Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Side 20
20 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 Fókus DV Hógvær hug I eorge Harrison var ryngsti Bítillinn. Hann I fæddist í Liverpool 24. febrúar 1943. Hann lést úr ólækn- andi afbrigði af heilakrabbameini 29. nóvember 2001, 58 ára að aldri. Harrison var aldrei áberandi sem lagasmiður hjá Bítlunum, en sótti samt í sig veðrið þegar lcið á feril sveitarinnar. Hans frægustu Bítlalög eru Taxman, While My Guitar Gently Weeps, ITere Comes The Sun og eina Harrison-lagið sem var valið sem aðal- lag á smáskífu með Bítlunum, Some- thing. Aðaláhrif George Harrison á tónlist Bíti- anna fólust í gftar- leiknum, en iykkjumar og sóló- in hans vom smá- atriðin sem full- komnuðu rnörg þekktustu lög Bíd- anna. Opinn og andlega þenkjandi Harrison var strax mjög leitandi bæði sem hljóðfæra- leikari og persóna. Hann hafði t.d. mjög gaman af því að spila á havaíska smágítarinn ukulele og hann keypti sér gamlan sítar- garm sem hann prófaði að spila á og sem setti mikinn svip á lagið Norwegian Wood. Seinna kynnt- ist hann indverska sítar-gúrúinu Ravi Shankar, sem kenndi hon- um á hljóðfærið. Harrison var líka sá Bítill sem var lang- áhugasamastur um hans heil- agleika, jógann Maharishi Ma- hesh, en hljómsveitin dvaldi um tíma hjá honum á Indlandi árið 1968. Harrison hafði sömuleiðis mikinn áliuga á kenningum Hare Krishna-leiðtogans Prabhupada. Hann var alla tíð mjög andlega þenkjandi, en sagði samt að hon- um líkaði ekki trúfélögin og skipu- lagið sem mennimir byggðu í kring- um trúna sjálfa. All Things Must Pass og Bangla- desh-tónleikarnir Sólóferill George Harrison hófst með miklum glæsibrag. Hann gerði tónlist við kvikmyndina Wonderwall árið 1968 og ári seinna gaf hann út tilraunakenndu raftón- listarplötuna Electronic Sounds hjá fram- úrstefnuútgáfunni Zapple Music, sem var á vegum Apple-fyrirtækis Bítlanna. Fyrsta eiginlega sólóplatan hans var hins vegar hin þrefalda All Things Must Pass sem kom út í desember 1970, eftir að Bídarnir höfðu lagt upp laupana. Hún fór í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans og það sama gerði fyrsta smáskífan, My Sweet Lord. Harrison varð þar með fyrstur fyrrum Bídanna bæði til að koma stórri plötu og smáskífulagi á toppinn f Bandaríkjunum. All Things Must Pass, sem var pródúseruð af snillingnum og fyrirbærinu Phil Spector, er enn talin besta sólóplata Harrisons. 1971 svaraði Harrison ákalli vinar síns Ravi Shankar og stóð fyrir stórtónleikum til styrktar fórnarlömbum hungursneyðar- innar sem þá ríkti í Bangladesh. Þeir tón- leikar sem voru haldnir í Madison Square Garden í New York, 14 árum á undan Live Aid, tókust sérlega vel. Á þeim komu fram auk Harrisons og Ravi Shankar þeir Eric Clapton, Bob Dylan, Billy Preston, Ringo Starr o.fl. Þreföld plata frá tónleikunum kom út árið eftir og fékk firnagóðar viðtök- Vildi ráða sjálfur AU Things Must Pass kom út hjá EMI, sem hafði gert samning við Bídana um út- gáfu á öllu þeirra efni bæði sem hljómsveit- ar og einstaklinga. Harrison gerði þrjár aðr- ar plötur fyrir EMI, Living in the Materíal World (1973), Dark Horse (1974) og Extra Texture (1975). Hann stofnaði sitt eigið plötufyrirtæki árið 1974 og gaf m.a. út plötur með Ravi Shankar og