Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Qupperneq 13
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 13
Gjafasafn Kim
IS-Sung
Breski blaðamaðurinn
Rupert Wingfield-Hayes var
nýlega á ferð í Norður-
Kóreu á vegum BBC. Hann
hefur lýst hörmulegu
ástandinu í landinu þar
sem Kim Jong-il ræður ríkj-
um yfir bláfátækri og kúg-
aðri þjóð en yfirstétt
Kommúnistaflokksins hef-
ur allt til alls. Einna nötur-
legast segir Wingfield-
Hayes að hafi verið að
koma í svokallað „Gjafa-
safn“, sem grafið er inn í
heilt fjall, en þar eru til sýn-
is hvorki meira né minna
en hálf milljón gjafa sem
erlendir mektarmenn
sendu Kim Il-sung, föður
núverandi einræðisherra.
UpES*WB?n'
ur krokodill
„Listinn yfir þá sem sent
höfðu gjafir var eins og
uppsláttarrit yfir illmenni
20. aldar," skrifar Wing-
field-Hayes á netsíðu BBC.
„Þarna var brynvarin lest
ffá Stalín, veiðiriffill frá
Nicolai Ceaucescu [ill-
ræmdum einræðisherra
Rúmeníu] og sverð úr skíra
gulli frá Gaddafí ofursta
[leiðtoga Líbíu]. En fyrstu
verðlaun fyrir smekkleysu
hljóta samt að fara til Dani-
els Ortega, leiðtoga bylting-
armanna [Sandínista] í
Nicaragua. Hann sendi
uppstoppaðan krókódíl
sem heldur á glasabakka -
greinilega hlutur sem sér-
hver einræðisherra verður
að eiga.“
Sjávarútvegur
skuldsetur sig
Skuldir sjávarútvegsins
jukust um átta prósent í
janúarmánuði vegna kaupa
á fyrirtækjum Brims, Eskju
og Hraðfrystihússins-
Gunnvarar. Samkvæmt vef-
síðunni Interseafood.com
nemur skuldaaukningin 15
milljörðum króna. Lands-
banki Islands lánaði
Granda 5,2 milljarða til að
kaupa Harald Böðvarsson
og kaupendum Útgerðarfé-
lags Akureyringa 5,8 millj-
arða. HB og ÚA voru dótt-
urfélög Brims fyrir söluna,
en sömu eigendur eru að
Brimi og Landsbankanum.
Heildarskuldir sjávarút-
vegsins á Islandi eru um
184 milljarðar króna.
Sömu stofnanir létu aö því liggja við forseta Bandaríkjanna að gereyðingarvopn
væru í írak og telja Norður-Kóreumenn smíða kjarnavopn
Stríð á nöngum
fonsendum
Fyrst bandarískum stjórnvöldum hefur ekki
tekist að færa sönnur á gereyðingavopnaeign íraka
með neinum hætti er þá ekki eins líklegt að Norð-
ur-Kóreumenn séu alls ekki að reyna að framleiða
kjarnavopn eins og'Bandaríkjamenn saka þá um?
Þetta er spurning sem sífellt fleiri spyrja þessa
dagana enda komið í ljós að engin áreiðanleg gögn
réttlættu innrásina í írak. Allar forsendur sem gefn-
ar voru fyrir innrásinni hafa brostið og almenning-
ur í Bandaríkjunum vill gjarna vita hvar sökin ligg-
ur.
Nú eru tveir mánuðir síðan Saddam Hussein
var handtekinn og tekist hefur að hafa hendur í
hári langflestra þeirra 52 stuðningsmanna hans
sem sérstaklega var lýst eftir meðan á stríðinu stóð.
Meta margir það svo að annaðhvort noti
bandarískir leyniþjónustumenn vettlingatök í yfir-
heyrslum sínum eða það sem líklegra sé, að enginn
hinna handteknu geti gefið nokkrar upplýsingar
um falin gereyðingarvopn þar sem ekki sé um nein
slík vopn að ræða.
Upplýsingar af skornum skammti
„Þeim upplýsingum sem berast frá leyniþjón-
ustum okkar er yfirleitt tekið með fyrirvara," sagði
Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, í viðtali
við L.A.Times í janúar. Þar var komið annað hljóð í
strokkinn heldur en þegar innrásin í írak hófst, en
tilefni hennar var einmitt ítarlegar upplýsingar
sem Bandaríkjamenn höfðu um gereyðingarvopn
Saddams Hussein.
