Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Side 17
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 17 Fyrrum þjónustustúlka Michaels Jacksons segir frá dnengjum Jackson Áþungan fangelsisdóm höfði sér verði hann fundinn sek- ur um kynferðis- legt ofbeldi. Blanca Francia, fyrrverandi þjón- ustustúlka á búgarði Michael Jackscon í Neverland, segir söngvar- ann oftsinnis hafa farið í bað með ungum drengjum. Blanca segist sjálf hafa orðið vitni að þvf þegar Jackson sat með nakta drengi í kjöltu sinni, fyrir og eftir bað. Það var hennar hlutverk að tína upp spjarirnar sem lágu um öll gólf. Hún segir þetta hafa valið sér mildu hugarangri og einkum hafi henni verið umhugað um eigin son - en honum og Jackson var vel til vina. Blanca þagði yfir máiinu á meðan hún vann hjá Jackson en það var á ár- unum 1986 til 1991. Hún sagði fyrst Blanca segist sjálf hafa orðið vitni að því þegar Jackson sat með nakta drengi í kjöltu sinni. frá málinu i viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð árið 1993. „Ég sá margar mæður koma með syni sína og skilja þá eftir á búgarðinum svo dögum skipti. Þeir sváfu síðan í svefnherbergi söngvarans og fóru bæði í bað og sturtu með honum,“ segir Blanca. Jackson hefur sem kunnugt er verið ákærður fyrir að beita tólf ára dreng kynferðislegu ofbeldi og var málið þingfest í sakadómi í Santa Barbara í síðasta mánuði. Annar fyrrum starfsmaður Jackson kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu. Sá heitir Robert Wegner og vann við öryggisgæslu á búgarðin- um. Frásögn hans er á svipaða lund og þjónustustúlkunnar. Wegner segir að á árunum 1990 til 1993 hafi um 300 börn, að stærstum hluta piltar, dvalið á búgarðinum í lengri og skemmri tíma. Drengimir hafi oft- sinnis gist í svefnherbergi söngvarans en hann viti ekki fyrir víst hvað fór fram fyrir innan luktar dyrnar. Það veit Blanca hins vegar því hún var einkaþjónustustúlka Jacksons og eini starfsmaður- inn sem mátti fara um svefnálmu hússins. Jackson hefur neitað sök í málinu og sagðist saklaus þegar hann kom fyrir dómara í janúar. Ef svo fer að Jackson verður fundinn sekur um að hafa níðst á Gavin Arvizo þá á hann yfir höfði sér allt að ára fangelsi. arndis@dv.is Jackson lá í baði með Kanadískir vísindamenn telja sig hafa komist á snoðir um „áður óþekkt skilningarvit“ sem þeir kalla „hugarsjón“. Þeir sem búnir eru henni skynja hluti áður en þeir sjá þá. Sjötta skilningarvitið fundið Fólk skynjar hluti áður en það „sér" þá. Þetta er niðurstaða ný- birtra vísindarannsókna við háskól- ann í Bresku Kólumbíu í Kanada og gefur til kynna, að sögn sérfræð- ings, „að hugsanlega búi manns- heilinn yfir afar merkilegu og áður óþekktu skilningarviti." Stjórnandi rannsóknanna sjálfa kallar þetta skilningarvit „hugarsjón" og telur að það geti skýrt „sjötta skilningar- vitið“ sem sumt fólk virðist búið. Tilraunin fór þannig fram að fólki var sýnd röð ljósmynda sem blikuðu á tölvuskjá í um það bil einn fjórða úr sekúndu hver um sig en á milli þeirra var skjárinn auður andartak. Stundum voru allar myndirnar eins en stundum voru gerðar á þeim smávægilegar breyt- ingar í stutta stund. Fólkið átti að láta vita ef það teldi myndirnar hafa breyst. í niðurstöðu rannsóknar- innar kom fram að nálægt þriðj- ungur þátttakenda skynjaði breyt- ingar á myndunum án þess að hafa tíma til að átta sig á hverjar þær voru. Sömu einstaklingar voru yfir- leitt alltaf með á hreinu hvenær myndirnar voru óbreyttar. Rannsókninni stjórnaði Ronald Rensink og hann heldur því fram að