Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Qupperneq 2
2 MÁNUDAQUR 9. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson, ábm.
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Aðrar deildin 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Verkfræði á Sléttu
Fjöldi bfla festi sig á
sama vegarspottanum á
Melrakkasléttu um helg-
ina, en spottinn gengur
undir nafn-
inu „verk-
fræðingur-
inn“. Þar
myndast
alltaf stórir skaflar í
hvert sinn sem snjóar og
þegar heimamenn spyrja
hvers vegna vegurinn
hafl verið lagður ná-
kvæmlega þarna, er
svarið allaf hið sama:
„Verkfræðingurinn segir
að þetta eigi að vera
svona - þetta er besta
leiðin."
Útlit Ruthar Reginalds
Eg skal fúslega viðurkenna að Ruth Reg-
inalds hefur aldrei beinlínis verið mín
týpa.
Út af fyrir sig kemur það auðvitað engum
við og fyrir skömmu hefði ég á dauða mínum
frekar átt von en því að hafa opinberlega
skoðun á útliti Ruthar Reginalds.
Nú hafa hún og Stöð tvö hins vegar stigið
það skref sem leiða mun til þess að á næst-
unni mun stór hluti þjóðarinnar finna sig til
þess knúinn að hafa skoðun á útliti mann-
eskjunnar og því skal þessu lýst yfir strax:
Ruth Reginalds er ekki mín týpa.
En jafnharðan skal því þá lýst yfir að mér
hefur eigi að síður alltaf þótt Ruth Reginalds
heldur geðþekk og snaggaraleg í útliti og
aldrei í lífinu hefði hvarflað að mér að þessi
manneskja þyrfti á heimsókn til lýtalæknis að
halda. Því engin lýti hafa verið á henni sjáan-
leg.
Þær „lýtalækningar" sem Ruth Reginalds
ædar nú að leggja út í ættu auðvitað að vera
hennar einkamál, nema hvað hún hefur kos-
ið - með fulltingi Stöðvar tvö - að gera úr því
opinbera leiksýningu sem þjóðin á að fýlgjast
með næstu vikurnar: hvernig fullkomlega
eðlifeg manneskja í útliti, og meira að segja
heldur snotur, Iætur skera sig þvers og kruss
til að freista þess að komast nær „staðalútliti"
fegrunarfræðinganna.
Látum vera þótt Ruth Reginalds sjálf sé af
einhverjum ástæðum svo óánægð með údit
sitt að hún kjósi að leggjast undir hnífinn
vegna þess.
Hitt er verra að heil sjónvarpsstöð skuli
æda að taka þátt í þessari vitíeysu og gera úr
því einhvers konar „hetjusögu" - því það fer
ekki milli mála að það verður sá póll sem tek-
inn verður í hæðina.
Það er jafnvel talið til marks um kjark!
Hvernig Ruth Reginalds „sigrast" á „lýtum
sínum“ og verður „falleg“.
Og með þessari „hetjusögu“ sendir Stöð
tvö eftírfarandi skilaboð til ungra stúlkna í
þessu landi, og raunar til allra kvenna:
Það er eðlilegt að þið þjáist og pínist yfir
því ef andlitið á ykkur fellur ekki nákvæmlega
að skilgreiningum fegrunarfræðinganna. Það
er eðlilegt að þið þráið að líta allar út eins og
Britney Spears, eða hvað þær heita. Það er
eðlilegt að þið viljið leggjast undir hníf „lýta-
lækna“ til að vinna bug á smávægilegri
óánægju með smávægileg atriði í útlitinu.
Og um leið sendir Stöð tvö þau skilaboð til
stúlkna og kvenna að allt annað en „staðalút-
litið“ sé „lýti“ - ef ekki beinlínis „sjúkdómur"
sem leita þurfi til lækna út af.
Fyrirgefiði fjórtán sinnum, Stöðvar tvö-
menn: Er þetta það sem ungar stúlkur þessa
lands þurfa á að halda?
Illugi Jökulsson
Kennslustund Stefáns
Torfi fær spildu
Landbúnaðamefhd
Sveitarfélagsins Árborg-
ar hefúr samþykkt að
veita TorfaÁskelssyni af-
not af landræmu á milli
Bjarkarlands og Nýborg-
arlands á Stokkseyri sem
aðkomu að Dalbæjar-
landi. Torfi hefur haft
ræmuna á leigu og nýtt
til skógræktar. Hún er
50x15 metrar.
Fínar myndir
ísflrsku ljósmyndaramir
Spessi og Halldór Svein-
bjömsson mynduðu um
100 pör á Sunnukórs-
ballinu sem
haldið var á
fsafirði í síð-
asta mánuði.
