Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Síða 10
J 0 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Vararvið hringa- myndun Arlegt viðskiptaþing Verslunarráðs íslands var haldið á Nordica hotel í gær. Miklar umræður urðu um kaup Landsbankans á hlutabréfum ís- landsbanka. Dav- I íð Oddsson var- aði við hringa- myndun og áminnti við- skiptajöfra sam- félagsins um að huga að trausti og trú almenn- ings. Þessar umræður end- urómuðu umræðuna á Al- þingi í gær en þegar DV náði tali af Davíð Oddssyni forsætisráðherra sagði hann: „Ég held að menn ættu að flýta sér hægt við að fella stóradóm um þetta mál. Kannski eru þetta bara millibilssviptingar á hluta- bréfamarkaði en ég held að ekkert sé afráðið í þeim efnurn." Hlusta á Davíð Halldór Kristjánsson, bankastjóri í Landsbank- anum, sagði í samtali við blað- ið að gagnrýni Davíðs á hringa- myndanir á markaðnum ætttu ekki við bankana: „Við hlustum náttúr- lega á varnaðar- orð forsætisráðherrans með athygli en ég held að bankarnir séu ekki komnir út fyrir sitt svið.“ Varðandi kaup Landsbankans í íslandsbanka sagði Halldór að menn væru að gera úlfalda úr mýflugu. „Fjöl- miðlar hafa hent þetta mál á lofti og lesið meira í þessi kaup en efni eru til,“ sagði hann og benti á að hlutur Lands- bankans í fslandsbanka væri aðeins um 4%. Grétar Þorsteinsson ForsetiASl Grétar er dugnaðarforkur og reynslubolti enda staðið í eld- llnu verkalýðsins I langan tíma með góðum árangri. Hann er hlustandi góður og tekur vel eftir litlu hlutunum sem skipta oft mun meira máli en flestir halda þegar upp er staðið. Hann er ákaflega séður og mörgum viðmælendum hans verður að falli að taka hann ekki alvarlega. Kostir & Gallar Iseinni tíð hafa nokkrir sett út á hve værukær Grétar hefur orðið síðustu árin. Sá eldmóð- ur sem kom honum upphaf- lega þangað sem hann er núna er ekki lengur til staðar og mikið þarftilað hann finni hjá sér þörf til að rísa úr stóln- um og taka afalefli þátt I þeirri eilífu baráttu sem verka- lýðurinn á í. Hann hefur linast um ofá nýju skrifstofunni sinni. Mál Hjörleifs Guttormssonar náttúrufræðings gegn Alcoa rifjar upp ýmsar athygl- isverðar staðreyndir um samskipti ríkisins og fyrirtækisins. Meðal annars að Alcoa á íslandi notaði um tíma sömu kennitölu og Reyðarál. I greinargerð sem fylgir með stefnu Hjörleifs Guttormsssonar náttúrufræðings á hendur Alcoa á íslandi eru rifjaðar upp ýmsar athyglisverðar staðreyndir um samskipti ríkisvaldsins og fyrir- tækisins. Meðal annars kemur fram að um tíma notaði Alcoa á íslandi sömu kennitölu og Reyð- arál, fyrirtæki Norsk Hydro. í greinargerðinni segir að Umhverflsstofnun hafl í mars á s.l. ári tilkynnt þá ákvörðun að veita Reyðaráli kt. 600100-2380 starfsleyfi fyrir álveri í Reyðarfirði. „Athygli vekur að tilgreind kennitala í starfsleyflnu er ekki kennitala Reyðaráls heldur kennitcila Alcoa á Islandi. Kennitala Reyðaráls samkvæmt hlutafélagaskrá er 690103-2570. Þessi ruglingur leiðir óhjákvæmilega til þess að báðum fyrirtækjunum er stefnt til að þola dóm í máli þessu.