Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004
Sport DV
P
-V
Gustavo Poyet
Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United og Arsenal, héldu áfram
sigurgöngu sinni á laugardaginn. Ensku meistararnir komust í hann krappan á
Goodison Park en innbyrtu sigur að lokum, þökk sé Ruud Van Nistelrooy sem náði
merkum áfanga. Arsenal vann auðveldan sigur á Wolves og er enn í efsta sætinu.
Tveir Frakkar og einn
Hoilendingur Frakkarnir
Louis Saha og Mikael
Silvesue fagna hér ásamt
Hollendingnum Ruud Van
Nistelrooy i leik Monchest-
er United og Everton urh '
helgina. Reuters
Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy skráði nafn sitt á spjöld
sögunnar hjá Manchester United þegar hann rauf 100 marka múrinn með
fyrra marki sfnu gegn Everton á laugardaginn. Það tók hann aðeins 129
leiki að ná þessum áfanga en honum hefur þótt mikilvægara að skora 101.
markið því það tryggði ensku meisturunum sigur í ótrúlegum leik þar sem
Everton vann upp þriggja marka forystu Manchester United til þess eins að
tapa síðan leiknum á síðustu mínútunni.
„Ég hefði orðið veru-
lega reiður ef við
hefðum tapað þess-
um leik. Það er erfitt
að meta leikinn en ég
er sannarlega ánægð-
ur með að hafa farið
með þrjú stig héðan."
Menn þurfa að hafa heppnina með
sér en þeir líka andlegan styrk til að
gera sig kláran fyrir næsta leik," að
sögn Wengers.
Hetjan Hasselbaink
■J< Jimmy- Floyd Hasselbaink var
hetja -Chelsea en hann skoraði
sigurmark liðsins gegn Charlton í
gær úr vítaspyrnu sem hann flskaði
sjálfur. Sigurinn gerir það að verkum
að Chelsea er fjórum stigum á eftir
Manchester United og er enn með í
baráttunni um enska meistara-
titilinn.
Eiður Smári Guðjohnsen, sem
kom inn á sem varamaður þegar
sextán mínútur voru til leiksloka,
sagði í samtali við sjónvarpsstöðina
Sky Sports í gær að stigin þrjú væru
það sem skipti máli.
„Ég ætlaði mér að koma inn á og
reyna að breyta leiknum. Mér fannst
við vera orðnir þreyttir undir lokin
og þá hættum við að skapa okkur
færi. Sem betur fer náðum við að
halda markinu hreinu. Við vorum
alltaf að reyna að ná öðru markinu
sem hefði gulltryggt sigurinn en þá
er alltaf hætta á að fá mark á sig. Það
eru hins vegar stigin sem skipta
máli, við þurftum á þeim að halda.
Við eigum eftir að spila gegn bæði
Arsenal og Manchester United og
getum því enn haft áhrif á gang mála
á toppi deildarinnar," sagði Eiður
Smári.
Strax í takt við leikinn
Eiður Smári skapaði eitt færi íyrir
Adrian Mutu en Rúmeninn náði
ekki að nýta sér það og spyrnti
knettinum beint í fang Dean Kiely,
markvarðar Charlton.
„Mér fannst ég vera fljótur að
komast f takt við leikinn, eiginlega
strax við fyrstu snertingu og reyndi
að leggja hann vel fyrir Adrian.. Það
gekk ekki hjá honum en vonandi fer
hann að skora mörk,“ sagði Eiður
Smári.
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, viðurkenndi eftir
leikinn að hans menn hefðu ekki
spilaðvel. •
„Þegar staðan er svona þá skipta
stigin þrjú öllu máli - allt annað er
aukaatriði.
oskar@dv.is
Framan af benti fátt til þess að
Everton myndi veita Manchester
United einhverja keppni í leik
liðanna á laugardaginn. Leikmenn
Manchester United fóru hreinlega á
kostum í fyrri hálfleik og höfðu yfir,
3-0, í hálfleik með tveimur mörkum
frá Louis Saha og einu frá Ruud Van
Nistelrooy, hans hundraðasta marki
fyrir félagið.
