Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Reglur sem komaíveg fyrir hættu Landhelgisgæslan hefur gert samning við Varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli um samræmdar verklagsreglur vegna þyrluflugs með næt- ursjónaukum. Reglurnar eru gerðar til að koma í veg íyrir að hætta skapist þegar þyrlurnar eru á flugi með sjónaukann í notkun en slökkva þarf á siglingaljósum þyrlnanna til að trufla ekki nætur- sjónaukann. Einnig varð að komast að samkomulagi um hvernig fjarskiptasam- bandi skyldi komið á milli þyrlna Landhelgisgæslunn- ar og Varnarliðsins ef til þess kæmi að þyrlurnar væru samt sem áður á flugi í grennd hvor við aðra. Þá var farið yfir ýmsa þætti reglnanna og gengið úr skugga um að báðir aðilar túlkuðu þær á sama veg. Er rétt að veita konum afslátt af op- inberum gjöldum? Oddur Astráðsson formaður Ungra vinstri grænna. „Konur hafa aö jafnaði um 70 prósent aflaunum karla og því tel ég eðlilegt að tekið sé tillit tilþess við álagningu op- inberra gjalda. Það þarfnauð- synlega að ráðast í aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og gæti slíkur af- sláttur verið liður í því. Mikil- vægast er þó að taka vanda- málið föstum tökum og leysa það með öllum tiltækum ráð- um." Hann segir / Hún segir „Borga þær ekki sjálfkrafa lægri skatta efþær eru með lægri tekjur? Mér finnst að það eigi ekki að byggja álagningu á kynferði. Mér finnst meira áríðandi aðjafna launamun heldur en að leysa þetta með svona bráðabirgðalausnum. Vandamálið er launamunur og það á að ráðast að rót vandans, en ekki sætta sig við hann." Rannveig Rist forstjóriAlcan á Islandi. Davíð Oddsson segir mál um flutninga á Decode-fé í gegnum Lúxemborg og Panama vera latínu fyrir sér. Mannvernd hefur sent viðbótarathugasemd til ESA vegna 20 milljarða ríkisábyrgðar íslenskrar erfðagreiningar. Tilefnið er fréttir DV af dular- fullum fjármagnsflutningum í tengslum við sölu hlutabréfa á íslandi sumarið 1999. „Ég heyrði reyndar í viðtali við Kára að hann sagði að þetta hefði komið framí útboðsskráningu á Nasdaq en ég hefekki lesið þá skráningu. Þetta er í raun latína fyrir mér." Davíð kemur af fjöllum Davíð Oddsson forsæt- isráðherra segist ekkert vita um málið. „Ég hef aldrei heyrt þetta nafn annars staðar en í DV. Þetta er eins og rússneska eða eitthvað," segir Davíð og man ekki eftir að þetta Dav(tt0ddsson Skilur hafi komið fram 1 neinum ekkimálið og hefuraldrei viðtölum. „Ég heyrði heyrt um Biotek nema í reyndar í viðtali við Kára DV. Mannvernd hefur sent ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, viðbætur við athugasemdir vegna fyrir- hugaðrar ríkisábyrgðar fyrir Islenska erfðagrein- ingu. Mannvernd sendi athugasemdir til stofn- unarinnar innan gefins tímafrests en í fyrradag sendi félagið viðbætur í tilefni af fréttum DV um fjármagnsflutninga í gegnum fyrirtækið Biotek f Lúxemborg. Pétur Hauksson, formaður Mannverndar, segir að félagsmenn hafi ástæðu til að óttast hvað verði um fyrirhugaða ríkisábyrgð. „Við höf- um ráðlagt ESA að biðja um upplýsingar frá Decode og rfkisstjórninni um það hverjir hafi með leynd tekið við 400 milljónum frá ríkis- bönkunum og hvernig eigi nákvæmlega að koma í veg fyrir að ríkisábyrgðin endi í Panama. Við viljum ekki að skattpeningarnir |' okkar hverfi einhvers staðar í Panama." * „Við teljum að Eftirlitsstofnun EFTA eigi heimtingu á að vita hvað verður um peninga sem ríkið ábyrgist fyrir þetta fyrirtæki," segir Pétur. „Mér finnst að ef Decode getur