Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Qupperneq 15
TIMARIT
VERKFRÆÐIIMGAFÉLAGS ÍSLAIMDS
1. hefti 19 5 5 40. árg.
Den polytekniske Læreanstalt,
Danmarks tekniske Höjskole.
1829—1954.
Den polytekniske Lære-
anstalt í Kaupmanna-
höfn var s'tofnaður með
konunglegri tilskipan 27.
janúar 1829. Aðal-hvata-
maður að stofnun skól-
ans var H. C. Örsted.
Hann var fyrsti rektor
skólans og; veitti honum
forstöðu til dauðadags,
9. marz 1851.
Allflestir tækniháskól-
ar hafa risið úr iðnfræði-
skólum og eru því yngri
að árum en Den poly-
tekniske Læreanstalt,
sem frá upphafi var vis-
indaleg stofnun og varð
brátt miðstöð tæknivís-
inda í Danmörku og
jafnvel á Norðurlöndum.
Skólinn bar svip hins
heimskunna forstöðu-
manns og var því oft
nefndur skóli Örsteds.
Fyrstu árin bjó há-
skólinn við þröngan
húsakost og gat ekki
tekið á móti mörgum
nemendum, en aðsókn
óx ár frá ári, og 1890
var skólanum reistur
rúmgóður bústaður, sem
enn var stækkaður árið
1905, og nú, á 125 ára
afmæli skóians, voru
tekin í notkun vegleg húsakynni fyrir stjórn skólans,
kennslu og rannsóknarstofur, enda eru nú fullkomnar
tilraunastofur fyrir allar helztu fræðigreinar, sem kennd-
ar eru við háskólann. Gömlu skólahúsin eru við Sölvgade
°g þar munu margir af gömlu islenzku verkfræðingun-
Um kannast við sig. Nýju skólahúsin hafa verið reist
viö östervoldgade. Gólf-
flötur skólahúsanna er
nú samtals 57000 m-.
Nemendafjöldi skólans
hefur aukizt mjög ört á
síðastliðnum 25 árum.
Á 100 ára afmæli skól-
ans 1929 voru nemend-
urnir 850, en 1954, á
125 ára afmælinu, stund-
uðu 2192 stúden'tar nám
við skólann. Þrátt fyrir
hin rúmgóðu húsakynni,
verður enn að takmarka
aðgang að háskólanum.
Árið 1953 sóttu 512 stúd-
entar um upptöku í
skólann, en ekki var
unnt að taka til náms
fleiri en 385.
Enginn verkfræðiskóli
hefur haft jafnmikil á-
hrif á verklegar fram-
kvæmdir á Islandi og
Den polytekniske Lære-
anstalt. Fyrstu verk-
fræðingarnir, sem hér
störfuðu, voru nemendur
þessa skóla. Þeir báru
hingað heim þau fræði,
sem þeir höfðu lært í
Den polytekniske Lære-
anstalt og lögðu með því
grundvöll að tæknilegri
þróun á Islandi.
Um langt skeið sóttu
allir íslenzkir verkfræðistúdentar nám til Den polytek-
niske Læreanstalt. Fyrsti íslenzki nemandi skólans var
Baldvin Einarsson frá Hraunum í Fljótum, hinn þjóð-
kunni brautryðjandi Fjölnismanna. Að loknu prófi 1 lög-
fræði 1832 stundaði hann nám við Den polytekniske
Læreanstalt þar til hann lézt í febrúar 1833. Á næstu
H. C. ÖHSTED
1777—1851.