Ljósmyndar-
arnir vildu
nota tækifær-
ið og mynda
fólkið í sínu fínasta pússi
þegar allir vom í hátíð-
arskapi. Em myndirnar
nú boðnar fólkinu til
sölu á 3.500 krónur
stykkið og þykir gott
verð. Verða þær afhentar
í papparömmum.
Málið
ímugustur
„Stóra forsetamálið"
hefur vakið upp grun-
semdir um að þeir Ólafur
Ragnar Grímsson og Davíð
Oddsson kunni að hafa
ímugust hvor á öðrum.
Orðtakið„að hafa imugust
á einhverjum" hefur að
ósekju farið
halloka að
undanförnu, en það er
bæði gott og fagurt, þótt
orðið „ímugustur" sé ill-
skiljanlegt. Ima merkir
tröilkona og gustur þýðir í
þessu tilviki „hugsun" eða
„hugur". Skáld til forna
kölluðu hugsunina „vind
(gust) tröllkvenna". Þegar
tröllkonur féllu síðan í
ónáð varð „hugur þeirra"
eðli máls samkvæmt nei-
kvætt fyrirbæri og ímu-
gustur þýðir því í raun„illur
hugur" eða eitthvað álíka.
<V
<V
-C
3
cc
*o
«o
<v
Pálssonar
„Kommon Guðjón [Fríðríksson]! Nú áttu að
heita sagnfræðingur. Hvers vegna stopp-
arðu þessa féiaga þína ekki afþegar þeir
byrja að mjáima um að þetta sé... ald-
arafmæli þingræðis í landinu? Þú
veist jafnvel og við að Hannes
Hafstein hefði ekki þekkt þing-
ræði þótt það hefði bitið hann
í rassinn
„Stóra forsetamálið" enn og aftur?
Já, við vitum að allir em orðnir hund-
leiðir á því, en við getum samt eklá á
okkur setið að birta hér eina litla
kennslustund fyrir okkur fjölmiðlafólk
sem Stefán Pálsson, dómari í Gettu
betur, tók okkur í á Múmtnn sínum
nú nýverið. Þótt við getum ekki hugs-
að okkur héðan af að fýlgja fyrirmæl-
um Stefáns upp á punkt og prik, mun-
um við hafa þau bak við eyrað og
spyija þeirra næst þegar tilefni gefst.
Stefán skrifaði á Múrinn: „Mikið er
þrefað um rfkisráðsfúnd þann sem
haldinn var um helgina. Heilu frétta-
tfmamir em undirlagðir af þessum
kortérsfúndi, hveijir hafi mætt, hverjir
ekki og hvers vegna. í þessu fári hafa
menn spurt margra spuminga, en því
miður ekki réttu spuminganna. Svo
virðist sem eina ferðina enn komi það
í hlut Múrsins að kenna fjölmiðlafólki
að vinna vinnuna sína. Undan því
verkefrú skal ekki vikist og hér fylgir
því lisú yfir þær spumingar sem fjöl-
miðlamenn hefðu átt að spyrja - en
gerðu ekki:
1. spurning: (til Halldórs Blöndals,
ráðherra rikisstjórnarinnar og Júlíusar
Hafsteins) „I ljósi þess að allir vita að
þú hatar Ólaf Ragnar eins og pestina,
er það þá ekki hræsni'að þykjast vera
sár yfir að hann hafi ekid komist í
partýið þitt?“
2. spurning: (til forsetans) „í ljósi
þess að þú hatar hálfa ríkisstjórnina
og forsæúsráðherra sýnu mest, er það
þá ekki hræsni að þykjast vera spæld-
ur yfir að hafa ekki þurft að sitja í tutt-
ugu klukkutíma í flugvél til að sitja fyr-
ir á einni ljósmynd með þeim og
drekka hálft kampavínsglas?"
3. spurning: (til Sjálfstæðismanna)
„Af hverju í ósköpunum hefðuð þið
þurft á aðstoð forsetans að halda? Eins
og þið séuð ekki einfærir um að
breima um karlmennsku, hetjulund
og sexapíl Hannesar Hafsteins án þess
að klakabandaræður Ólafs Ragnars
komi til.“
4. spurning: (til íslensku þjóðar-
innar) „Hvernig í ósköpunum á það
að geta talist móðgun við þjóðina þótt
ein silkihúfan mæti í kokteilboð í stað-
inn fyrir aðra? Hvenær varð þjóðin
síðast fojj yfir að það væm ekki nógu
margir mektarmenn að skála í einu í
Þjóðmenningarhúsinu?"
5. spurning: (til allra Gettu betur-
nörda landsins) „Bíddu, hvenær varð
Fyrst og fremst
1. febrúar 1904 svona merkilegur dag-
ur í sögu þjóðarinnar? Ókey, 17. júní
og 1. desember - en 1. febrúar??? -
Hafði einhver heyrt minnst á þessa
dagsetningu áður?"