ekki út- skýrt hvað verður um peninga í viðskiptum sem fyrirtækið stendur að, þá sé því ekki treystandi fýrir háum peningaupphæðum." Pétur segir að Mannvernd telji að greiðslurn- ar hafi verið umbun fyrir að hækka hlutafjárverð Decode yfir gengið 15 og að sölumenn hafi að hluta til verið ábyrgir fyrir því að gengi bréfanna hækkaði upp úr öllu valdi þar til það sprakk. Þáð hafi leitt hörmungar yfir ijölmörg heimili í land- inu þar sem áróðrinum var trúað. Mannvernd óttast fyrst og fremst að pening- arnir, sem Decode fær með ríkisábyrgðinni, verði notaðir til að byggja upp gagnagrunn á heilbrigðissviði sem Hæstiréttur hafi dæmt stjórnarskrárbrot. að hann sagði að þetta hefði komið fram í út- boðsskráningu á Nasdaq en ég hef ekki lesið þá skráningu. Þetta er í raun latína fyrir mér,“ segir Davíð og vísar þá til þess þegar Kári svaraði einni spurningu fréttamanns Sjónvarpsins um málið en neitaði að svara öðrum. Forsvarsmenn ís- lenskrar erfðagreiningar hafa ekki viljað tala við DV frá því Hannes Smárason sagðisl mundu ræða málið við blaðamann fyrir tveimur vikum. Hann hefur ekki staðið við það. jS&\\\SS%'.Vv Fjölmörg atriði standa óútskýrð um það hverjir stóðu á bak við Biotek Invest í Lúxemborg og hverjir hafi fengið 400 milljóna króna þóknun vegna samninga milli íslenskra banka og ís- lenskra forsvarsmanna Islenskrar erfðagreining- ar. Eins er þvf ósvarað hvort eigendur haf! hirt 700 milljónir króna til viðbótar í gengishagnað áður en fyrirtækið var leyst upp í gegnum Panama. kgb@dv.is Pétur Hauksson Við í þíðunni sem gekk yfir Austurland í gær fór allt á flot í ibúðaskálum Impregilo Verkamenn við Kárahnjúka hóta aðgerðum Aðalbúðir Kárahnjúka Flestir skálar starfsmanna fóru á flot um leiðog frosthörkurundan- farna daga létu undan hlýindum. „Ég er sjálfur búinn að heim- sækja 27 skála hér í búðunum og tveir þeirra virðast hafa sloppið," segir Oddur Friðriksson, talsmaður verkamanna við Kárahnjúka. Hann er sárreiður yfir aðgerðaleysi verk- takafyrirtækisins en íbúðaskálar þeir sem voru sérinnfluttir til lands- ins gáfu sig margir hverjir í gær. „Það hefur legið fyrir síðan þess- ir skálar komu til landsins að þeir þyldu ekki íslenskt veðurfar og þrátt fyrir viðvaranir og ítrekuð loforð um endurbætur gerðist ekki nokkur skapaður hlutur. Nú súpum við seyðið enda búið að vera mikið frost hér allan janúarmánuð. Svo komþíða og það sá hver maður að þá fór allt á flot í skálum starfs- manna." Þetta er ekki í fýrsta sinn sem kvartað er undan lekum skálum. Þeir fyrstu láku skömmu eftir að uppsetningu þeirra lauk í fyrrasum- ar. Alla tíð hafa starfsmenn og aðrir sett út á einangrun þeirra sem þykir lítil en þrátt fyrir stór orð forsvars- manna Impregilo urn endurbætur hefur ekkert breyst. „Þeir hafa fengið mýmörg tæki- færi til að lagfæra skálana og gera þá hæfa fyrir erfiðan vetur en þeir láta sem ekkert sé. Það hefur verið vitað lengi að það kæmi að þessu en sinnuleysi þeirra er algert og ég sé ekki hvað annað er hægt til bragðs að taka en beinlínis hóta aðgerðum. Starfsmenn hér vinna 12-14 tíma í senn og koma svo kvöld eftir kvöld í rennvot rúm. Það er gjörsamlega nóg komið." DV hefur einnig heimildir fyrir því að meðan verstu veðrin gengu yfir á hálendinu í janúar hafi litlir hópar er- lendra starfsmanna fengið nóg og tekið vél heim um leið og veðri slot- aði. Gríðarlegt frost var nánast allan mánuðinn og vindhviður sem náðu 40 metrum á sekúndu. albert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.