hljómsveitunum Attitude og Splinter. Aðalástæðan fyrir stofnum Dark Horse var samt að Harrison vildi ráða sér sjálfur og gefa út sínar eigin plötur. Þegar samningurinn við EMI rann út árið 1976 hófst hann strax handa við að gera sína fyrstu plötu fyrir útgáfuna. Það var Thirty Three & 1/3 sem kom út í nóvember 1976. Hún innihélt m.a. lögin This Song og Crackerbox Palace og þótti betri en síðustu plöturnar hans fyrir EMI. Viðamikil endurútgáfa George Harrison gaf alls út sex plötur hjá Dark Horse. Þær eru nú allar endurút- gefnar endurhljóðblandaðar með áður óútgefnum lögum, en að auki kemur út kassi með öllum plötunum og DVD-disk sem ekki er hægt að fá annars staðar. Plöt- urnar eru Thirty Three & 1/3 frá 1976, George Harrison (1979), Somewhere In England (1981), Gone Troppo (1982), Cloud Nine (1987) og tvöfaldi tónleikadisk- urinn Live In Japan (1982), en hann er hljóðblandaður fyrir SACD-kerfi. Somewhere In England og Cloud Nine voru vinsælastar af þessum plötum. Sú fyrri inniheldur m.a. minningarlagið um John Lennon, All Those Years Ago, en Cloud Nine er unnin með ELO-forsprakk- anum og Bítlafíklinum Jeff Lynne og hefur að geyma lög eins og ddllagið, When We Was Fab og Got My Mind Set On You. Á DVD-disknum eru viðtalsbrot við Harri- son, öll myndböndin hans, nokkur lög frá tónleikaferðinni til Japan 1982 og lög úr kvikmyndinni Shanghai Surprise. Tónleik- arnir í Japan þóttu takast með afbrigðum vel, en í hljómsveitinni var m.a. einn besti vinur Harrisons í gegnum allan ferilinn, Eric Clapton. Þer tekur hann sín þekktustu lög frá sólóferlinum og Bítlalögin Taxman, Something, Here Comes the Sun, While My Guitar Gently Weeps og Roll Over Beet- hoven að auki. Bjargaði The Life Of Brian Eins og sjá má hér að ofan gat liðið langt á milli platna hjá George Harrison. Hann hafnaði því algjörlega að gera tónlist fyrir markaðinn og hafði það sem meginreglu að búa ekki til tónlist nema hann langaði til þess. Hann fékkst líka við ýmislegt annað. Hann var t.d. mjög duglegur við að leggja góðum málefnum lið og hann stofnaði kvik- myndafyrirtækið Handmade Films árið 1978. Þegar framleiðandi Monty Python- myndarinnar Life Of Brian stöðvaði gerð hennar af trúarlegum ástæðum og það leit út fyrir að hún yrði ekki kláruð steig Harri- son fram á sjónarsviðið og dró upp veskið, en hann hafði kynnst Monty Python-geng- inu nokkru fyrr og tók m.a. þátt í Bídastæl- ingu Eric Idle, All You Need Is Cash. Eldist vel George Martin sagði eftir fráfall Harri- sons að hann haft alveg getað samið lög, en að hann hafi bara þurft að hafa meira fyrir því heldur en Lennon og McCartney, enda voru afköstin hjá þeim félögum engu lík En þó að plötur George Harrison hafi margar fengið lélega dóma hjá gagn- rýnendum og hann hafi alltaf staðið í skugganum á Lennon og McCartney hljómar sóló-efnið hans furðu heilsteypt og sannfærandi þegar maður hlustar á það í dag. Og það er alveg hiklaust miklu meira spunnið í þessar sólóplötur hans heldur en langflestar plötur Paul McCartney síðustu 25 árin eða svo. George Harrison Kvikmyndin The Life Of Brian er eitt afþví sem við eigum honum að þakka, en Harrison dró upp veskið þegar framleiðandi myndarinnar stöðvaði gerð hennar af trúariegum ástæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.