“ Sem kunnugt er af frétt DV frá í gærdag er það einkum sú staðreynd að ekki hafi farið fram sjálf- stætt umhverfismat á mengun af völdum álvers Alcoa sem liggur til grundvallar stefnu Hjörleifs. í staðinn er stuðst við matið sem gert var vegna verksmiðju Reyðaráls en þar var um aðrar stærðir að ræða og annan mengunarvarnabúnað. Taktík til að berja þetta í gegn Hjörleifur Guttormsson segir í samtali við DV að þessi notkun á sama umhverfismatinu sé taktík stjórnvalda til að berja málið í gegn hér- lendis fyrir Alcoa. „Það er augljóst að að þessir starfshættir eru framkvæmdaraðilanum í hag og það lítur út fyrir að þetta mat hafi gengið kaupum og sölum milli þessara tveggja fyrirtækja Reyðar- áls og Alcoa," segir Hjörleifur. „Þar að auki not- færði Umhverfisstofnun sér glufu í þeim lögum og reglum sem í gildi eru á Evrópska efnahags- svæðinu til að nota sama matið til gundvallar út- gáfunni á starfsleyfinu til Alcoa." Fleiri gallar eru tíundaðir á umsókn um starfs- leyfi og útgefnu starfsleyfi í greinargerðinni með stefhu Hjörleifs. Segir m.a. að fullnægjandi gögn hafi ekki fylgt upphaflegri umsókn Reyðaráls um starfsleyfi og að krafa um ómerkingu úrskurðar Umhverfisstofnunnar byggi á þeirri staðreynd að ekki liggi fyrir hver verður rekstraraðili álversins og hvort starfsleyfið er gefið út til handa Reyðaráli ehf. eða Alcoa á Islandi ehf. Starfsleyfið frá mars á síðasta ári sé veitt Reyðaráli en bundið við kenni- tölu Alcoa á íslandi sem rekstraraðila. Starfsleyfið heimilar ekki framsal þess til þriðja aðila. Fjarðarál hefur ekki starfsleyfi Með tilkynningu til firmaskrár tveimur dögum fyrir útgáfu starfsleyfisins í mars s.l. stofnuðu Reyðarál og Alcoa á íslandi sameignarfélagið Fjarðarál og er tilgangur þess rekstur álverk- smiðju í Reyðarfirði. Fjarðarál hefur ekki starfs- leyfi og segir Hjörleifur að því megi ljóst vera að starfsleyfið sé haldið slíkum göllum að ekki verði hjá því komist að ómerkja það. Hjörleifur Guttormsson Ætlar í hart og gefur ekkert undan. Slysavarnarfélagið Landsbjörg endurnýjar björgunarskip með stuðningi Samskipa og fær fleiri í flotann, sem nú verða staðsettir um allt land. Fjölga skipum í fjórtán úr tíu Slysavarnarfélagið Landsbjörg fær á næstu misserum tvö ný björg- unarskip og í gær var undirritaður samningur sem kveður á um styrk Samskipa við það verkefni. í dag eru tíu björgunarskip í rekstri vítt og breitt um landið, en nú stendur til endurnýja nokkurra þeirra og fjölga um fjögur skip til viðbótar. Stuðn- ingur Samskipa felst í sex milljóna króna styrk, sem bæði er beinn fjár- stuðningur til kaupanna auk þess sem skipafélagið flytur björgunar- skipin frá Bretlandi. Öflugt net björgunarskipa Valgeir Elíasson upplýsingafull- trúi Landsbjargar segir að með öfi- ugu neti björgunarskipa sem stað- sett eru í höfnum umhverfis allt landið sé með skjótum hætti mögu- legt að bregðast við þegar upp koma skipskaðar, veikindi eða slys um borð. í dag eru björgunarskip staðsett í Reykjavík, á Rifi, Isafirði, Siglufirði, Raufarhöfn, Neskaupstað, Vest- mannaeyjum, Grindavík og Sand- gerði. Varðandi fjölgun er horft til þess að skip verði staðsett á sunnan- verðum Vestfjörðum, við Húnaflóa, á Vopnafirði, Höfn í Hornafirði og í Hafnarfirði, aukinheldur sem fyrir liggur að endunýja þarf eldri skip á nokkrum stöðum. Eru þá keypt not- uð skip frá Evrópu, en þau hefur Slysavarnarfélagið Landsbjörg verið að fá langt undir markaðsverði. Veitt sjófarendum öryggis- kennd „Það er markmið Slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar að áhafnir björgunarskipanna séu vel þjálfaðar og geti sinnt öllum erfiðustu útköll- um og sjúkraflutningum á sjó sem upp koma. Hverjar sem aðstæður eru. Reynsla síðustu ára hefur líka Klárir í bátana Knútur Hallsson bregður um sig björgunarvesti og nýtur til þess aðstoðar vaskra björgunarsveitarmanna, sem alitaf eru klárir í slaginn. DV-mynd Pjetur sýnt að við höfum ráðið við þau kennd, sem þeir kunna að meta,“ verkefni sem upp hafa komið og það segir Valgeir Elíasson. hefur veitt sjófarendum öryggis- sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.