Nú þegar stríðinu er lokið hafa bandarísk
stjórnvöld snúið sér aftur að öðru öxulveldi hins
illa, Norður-Kóreu, og telja sig vita ýmislegt sem
þar gerist bak við tjöldin.
Sannleikurinn er hins vegar sá að Bandaríkja-
menn hafa litlar áreiðanlegar upplýsingar um hvað
Norður-Kóreumenn aðhafast varðandi vopna-
framleiðslu yfir höfuð.
Deilur þjóðanna hófust í október 2002 þegar
Bandaríkjastjórn sakaði Norður-Kóreu um að gera
tilraunir með að auðga úran, en það er nauðsyn-
legt til framleiðslu kjarnorkuvopna. I fyrstu viður-
kenndu þeir að svo væri en hafa síðar dregið það til
baka og hafa alla tíð síðan harðneitað þeim ásök-
unum Bandaríkjamanna að fyrirhugað væri að
smíða kjarnavopn í landinu.
Landamæri Norður-Kóreu Afar fátt ervitað um Norður-
Kóreu og lítið virðist leka út. Leyniþjónustur kalla því landið
„Svartholið".
Meta margir það svo að annað-
hvort noti bandarískir leyniþjón
ustumenn vettlingatök íyfir-
heyrslum sínum eða það
sem líklegra sé, að enginn
hinna handtéknu geti
gefið nokkrar upplýs-
ingar um falin ger-
eyðingarvopn þar
sem ekki sé um nein
slík vopn að ræða.
Grunsemdir Bandaríkja-
manna virðast nær eingöngu
byggjast á skýrslu sem CIA gaf út,-
í nóvember 2002. í skýrslunni
kemur fram að mögulega séu yf-
irvöld í Norður-Kóreu að byggja
verksmiðju sem framleitt gæti;
nægt úran til framleiðslu þriggja
kjarnorkusprengja á ári þegat
smíði verksmiðjunnar væri lokið.
Þar var þó sá varnagli sleginn að verksmiðjan
yrði ekki starfhæf fyrr en um miðjan áratuginn.
CLA gat ekki þá og hefur ekki síðan getað grafið
upp neinar sannanir fyrir byggingu slíkrar verk-
smiðju og ekkert er vitað um hvar hún er stað
sett.
Fylgismönnum fækkar
Fyrir stuttu bættust Kínverjar í þann stækkandi
hóp þjóða sem telja ólíklegl að Norður-Kóreu-
menn búi yfir kjarnavopnum eða hafi hug á að
smíða slík vopn. Hafa þeir lýst yfir efasemdum um
að Norður-Kóreumenn búi yfir þeirri tækni sem til '
þarf og segja upplýsingar Bandaríkjamanna ónóg-
ar til að sannfæra sig um annað.
Þann 25. febrúar fer fram sex þjóða fundur um
ástandið á Kóreuskaganum. Norður-Kórea mun
taka þátt ásamt Bandaríkjamönnum, Rússum,
Suður-Kóreu og Japan. Bandarískir vísindamenn
hafa.fengið að skoða eina kjarnorkuver landsins í
Yongbyon en vísindamenn frá Alþjóða kjarnorku-
málastofnuninni höfðu þegar skoðað það þegar
stjórnvöld ráku þá úr landi fyrir tveim árum. Þar
hefur farið ífam orkuvinnsla og engum hefur tekist
að færa sönnur á annað.
En á sarna hátt og George Bush tók Saddam
Hussein ekki trúanlegan þegar liann neitaði því að
eiga gereyðingarvopn mun hann væntanlega ekki
taka yfirvöld í Norður-Kóreu trúanleg. Innan Hvíta
hússins eru margir á þeirri skoðun að viðræður
gagni ekkert og taki eigi af skarið með hernaðarað-
gerðum. Tíminn og vinsældir George Bush munu
ráða því hvað verður. albermdv.is
Kim Jong II Einn illræmdasti
einræðisherra i heiminum.
Bandarikjamenn vilja sjá honum
steyþt afstóli og gætu notað
meinta kjarnorkufram-
teiðslu sem afsök-
unfyririnnrás.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★*
ÚTSALA
allt að 35% afsláttur
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.ís
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
++++++++