6. spurning: (til Hannesar Hólm-
steins) „Sko, nú vita allir að þvert á
viðteknar skoðanir, telur þú að Jón
Þorláksson hafi ekki verið þver og súr,
heldur heillandi maður og skapandi
pólitíkus - en í ljósi þess að árið 1904
var hann rétt rúmlega hálfþrítugur,
nýskriðinn heim frá námi og algjört
nóboddý, hefði þá ekki mátt sleppa
því að troða nafni hans inn í þessa af-
mælisdagskrá?""
Hér er rétt að skjóta inn í spum-
ingaflóð Stefáns að þessi spuming vís-
ar úl sjónvaipsþáttarins um upphaf
heimastj ómarinnar sem fluttur var á
undan liúu listaháúð Sjálfstæðis-
flokksins í Þjóðmenningarhúsinu. Þar
var Jón Þorláksson (forsæúsráðheira í
rúmt ár 1926-1927) kynntur sem hið
eina sanna og eðlilega framhald af
hinum mikla og ástsæla leiðtoga,
Hannesi Hafstein.
En áfram heldur Stefán svo:
„7. spurning: (til JúlfusarHafsteins)
„Jæja Júlli minn, er ennþá verið að
svína á þér innan íþróttahreyfingar-
innar? Búinn að kíkja yfir öxlina á
mörgum félögum þínum í atkvæða-
greiðslum upp á síðkasúð til að athuga
hvort þeir séu nokkuð að svíkja þig?"
8. spurning (til Guðjóns Friðriks-
sonar) „Kommon Guðjón! Nú áttu að
heita sagnfræðingur. Hvers vegna
stopparðu þessa félaga þína ekki af
þegar þeir byrja að mjálma um að
þetta sé ekki bara fullveldisafmæli,
heldur lfka aldarafmæli þingræðis í
landinu? Þú veist jafnvel og við að
Hannes Hafstein hefði ekki þekkt
þingræði þótt það hefði bitið hann í
rassinn. Af hverju segirðu ekki neitt?
Og úr því að við emm með þig hérna -
hvernig er hægt að skrifa mörghund-
mð blaðsíður um Jón Sigurðsson og
vera með þá uppljóstmn helsta að
hann hefði verið með sýfilis? Megas
var búinn að benda á þetta fyrir
löngu."
9. spurning: (til Illuga Gunnars-
sonar) „Af hverju? Af hverju í ósköp-
unum er Júlíus alltaf ráðinn þegar á að
rigga upp veislum? Hefur hann ein-
hverja hæfileika sem almenningi eru
huldir? Veit hann eitthvað sem ekki
má koma fram í dagsljósið? Er það
kannski málið - gamaldags blakk-
meil? Eitthvað hlýtur það að vera!“
10. spurning: (til íþróttadeildar
Sjónvarpsins) „Skítt með þessa hand-
boltakeppni í Slóveníu - af hverju vor-
uð þið ekld með myndatökumann í
skíðabrekkunum í Ameríku og Evrópu
að ná myndum af Ólafi Ragnari og
I-Ialldóri Ásgrímssyni á skíðum? Ára-
mótaskaupinu hefði verið reddað!"
Afnot af þessum spurningum em
öllum frjáls. Hér hefðu sumir freistast
til að setja brandara um að geta heim-
ilda eða hafa hluti innan gæsalappa,
en það er löngu búið að blóðmjólka
þá umræðu."
XXX
Annar ritstjóri vor skrifaði „Pressu-
dálk“ á laugardaginn um grein sem
Páll Vilhjálmsson ritaði í Moggann á
föstudaginn um Stöð tvö og meinta
þjónkun fréttastofunnar þar gegnum
tíðina við eigendur sína. Við hinir
óbreyttu höfðum hins vegar meiri
áhuga á framhaldi greinar Páls þar
sem hann gaf í skyn að einhver
„blaðamannasamtök" hefðu farið
fram á lagasetningu um eignarhald á
ijölmiðlum eða einhver önnur áhuga-
mál Páls. Og hann kaus að orða það
svo:
„Blaðamannasamtökin ákalla
stjómvöld og biðja um að þau tryggi
fjölbreytta fjölmiðlun og hamli gegn
fákeppni."
Bíðum nú við. Höfum við misst af
einhveiju? Hvenær gerðist það að
„blaðamannasamtökin" hafi ákallaö
stjómvöld? Vera má að einhver hugs-
anleg samtök „blaðamanna" sem
vinna hjá Rannsóknarráði „ákalli"
stjórnvöld reglulega, en raunverulegir
blaðamenn „ákalla" hvorki einn né
einn.
Ekki við að minnsta kosú.