem ég hef dregið upp, mundi
virðast raunhæf, ef hún er skoðuð í ljósi þeirra stað-
reynda, að við Islendingar erum aðeins 150 þúsund í
stóru landi og viljum byggja upp iðnað, sem kostar hundr-
uð eða jafnvel þúsundir milljóna, ef hann á að vera af
þeirri stærð, sem nú er talið nauðsynlegt til að hann sé
samkeppnisfær á heimsmarkaðinum.
Mér virðist ekki eftir neinu að bíða. Ég er jafnvel
þeirrar skoðunar, að slíkt geti verið mjög skaðlegt, þvi
að þau auðævi, sem nú renna til sjávar daglega í fall-
vötnum okkar, geti fallið mjög i verðmæti innan tiltölu-
lega skamms tíma. Einkum óttast ég, að samkeppni við
aðrar orkulindir, eins og til dæmis atomorkuna geti
orðið okkur erfið.