sjónkerfi mannsheilans geti - að minnsta kosti hjá sumum- skynjað breytingar án þess að menn geti beinlínis „séð“ hvað hefur breyst. Rensink leggur áherslu á að þessi hæfileiki sé ekki einungis til marks um „betri" eða „sneggri" sjón hjá sumu fólki en öðru, því ekkert sam- hengi reyndist vera milli þess hversu stuttan tfma það tók fyrir fólk að skynja breytingar og hvenær það gat svo áttað sig á hverjar þær breytingar væru. „Áður óþekkt aðvörunar- kerfi" „Ég held að þessi hæfileiki - hver sem hann er - útskýri að verulegu leyti það sem fólk á við þegar það tal- ar um sjötta skilningarvitiðsegir Rensink. Dan Simons, sérfræðingur í sjónfræðum við háskólann í lllinois í Bandaríkjunum, segir að niðurstöð- ur Rensinks gefi til kynna hið fyrr- nefnda „óþekkta skilningarvit", þótt frekari rannsókna sé þörf áður en nokkru verði slegið föstu. Hann bendir á að fólk telur sig stundum hafa séð eitthvað, en svo kemur á daginn að það hefúr ekkert verið. Fólkinu, sem Rensink rannsakaði, skjátlaðist líka stundum og tilkynnti breytingar að ástæðulausu. Rensink viðurkennir að til að „hugarsjónin", sem hann telur sig hafa orðið varan við, geti lalist stað- reynd ættu allir menn að vera búnir henni en ekld aðeins þriðjungur. Hann varpar hins vegar fram þeirri getgátu að í raun hafi mun fleiri skynjað umræddar breytingar en ekki tilkynnt þær vegna þess að þeir treysti ekkj tilfinningu sinni fyrr en auganu hefur gefist tími til að „sjá“ þær. „Hér gæti verið um einhvers konar áður óþekkt aðvörunarkerfi að ræða,“ segir Rensink á vefritinu NewScientist, „og það gæti skýrt hvers vegna fólk kemur stundum inn í herbergi og finnst eitthvað vera að þótt það geti ekki skilgreint hvað það er. Og hann bætir við að þetta hugsanlega aðvörunarkerfi gæti sem hægast starfað með fleiri skilningarvitum en sjóninni einni. Þegar maður skynjar á óútskýran- legan hátt að einhver er fyrir aftan mann gæti þetta „aðvörunarkerfi" til dæmis verið .að verki í samvinnu við heyrnina. 5SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík og breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001- 2024 samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997: Fellagarðar, Drafnar- Eddu- og Völvufell. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024, vegna Fellagarða sem lítur að því að bætt er inn þéttingarsvæði nr. 14. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Fellagarða. Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að við Drafnarfell 2-18 verði heimilt að byggja tvær íbúðarhæðir ofan á húsin og bíl- geymslu fyrir allt að 20 bíla á hluta lóðarinnar, að Eddufelli 2-6 verði einnig heimilt að byggja tvær íbúðarhæðir ofan á húsin og húsinu að Völvufelli 13-21 verði breytt í íbúðar- hús með bílgeymslu að hluta í kjallara hússins. Lóðin að Yrsufelli 44, sem áður var gæsluvöllur verður gerður að opnu svæði til afnota fyrir nálæga íbúðarbyggð. Áætlaður íbúðafjöldi á svæðinu er 58. Landnotkun svæðisins verður blanda af verslunar- þjónustu- og íbúðarsvæði. Heimilt verður að vera með veitingastað á svæðinu en þó ekki skemmtistaði, krár, dansstaði og næturklúbba, sbr. 9., gr. laga um veitinga- og gistingastaði nr. 67/1985. Nánar er gerð grein fyrir landnotkun einstakra hæða í umfjöllun um einstakar lóðir. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15, frá 11. febrúar 2004 til 24. mars 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 24. mars 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 11. febrúar 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.