David Moyes, knattspyrnustjóri
Everton, hristi upp í sínum
mönnum í hálfleik og skipti þeim
Gary Naysmith, Wayne Rooney og
Tomasz Radzinski inn á. Þessar
skiptingar virkuðu eins og
vítamínsprauta á Everton-liðið sem
náði að jafna leikinn á 35 mínútum.
Leikmenn Manchester United eru
þó ekki þekktir fyrir að gefast upp og
þeir náðu að tryggja sér sigurinn á
síðustu mínútu leiksins með marki
frá Ruud Van Nistelrooy.
Hefði orðið verulega reiður
„Ég hefði orðið verulega reiður ef
við hefðum tapað þessum leik. Það
er erfitt að meta leikinn en ég er
sannarlega ánægður með að hafa
farið með þrjú stig héðan. Við áttum
skilið að sigra því að frammistaða
liðsins í fyrri hálfleik er ein sú besta
undir minni stjórn. Við hefðum ekki
getað farið fram á meira eftir fyrri
hálfleikinn en David Moyes breytti
liði sínu í hálfleik og þeir gerðu
okkur lffið leitt eftir það,“ sagði Alex
Ferguson stjóri United.
David Moyes sagði að
frammistaða sinna manna í fyrri
hálfleik hefði verið óásættanleg. „Ég
hefði getað skipt öllu liðinu út af í
hálfleik með góðri samvisku en
sagði mönnum í hálfleik að þeir
yrðu að sýna að þeim væri ekki sama
um félagið og að þeir mættu ekki líta
á þetta sem hverja aðra vinnu. Þeir
tóku við sér í síðari hálfleik og
auðvitað er gremjulegt að tapa
leiknum eftir að hafa haft fyrir því að
vinna upp þriggja marka forskot,"
sagði Moyes.
24 leikir í röð án taps
Gott gengi Arsenal heldur áfram.
Á laugardaginn lék liðið sinn 24. leik
í deildinni í röð án þess að tapa.
Arsenal mætti Wolves á Moulinex-
leikvanginum og sigraði örugglega,
3-1.
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, var sáttur við sína
menn og sérstaklega ánægður með
að liðið sé enn taplaust eftir 24 leiki
á tímabilinu.
„Ég er afskaplega stoltur af
mínum mönnum því þessi árangur
sýnir stöðugleika og er sönnun þess
að leikmenn leggja sig fram í hverri
viku. Það er ekki auðvelt að spila
svona marga leiki án þess að tapa,
því alltaf getur komið babb í bátinn.
„Hvað ertu að segja? Ertu að segja
að ég hafi sent mína menn út á
völlinn með þau skilaboð að skjóta
ekki á markið? Ég sagði þeim ekki
að fara út og verjast / 90 mínútur.
Það er ekki hægt að tala um leið-
inlega leikaðferð þegar liðið er í
sjöunda sæti með 35 stig," sagði
Chris Coleman, knattspyrnustjóri
Fulham, eftir að blaðamenn ásök-
uðu hann um að láta sína menn
spila leiðinlega gegn Southampton.
Lið umferðarinnar 7.-8. febrúar 2004
Gustavo Poyet er hetja
helgarinnar. Þessi 36 ára gamli
úrúgvæski miðjumaður
Tottenham kom inná sem
varamaður fyrir framherjann
Jermain Defoe á 82. mínútu og
skoraði síðan sigurmark liðsins
gegn Portsmouth á laugardag-
inn á síðustu mínútu leiksins.
Þessi sigur Tottenham var gríð-
arlega miJdlvægur eftir von-
brigði liðinnar viku þegar liðið
tapaði fyrir Manchester City,
4-3, í bikarnum eftir að hafa
verið, 3-0, yfir í hálfleik.
URVALSDEILD
...SKÚRKURINN
Brett Ormerod
Brett Ormerod framherji
Southampton er skúrkur
helgarinnar að þessu sinni.
Hann fékk fjölmörg gullin
tækifæri til að tryggja sínum
mönnum sigur gegn Fulham en
tókst ekJd nýta eitt þeirra. Það
verður að segjast honum til
vorkunnar að hollenski
markvörðurinn Edwin van der
Saar var í banastuði í marki
Fulham og varði allt sem á
markið kom. Það breytir því þó
ekki að framherjar í ensku
úrvalsdeildinni eiga að nýta slík
færi sem Ormerod fékk.
Bestu ummæli helgarinnar